Vikan


Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 25

Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 25
 Undir dynjandi kiappi Bryndís Björk og Sigrún Liija lóttstigar i einu atriðinu. Nýlega útskrifaðist 50 manna hópur úr skóla Módelsamtakanna á tískusýningu á Hótel Loftleiðum. Ekki hafði allt þetta fólk í hyggju að leita að starfi í módelheimin- um. Tvenns konar námskeið voru í gangi hjá samtökunum í vetur. Annars vegar námskeið fyrir verðandi sýningarfólk og hins vegar námskeið fyrir fólk sem hafði áhuga á að öðlast meira öryggi í framkomu og æfingu í að koma fram. Þau námskeiö voru tvískipt, byrjunar- og framhalds- námskeið. Unnur Arngrímsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson fylgdu hinum nýútskrifuðu fyrstu sporin, síðan fylgdust prófdómarar með frammistöðunni. Einn þeirra er Vikulesendum að góðu kunnur, Hreinn Halldórsson sem fyrst kom fram í keppninni Vikan velur módel 1980. „Hann er nýkominn af „herra” -námskeiði í London,” sagði Unnur Arngrímsdóttir í spjalli við Vikuna. „Þetta nám- skeið er mjög eftirsótt og er við London Academy of Modeling.” Hreinn var jafnframt kennari á námskeiðum Módelsamtakanna í vetur. I fyrsta hópnum sem fram kom voru kornungar stelpur, létt- ar í spori og ekki var á þeim aö sjá nein merki um að þær hefðu veriö dauðkvíðnar að koma fram opin- berlega í fyrsta skipti. Þær komu fyrst fram ein og ein, síðan í smá- hópum og loks allar saman. Að lokum var þeim launaö með dynj- andi lófaklappi og afhent skirteini upp á þátttökuna í námskeiöinu. Næsti hópur var einnig ein- göngu skipaður kvenfólki, lítið eitt eldra en sá fyrri og frammistaðan með jafnmiklum ágætum og 1 fyrsta hópnum. Þær fengu einnig sína umbun, lófaklapp og skír- ' teini, og síðan var smákaffihlé og þá gafst tækifæri til að spjalla við nokkra þátttakendur í námskeiðunum. Eftir kaffihlé kom fram hópur, nokkuð öðruvísi samsettur en tveir fyrri. Karlmenn reyndust nefnilega vera í meirihluta í þess- um hópi. Þetta námskeiö var snið- iö fyrir þá sem hafa áhuga á að gera sýningarstörf aö atvinnu sinni um lengri eða skemmri tíma. Sýning þeirra var mjög tískusýningarleg og það vakti sér- staka athygli að enginn staðall á hæö eða þyngd virtist hafa tak- markaö þátttöku. Þarna voru sýnd létt og ljós föt fyrir alla og sýningin öllum sem að stóðu til sóma, eins og annað þetta kvöld. Þrátt fyrir kvíöa, svita og tar, sem fylgja taugaspennunni þegar kom- iö er fram í fyrsta sinn opinber- lega, var heildarmyndin mjög góö og margir hafa sjálfsagt prísað sig sæla að hafa staðist þessa eld- raun og tvíeflst eftir á. Þaö segir kannski sína sögu aö ung systir eins nýbakaðs þing- manns var í hópi þeirra sem voru aö útskrifast og heimiliö hafði ver- iö alveg undirlagt daginn eftir kosningar, ekki vegna þingmanns- ins heldur tískusýningarinnar sem stóð fyrir dyrum. Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th. og Kristján Jónasson Unnur Arngrimsdóttir afhenti þátttakendum viðurkenningar- skjal i lok námskeiðsins og sú sem hór tekur við skjalinu heitir Kristin. 20. tbl. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.