Vikan


Vikan - 24.02.1983, Page 51

Vikan - 24.02.1983, Page 51
Draumar Um uppþvott og jafnrétti Kæri draumráðandil Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér finnst hann boða eitthvað — en hvað? Mér fannst ég vera í eld- húsi mínu. Þar voru krakkar, sem ég þekki, við skulum kalla þá, R, X, Z og Y. (Eg sá aldrei Y en mér fannst hann vera þarna.) Það var þannig að í vask- inum var fullt af óhreinu leirtaui, meira að segja fína leirtauið hennar mömmu sem hún notar aðeins við hátíðleg tækifæri. Mér fannst svo óréttlátt að ég skyldi eiga að vaska upþ ein svo að ég sneri mér að R og sagði: ,,Þú ert hér í fæði en gerir aldrei neitt að gagni svo að mér finnst að þú ættir að vaska upp núna. ” En R sagði bara nei. R var með þrjú handklæði um hálsinn á sér, eitt grænt, eitt blátt og hið þriðja var hvítt og bleikt. (Eg átti þessi handklæði.) Eg gekk að R og þreif af henni handklæðin mín og jafnvel sjampóið mitt. Og ég þefaði af háriR. Jú, hún notaði mitt sjampó. X, Z og Y höfðu fylgst meðþrasi okkar. Svo fóru Z og Y að tala um hvar við kvenfólkið stæðum ef við hefðum ekki karlmenn við hliðina á okkur, því ég hefði beðiðþá um hjálp en þeir ekki viljað veita hana. Svo rifumst við þrjú, ég, Z og Y, um þetta. Eg sagði að kvenfólk gæti alveg staðið á eigin fótum. Svona hélt þetta áfram. Eg sneri mér að uppvaskinu en brátt voru Z ogY búnir að reita mig svo til reiði að ég var farin að gráta við uppvask- ið, en stóð samt alltaf á mínu. Þá kom X og sagði (blíð- lega) við mig að þeir hefðu reitt mig til reiði og spurði mig hvort allt væri í lagi með mig. Eg man ekki hverju ég svaraði en þar með var draumurinn búinn. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Drauma-Dísa Reiði í einhvers garð í draumi er yfirleitt bending um að sá hinn sami muni þér fremur hliðhollur í vök- unni. Að deilunum skyldi svo ijúka með gráti þínum bendir ennfremur til þess að margt muni snúast þér í hag á næstunni. Nöfn viðmælendanna og litur handklæðanna undirstrika einungis þessa merkingu. Inn í þessi tákn blandast svo ýmsar hugsanir þínar í vökunni sem betra mun að taka ekki of mikið mark á við ráðningu draumsins en segja ýmislegt um þig sjálfa ef vel er að gáð. Hvað það svo er er betra að þú segir þér sjálf og dragir af eigin ályktanir. Móðir í fangelsi Kæri draumráðandil Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum. Mig dreymdi að ég væri í stóru húsi með fullt af öðrum stelpum. Það var eins og við værum að skemmta okkur. Allt í einu koma löggur og þær segja að það eigi að taka okkur fastar. Við skildum ekkert í þessu en fengum enga skýr- ingu. Þá birtist móðir mín sem er dáin. Eg var alveg steinhissa að sjá hana. Hún var brún og sælleg. Hún segir að hún skuli fara í fangelsið fyrir mig. Eg vildi ekki að hún færi en hún fór samt. Það fór ein kona fyrir hverja stelpu. Þegar kon- urnar voru farnar sá ég að móðir mín hafði skilið eftir steinlausan silfurhring. Þá er þessi draumur ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. 1099—0041 Þú mátt búast við að hljóta einhvern heiður eða upphefð — ef til vill eftir að hafa verið misskilin óheppilega í einhverju máli (jafnvel svo að það hafi bakað þér tímabundin óþægindi). Framundan er gott tímabil með auknu frelsi til að gera það sem þig langar og þú munt njóta þess vel að eiga góða vini sem sýna þér falslausa og fallega vináttu. Flest er jákvætt um þennan draum að segja og eitthvað (líklega í sambandi við þann heiður sem þér verður sýndur) veldur þér mikilli gleði og eykur sjálfstraust þitt. í himnaríki Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða eftirfarandi draum. Eg var komin til himnarikis og þar hitti ég langömmu, langafa og tvo gamla frændur mína (þau eru öll dáin). Guð kallaði á okkur í mat. Meðan ég var að borða kom til mín strák- ur á svipuðum aldri og ég. Við ræddum um vinkonu okkar og um hvað þau niðrt á jörðinni tala nú fall- ega um okkur. Þau heima voru að ákveða hvaða prest- ur ætti að jarða mig, það komu tveir til greina. Það var skrifað um mig mjög lofsamlega t Morgunblað- ið. Enginn minntist á hvað ég hefði verið frek og leiðinleg, allir töluðu um hvað ég hefði nú verið góð og þannig. Þegar jarðarför- in yrði myndi skólafélags- stjórnin í skólanum bera mig niður í garð og kirkjan vera troðfull. Sigga Þessi draumur veit á mjög jákvæða þróun eða stefnubreytingu í lífi þínu, þar sem greinilegt er að mikil gæfa fylgir þér og þú verður miklu jákvæðari og betri á alla lund en áður. Draumurinn er jafnframt áminning um að láta ekki glepjast út í einhverja vit- leysu og á því leikur enginn vafi að þetta fólk sem birt- ist þér í draumi vill þér mjög vel, vakir yfir velferð þinni og vill ekki að þú flækist í neitt misjafnt. Það virðist líka harla ólíklegt úr þessu því draumatáknin eru á eina lund: Þú átt fall- egt líf framundan og þig mun fátt skorta sem máli skiptir. Vera má að þú gift- ist ung en þá verður þú án efa að vanda valið vel og gefa þér nokkurn umhugs- unartíma, flest í draumn- um styður það. 8. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.