Vikan


Vikan - 19.05.1983, Page 3

Vikan - 19.05.1983, Page 3
LOPI-L YNG — ÞAÐ ALLRA NÝJASTA Álafoss kynnti fyrir skömmu nýja tegund handprjónabands sem nefnist Lopi-lyng. fílafnið er dregið af samkembulitunum sem minna á haustliti í islenskri náttúru. Litirnir eru tólf og má nefna að þar með er hreinhvitur litursem ekkihefur verið fáanlegur ibandi frá Álafossi tilþessa. Bandið sjálft í lopa-lyng er spunnið með mjög litlum snúð, síðan tvinnaðir saman tveir þræðir og þannig snúið ofan afbandinu þar til þræð- irnir eru nánast snúðlausir. Þvi verður bandið mjög loftmikið og mjúkt viðkomu. Vegna þessa laussnúðs á bandinu er mjög auðvelt að bursta flik- urnar og fá með þvi eins konar móheráferð. Bestur árangur næst með þvi að bursta flikurnar blautar með stifum bursta. Hérna er um að ræða mun léttara garn en til dæmis hespulopa og einnig má benda á að lopi-lyng er mun sterkara band en lopi light og þvi nothæft í grófari tegundir prjónavéla. Meðalpeysa úr lopa-lyng er ekki nema um 400 g en sams konar peysa úr hespulopa er 800 g og úr lopa light 500 g. Þannig að flikur úr þessari tegund garns eru mun léttari en sambærilegar úr öðrum garntegundum. Við handprjónið eru notaðir prjónar númer sjö og þvi fljót- legt að hespa af svo sem eins og einni peysu fyrir þá prjónaglöðu. Hugmyndina að garninu átti Guðjón Kristinsson, verksmiðjustjóriÁlafoss. Fanney Birkisdóttir frá Siglu- firði sendir okkur skrýtlur og er verðlaunahafi þessa viku. Hún faer blöðin sín f jögur heim. Pétur litli er mættur í skólann og í öörum tíma er tónlistar- kennsla. Kennslukonan biður hann aö taka upp fiöluna. Pétur opnar fiðlukassann, dregur upp úr honum vélbyssu og fer svo aö skellihlæja: — Ha, ha, ha, aum- ingja pabbi! Nú stendur hann úti í bankameðfiðluna. . .! — Talar þú við konuna þína meðan þú ert í ástaratlotum? — Aðeins ef hún hringir og spyr eftir mér. . .! Tveir Svíar voru aö tala saman: — Þegar ég var lítill, sagði annar þeirra, þá féll ég niöur úr 2 metraháutré. . .! — Og lifðir þú fallið af? spurði hinn. — Já, hvernig vissiröu. . .? Af blaðberum: Tveir sænskir blaðberar vökn- uðu snemma einn morgun og sáu að hellirigniug var úti og leiöinda- stormur. Þeir ákváðu því að sofa í tvo tíma í viðbót og bera þá út blöðin ef þá væri hætt að rigna. Svo vaknaði annar þeirra eftir tvo tíma en sá hinn hvergi: I þvi staulaðist hann rennvotur og hnerrandi inn úr dyrunum. „Hvar í ósköpunum hefur þú verið?” spurði sá sem í rúminu var. „Nú, auðvitað þurfti að fara og segja öllum aö blaðiö kæmi seinna i dag...!” r Þegar sænskar húsmæður ætla að hafa tilbreytingu í mat hafa þær kjötbollurnar í mismunandi stærð- um.. .! Ég var vön að signa son minn áður en hann fór í hreina nær- skyrtu. Svo var það að ég gleymdi því í eitt skipti. Þá sagði stráksi: — Mamma, ætlar þú ekki að gera við mig Ugla sat á kvisti. . .? Maöur nokkur kom til konu sinnar skömmu eftir brúðkaupið og sagði mjög alvarlegur: „Heyröu, vina mín, það er einn ljóður á ráði mínu sem ég hef ekki sagt þér frá en ég álít aö þú eigir að vita um. Ég er litblindur.” Konan leit á mann sinn og sagði: „Það er allt í lagi, góði minn, því það er líka svolítið sem ég á eftir að segja þér: „Ég er svertingi.” Kemurðu enn að biðja um frí, sagði skrifstofustjórinn byrstur við sendisveininn. — Það er fróð- legt að vita hvaða ástæðu þú færir nú fram. Þú ert búinn að vera f jór- um sinnum við útför afa þíns á þessu ári!!!! — Já, og nú er amma að gifta sig í fimmta sinn í dag!! Þaö var mjög spennandi atriöi í kvikmyndinni. Áhorfendur sátu fremst á stólbríkunum yfir sig spenntir. Allt í einu sló hetjan kvenhetjuna utan undir. Magn- þrungin þögnin sem fylgdi var rofin af mjóróma rödd: — Mamma, af hverju slær hún hann ekki aftur eins og þú gerir alltaf? Gesturinn: Hvers vegna ert þú svona lítill, drengur minn? Stráksi: Ætli það sé ekki bara af því að ég er hálfbróðir. — Jæja, hjúkrunarkona, þá skul- uð þér vísa næsta sjúklingi inn. Þaö er víst þessi kynóði! Hjúkrunarkona, heyröuð þér ekki hvað ég var að segja, hjúkrunar- kona.. . 1 guðanna bænum, notaöu báðar hendurnar! hrópaði hún í bíliium. — Ég get það ekki, svaraði hann. — Ég verð að stýra með annarri. Lífið hlýtur að hafa annan tH- gang en að verða stór og sterk- ur. Hjálpið þeim sem sjónvarpið hefur gert ofbeldishneigða. Gef- ið peninga i söfnunina. . . 20. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.