Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 19

Vikan - 19.05.1983, Síða 19
fyrir lestir en þaö hefur enginn getaö fundið leið til aö búa til frystibíla.” O’Neil sló á teikningarnar. „Þangaö til núna. Ég var aö fá einkaleyfi á þessu. Þetta á eftir að umbylta öllum matvælaiönaöi, David.” David leit á teikningarnar. „Ég er hræddur um að ég ráöi ekki mikið af þessu, herra O’Neil.” „Þaö skiptir ekki máli. Þaö sem ég er aö leita aö er fjármagn og einhver sem getur stjórnaö fyrir- tækinu. Þetta eru engir tryllings- legir draumórar. Ég er búinn að tala við helstu matvæla- framleiöendurna. Þetta veröur stórt — stærra en þú getur gert þér í hugarlund. Ég þarf einhvern eins og þig.” „Aöalstöðvar fyrirtækisins veröa í San Francisco,” bætti Josephine viö. David sat þegjandi, melti þaö sem hann var aö heyra. „Segiröu aö þú sért búinn aö fá einkaleyfi á þessu?” „Það er rétt. Ég er tilbúinn til hreyfings.” „Væri þér sama þó ég fengi teikningarnar lánaðar og sýndi þær manni?” „Ég hef ekkert á móti því. ” David fór meö lestinni til Jóhannesarborgar og mælti sér mót við Edward Broderick, eiganda stærstu kjötpökkunar- verksmiöju í Suður-Afríku. „Mig langar að leita álits hjá þér á nokkru.” David rétti honum teikningarnar. „Ég þarf að vita hvort þetta er framkvæmanlegt.” „Ég veit ekkert um frosinn mat eöa sendiferðabíla, en ég veit um fólk sem þekkir inn á slíkt. Ef þú kemur aftur síödegis í dag verð ég búinn aö stefna hingað nokkrum sérfræðingum fyrir þig, David.” Klukkan fjögur síðdegis fór David aftur í pökkunarverksmiðj- una. Hann tók eftir aö hann var taugaóstyrkur, fullur af óvissu, vegna þess aö hann var ekki viss um hvernig hann vildi aö þessi fundur færi. Fyrir tveimur vikum heföi hann hlegið aö hverjum þeim sem heföi nefnt aö hann færi einhvern tíma frá Kruger-Brent. Það var hluti af honum. Hann hefði hlegiö enn hærra heföi einhver sagt honum aö hann myndi íhuga aö stýra litlu matvælafyrirtæki í San Francisco. Þetta var geöveiki, að einu undanskildu: Josephine O’Neil. Það voru tveir menn inni hjá Edward Broderick. „Þetta eru dr. Crawford og herra Kaufman. David Blackwell.” fyrir þá sem vilja vera svolátió „ spes” Alfa Romeo verksmiðjurnar hafa frá upphafi framleitt bíla sem þurft hafa að ganga í gegnum hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um allan heim. Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa Roraeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíræð sönnun þess að vel hefur til tekist. Við framleiðslu á fólksbílum fyrir almennan markað hafa verksmiðjurnar gætt þess fullkom- lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu aksturs- eiginleikum kappakstursbílanna, kraftinum og öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða og fallega ítalska teikning þessa bíls cills staðar verðskuldaða athygh. Verð aðeins frá kr. 239.554 gengi 01.03. '83 Þú ert svolítið mikið „Spes“ ef þú ekur á Alfa Romeo JÖFUR hr Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.