Vikan


Vikan - 19.05.1983, Síða 34

Vikan - 19.05.1983, Síða 34
örugglega björgvin gíslason Með þessari nýju plötu sinni hættir Björgvin Gíslason sér út á úfin mið íslensks poppmarkaöar. A fyrri plötunni, Glettum, var fremur um að ræða plötu gítar- leikara og minni áhersla lögð á lagasmíðar. Björgvin steig þó þar sín fyrstu skref á söngbrautinni og nú skipar Björgvin Gíslason söngvari og lagasmiður fyrsta sætið en gítarinn annaö. Sjö lög eru sungin en f jögur instrumental. Björk í Tappa tíkarrassi syngur eitt laganna. Aðstoöarmenn Björgvins eru þeir Pétur Hjalte- sted hljómborðsleikari og Asgeir Oskarsson trommuleikari. Hljóm- borðin eru mjög áberandi á plöt- unni og útsetningar bera margar keim af tölvupoppi. Eru þetta vissulega grátleg örlög fyrir fyrr- verandi gítarhetju. En Björgvin hefur næga hæfileika til að geta kastað gítarnum (að mestu) ógrátandi frá sér. Söngurinn er aö vísu ekkert mjög aðlaöandi en lagasmíðar eru ýmsar vel yfir meöallagi. Sérstaklega er lagið L.M. Ericsson fyrst á hliö 1 vel gert. Önnur lög á þeirri hliö eru ekki eins góð. Maöur hefur á til- finningunni aö í lögum eins og I takt viö tímann og Lukkutröll hefðu mátt vera markvissari Eríc Clapton Money and Cigarettes Crístopher Cross — Another Page Örugg/ega Björgvin Gís/ason hljómborösútsetningar. Þessi sömu lög hljóma líka svolítið stressuð, viðlagið tekið of oft í fyrrnefnda laginu og yfirleitt of mikið að gerast. I minningu. . . síðast á hlið 1 er ljúft gítarlag og vel gert. Hliö tvö byrjar með því aö Björk syngur lagiö Afi. Hún gerir þaö mjög vel og lagiö er gott. Næst kemur Xylophone sem minnir á Trúbrot. Það er ekki leiðum að líkjast. Afgangurinn af hliöinni er tvö instrumental og eitt sungiö lag, allt góð og gild lög en ná þó ekki verulegu flugi. Textarnir eru flestir eftir Bjart- mar Gíslason. Þeir eru innihalds- miklir en falla ekki alls staðar vel aötónlistinni. Platan er í heild misjöfn, meö góðum sprettum. Björgvin reynir aö höföa til tveggja kynslóöa, sinnar eigin og ungu kynslóðarinn- ar sem alin er upp við diskó og tölvupopp. Mér finnst gaman að bera saman þá Björgvin og Eric Clapton, aðra gítarhetju sem ný- búin er að senda frá sér plötu. Plata Björgvins er ferskari og skemmtilegri, meiri djörfung í lagasmíöum og meiri áhætta tek- in. Þaðernúþað. Útgefandi Steinar hf. Þessar tvær plötur tilheyra þeim hluta tón- listarmarkaðarins sem kallaður er Adult Orient- aded Rock, AOR eða full- orðinsrokk. Það táknar að vænst er að fólk eldra en 20, jafnvel aðal- lega 25 ára, kaupi þessar plötur. AOR-tónlistin er yfirleitt frekar róleg, nokkuð gamaldags og í þeim skilningi heldur lítið spennandi. AOR-tónlistar- menn fara troðnar slóðir og hirða lítt um nýjungar. Þetta á við um báðar plöt- urnar sem hér eru til umræðu. Eric Clapton varð frægur á 7. áratugnum, sérstak- lega fyrir veru sína í hljóm- sveitinni Cream. Hann var þá aðallega þekktur fyrir gítarleik sinn sem þótti frá- bær. Seinna stofnaði hann hljómsveitina Derek & the Dominoes og lék með henni lagið Layla sem líklega er þekktasta tónsmíð hans. Er leið á 8. áratuginn varð Clapton æ háðari eiturlyfj- um en læknaðist að lokum af því. Eftir það fór hann aö spila rólegt blúsrokk meö fáguðu yfirbragði. Nýja platan, Money and Ciga- rettes, kemur eftir þriggja ára hlé en lítil breyting hefur orðið á tónlistinni. Clapton spilar rokkið af mikilli kunnáttu, litlum krafti og litlum frumleik. Sum laganna eru gamlir blússtandardar eftir aðra en Clapton en flest semur hann sjálfur. Að flestu leyti er þetta þægileg plata og vönduð og hæfir sínum markaði vel. Mér finnst hún hundleiðinleg. Cristopher Cross fer nokkuð aðrar leiðir. Tónlist hans hljómar ferskari og hann er færari lagasmiður. Þetta er róleg og falleg músík sem svo að segja lyktar af Los Angeles, sól og hita. Another Page er önnur plata Cristophers. Sú fyrsta náði metsölu og fjölda Grammy-verðlauna. Ég hef ekki heyrt þá plötu svo að ég get ekki dæmt um hvor er betri, en í rauninni er mér alveg sama. Hvorug þessara hljómplatna nær að vekja snefil af áhuga hjá mér. V 34 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.