Vikan - 24.02.1983, Síða 63
Pósturinn
Hér er allt eins og þegar ég fór.
Hvað hefurðu nú verið að gera
af þér?
Eg skil ekki hvernig þú ferð að
því að veiða svona mörg fiðr-
ildi með svona oggulitlum títu-
prjónum.
b
Fæ ekki
fullnægingu
Kœri Póstur.
Vandamál mitt er alvar-
legt ad mínu mati. Eg hef
leitað að svari við því í
helstu bókum um þau mál-
efni, svo sem í Allt sem þú
vilt vita um kgnlífið, Hverju
svarar lœknirinn og Við
erum saman, en ekki fundið
svar.
Vandamálið er að ég bgrj-
aði með 21 árs strák þegar
ég var 15 ára og þá vildi
hann skiljanlega hafa sam-
farir við mig um helgar. En
vandamálið er það að ég
fékk aldrei fullnœgingu,
fannst þetta bara vont og
hafði svo sem engar áhgggj-
ur af því þá. Hélt bara að
þetta vœri eðlilegt svona
fgrst. En núna er hann 23
ára og ég 17, búin að vera
saman í 2 ár og ennþá fœ ég
ekki fullnœgingu og blotna
heldur ekki að neðan við ert-
ingu. Hvað getur valdið
þessu? Við liœttum saman í
tvo mánuði í haust og þá
svaf ég hjá öðrum strák, en
það var alveg sama. Erþetta
nokkuð eðlilegt? Geta regk-
ingar haft áhrif á kgnlíf?
Regndu nú að hjálpa mér,
þetta veldur mér áligggjum.
Svo við snúum okkur að
öðru: Geturðu gefiö mér
góða aðferð tilþess að fitna?
Hvað þarf langt nám til þess
að verða tannlœknir?
Þakka tilvonandi
birtingu.
Dísa
Vandamál þitt, Dísa, er
vandamál samtímans. Þaö
er búið aö gera kynlífið að
íþrótt og dægradvöl í stað
þess að leyfa því að njóta
sín sem tjáningarmáta.
Fullnæging er hjá flest-
um samspil hugar og lík-
ama. Því miður er ekki
sjálfgefiö að konan fái
nokkurn tíma fullnægju,
hve oft sem hún hefur sam-
farir og hve marga karla
sem hún prófar. Sér-
fræöinga greinir á um
hvers vegna þetta sé en lík-
legt má telja að þaö sé
meðal annars vegna þess
að oft er konan ekki tilbúin
að hef ja kynlíf þótt hún geri
þaö — af því að hún telur
sér trú um að „allir geri
það” og þetta sé það sem
tilheyri og við eigi.
Kynlíf manna hefur tví-
þættan tilgang. Annars
vegar er það til að sjá um
viðhald tegundarinnar.
Hins vegar er það útrás
fyrir löngun til að njóta
annars einstaklings. Því
miöur er ekki sjálfgefiö að
einstaklingarnir fyllist
alltaf löngun samtímis.
Vegna geröar kynfæranna
getur karlmaðurinn ekki
tekið þátt í samförum
nema hann hafi löngunina.
Þaö geta konur hins vegar
og gera það oft. Með því
valda þær sjálfum sér
tjóni. Kynlífiö verður að
skyldustarfi, oft óþægilegu
og leiðinlegu í staö þess aö
vera ljúf nautn. Kona sem
hefur samfarir nauðug
viljug eða algjörlega
áhugalaus er mjög ólíkleg
til að fá fullnægingu eða
„blotna að neðan”. Rakinn
kemur úr leggöngunum
þegar konan verður æst og
undirbýr þau fyrir samfar-
irnar.
Þú nefnir nokkrar bækur
um kynferðismál en nefnir
ekki þá einu sem að ein-
hverju gagni fjallar um
fullnægingu kvenna. Það er
Nýi kvennafræðarinn og
bendir Pósturinn þér sér-
staklega á að lesa bls. 197—
218 og íhuga vel og hrein-
skilnislega. Einnig þyrftir
þú að geta rætt þessi mál
vel og hreinskilnislega við
vin þinn.
Hafðu ekki samfarir
nema þig sjálfa langi til
þess. Fáöu vin þinn til að
sýna meiri blíöu og þolin-
mæði, láttu hann gera það
viö þig sem þér finnst gott.
Vertu ekki hrædd við að
prófa nýjar leiðir, gleymdu
öllum gömlum kreddum.
Flestir karlmenn vilja aö
konur þeirra njóti samfar-
anna en stundum vita þeir
ekki hvernig þeir eiga að
fara að. Blíða, hlýja og um-
hyggja fyrir makanum er
nauðsynleg ef fólk á að geta
notið samfara. Andlegar
tilfinningar skipta máli
ekki síður en líkamlegar.
Kíktu líka í bókina Sjafnar-
yndi, en það er kynferöis-
fræöslubók sem fjallar
fyrst og fremst um hvernig
menn geta notið kynlífsins
sem best.
Þú gætir einnig (eftir aö
hafa lesið þér til) rætt þessi
mál við lækni. Læknar eru
bundnir trúnaðareiöi og
mannslíkaminn þeirra
viðfangsefni.
Reykingar verka ekki vel
á líkamann yfirleitt, eins
og þú sjálfsagt veist, og þá
varla á kynlífið þó Póstur-
inn geti ekki bent á
áreiðanlegar heimildir
fyrir því aö þær hafi bein
áhrif á það.
Til að fitna? Þaö hefur
gefist mörgum vel að hætta
að reykja til að auka hold-
in. Þar að auki borða mikiö
af kolvetnaríkum en holl-
um mat, svo sem grófu
brauði.
Tannlæknanám tekur sex
ár að loknu stúdentsprófi.
HEFUR ÞU
LESID
VANDAÐ MANAÐARRIT
SEMER
ÍSÉRFLOKKIÁ ÍSLANDI
8. tbl. Vikan 63