Vikan


Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 22

Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 22
Best er að flutningakerfið se þaul- skipulagt. LOGSTKOS Mörg fyrirtæki senda vörur sinar til einnar miðstöðvar. Logistikos — vöruferli — nær yfir öll stig framleiðsluflutnings. „Rétt vara í réttu magni á réttum stað á réttum tíma." Frá alda öðli hefur mikið veriö skrifað og sagt um stríð. Enn þann dag í dag telja menn fram þá kosti sem fylgt hafa stríðsundirbúningi og -æfingum. Nýlega komu saman nær eitt hundrað fulltrúar ís- lenskra iðnrekenda til að bolla- leggja um faggrein sem á rætur að rekja til stríðsstjórnlistar. Gríska heitið logistikos merkir að reikna út eða reikna meö. Á énsku er talað um listina að flytja og koma fyrir herafla og herföng- um, það er að segja logistics. í framleiðsluiðnaði nota menn þetta heiti um aðflutninga til verk- smiöju, skipulag og tækni við geymslu, flutninga innan verk- smiðju og loks dreifingu söluvör- unnar. Athugun meðal 10 íslenskra iðn- fyrirtækja á þessum þætti fram- leiðsluferlisins leiddi nýlega í ljós ýmsar athyglisverðar staðreynd- ir. Fjárfestingar í tækjum og búnaði til flutninga og geymslu eru oft tilviljanakenndar. Stöðlun flutningatækja er óalgeng, of mikiö er um litlar einingar og einnig óalgengt að umbúðir séu staðlaöar. Oft er vinnuaðstaða erfið, aðstaða til móttöku á hrá- vörum og afhendingar á söluvöru slæm og hljótast af þessu miklar, dýrar tafir. Framleiðsluiðnaður byggir ekki lengur á frumvinnslu allra hluta vörunnar, sífellt vex sú tilhneiging að framleiðsla sé að verulegum hluta samsetning á vörum frá öðr- um framleiðendum. Japanir hafa náð mjög langt í að beita aðferða- fræði sem miðar aö sparnaði við alla að- og fráflutninga á fram- leiðsluvörum. Á ráðstefnu Félags íslenskra iðnrekenda á Hótel Loft- leiðum í aprílmánuði síðastliðnum var lögð áhersla á að boðorðið ætti að vera: „Rétt vara í réttu magni á réttum stað á réttum tíma.” Sé framleiðsluferlið vel skipu- lagt frá byrjun til enda tekst oftast að halda birgðum í lágmarki, án þess að þjónustan bíði tjón af. Þegar birgðum er haldiö í lág- marki sparast geymslurými og ekki þarf að verja eins miklum peningum í birgðir af hráefnum eða söluvöru. „Það er hægt að spara allt að 10% veltunnar ef allt flutningakerfi fyrirtækisins er þaulskipulagt samkvæmt þessari flutningatækni,” sagði Thomas Möller verkfræðingur. sem flutti eitt af erindunum á ráðstefnunni. Jón Sævar Jónsson lýsti sænsku dæmi um notkun þessarar aðferð- ar: Öll lyfjafyrirtæki í Svíþjóð senda vörur sínar til einnar miðstöðvar sem sér um að geyma vörurnar og dreifa þeim til lyfja- búða. Vörurnar berast þessu stóra birgðahúsi, eru flokkaðar og send- ar eftir pöntun til lyfjabúðanna í sérstökum kössum sem hæfa flutningabílunum og svo framveg- is. Thomas Möller sagði að kostn- aður við flutninga og geymsluá. heildina litiö væri í Bretlandi um 25 prósent af þjóðarframleiðslu en í Bandaríkjunum 27 prósent. Hann vildi halda því fram að þessi kostnaður væri verulega hærri hérlendis eða um 40 prósent af þjóðarframleiðslunni. Því taldi Thomas fulla ástæðu til aö huga vel að þessum málum og sagði dæmin sýna að lækka mætti þenn- an flutningakostnað um allt að 50 prósent. Miðað við þær upplýsingar sem fram komu í áðurgetinni könnun Thomasar Möllers og Jóns Sævars Jónssonar á 10 iðnfyrirtækjum ætti að vera hægt að spara veru- legt fjármagn með því að huga vandlega að heildarsamhengi að- flutninga, birgðahalds og vöru- dreifingar í íslenskum iðnaði. m 12 Vikan 20. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.