Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 21

Vikan - 19.05.1983, Síða 21
I Landeigendur smáir og stórir GIRÐING ER VÖRN FYRIR VIÐKVÆMAN GRÓÐUR Þú færð allar tegundir af GIRÐINGAEFNI í BYKO Járnstaurar, tréstaurar, gaddavír og girðinganet af öllu tagi. „O’Neil hefði aldrei gert þennan samning hefði Josephine ekki veriðþví samþykk.” „Eg — ég veit ekki hvað skal segja, David.” „Það er ekkert hægt að segja. Nema að ég var næstum búinn aö gera mestu mistök ævi minnar.” Kate gekk að skrifboröinu og tók upp listann yfir umsækjendurna. Hún byrjaði hægt aö rífa hann í sundur. Vikurnar sem á eftir fóru sökkti David sér á kaf í vinnu, reyndi að gleyma beiskju sinni og sársauka. Hann fékk þó nokkur bréf frá Josephine og O’Neil og hann fleygði þeim öllum án þess aö lesa þau. En hann gat ekki slitið hugann frá henni. Kate, sem vissi vel af því hvernig David leið, lét hann vita að hún væri til staðar ef hann þyrfti á henni að halda. Það voru liðnir sex mánuðir síöan David fékk bréfiö frá Tim O’Neil. Á þeim tíma unnu Kate og David áfram náiö saman, ferðuð- ust saman og voru mikið ein saman. Kate reyndi að þóknast honum á allan hátt sem hún gat. Hún klæddi sig fyrir hann, lagði á ráðin um ýmislegt sem hann hafði gaman af og geröi allt sem henni var unnt til að gera líf hans eins hamingjuríkt og hægt var. Að því er hún best fékk séö hafði þetta hreint engin áhrif. Og loksins missti hún þolinmæðina. Þau David voru í Rio de Janeiro að skoða nýja námu. Þau höfðu snætt kvöldverö á hótelinu og voru í herbergi Kate til að fara yfir útreikninga seint um kvöld. Kate var komin í þægilegan slopp og inniskó. Þegar þau voru búin teygði David úr sér og sagði: „Jæja, þá er það búiö í kvöld. Það er best að ég komi mér í rúmiö.” Kate sagöi hljóðlega: „Er ekki tími til kominn aö þú kastir af þér sorgarklæðunum, David?” Hann leit undrandi á hana. „Sorgarklæöum?” „Vegna Josephine O’Neil.” „Hún er horfin úr lífi mínu.” „Hagaðu þér þá þannig.” „Hvað er það þá sem þú vilt að ég geri, Kate?” spuröi hann stutturíspuna. Nú var Kate orðin reið. Reið yfir blindu Davids, reið yfir öllum tímanum sem varpað hafði verið á glæ. „Eg skal segja þér hvaö ég vil að þú gerir — kysstu mig.” „Ha!” „Andskotinn hafi þaö, David! Eg er yfirmaður þinn, fjandinn hirði það!” Hún færði sig nær honum. „Kysstu mig.” Og hún þrýsti vörum sínum aö hans og lagöi handleggina um hann. Hún fann að hann streittist á móti og byrjaði að hrökkva frá. Og svo lögðust handleggir hans hægt utan um líkama hennar og hann kyssti hana. „Kate...” Hún hvíslaöi upp við varir hans: „Eg hélt aö þú ætlaöir aldrei að spyrja...” Þau giftust sex vikum síöar. Þetta var veglegasta brúðkaup sem haldið hafði verið í Klipdrift eöa myndi vera haldið þar. Athöfnin var í stærstu kirkju bæjarins og á eftir var móttaka í ráðhúsinu og öllum boðiö. Þar voru fjöll af mat og óteljandi kassar af bjór, viskíi og kampavíni, tónlistarmenn léku og veislan stóö til morguns. Þegar sólin kom upp laumuöust Kate og David burt. „Eg fer heim og lýk viö að pakka,” sagði Kate. „Sæktu mig eftir klukkutíma.” I fölu ljósi dögunarinnar fór Kate ein inn í stóra húsið og upp í svefnherbergið sitt. Hún gekk yfir að málverki á veggnum og þrýsti á rammann. Myndin flaug frá og í ljós kom peningaskápur í veggnum. Hún opnaöi hann og tók fram samning. Hann var um kaup á Three Star Meat Packing Company í Chicago, kaupandi Kate McGregor. Þar næst kom samningur Three Star Meat Packing Company við Tim O’Neil um kaup á rétti til afnota af frystiaðferð hans fyrir tvö hundruö þúsund dollara. Katc hikaöi sem snöggvast, svo setti hún skjölin inn í skápinn og læsti. Nú tilheyröi David henni. Hann hafði ávallt tilheyrt henni. Og Kruger-Brent hf. Saman myndu þau gera úr því stærsta og voldug- asta fyrirtæki í heimi. 20. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.