Vikan


Vikan - 19.05.1983, Page 42

Vikan - 19.05.1983, Page 42
FRAMHALDSSAGA 4. HLUTI Judith Greber Auðveldsvör & Y.J , „Ég — ég var aö gá hvort þaö væri vel lokað.” Coby hélt um hnefann meö hinni hendinni. Adam sneri sér að Boots. Talaði lágt. „Nú spilar hann á píanóiö. Attli þakki.” „Af hverju talarðu við hund? Af hverju leyfiröu hundinum að slefa yfir þig allan? Af hverju í ósköp- unum ætti ég að spila á píanóið? ” „Af því að þegar þú ert reiður spilarðu á það, Crashy.” Coby talaði í gegnum saman- bitnar tennur. „Ég er ekki reiður.” Augu Adams voru dökk og gáfu- leg. „Verð ég að vera einn heima í kvöld?” „Hef ég nokkru sinni, í nokkurt einasta skipti, skiliö þig eftir einan að kvöldlagi? Hvaö gengur að þér?” Sonur hans faðmaði hundinn. „Ég myndi aldrei skilja þig eftir einan heima,” bætti hann viö, heldur blíðari á manninn. Suzannah heilsaði syfjulega og ringluð. „Ráðskonan mín,” útskýrði hann. „Magakveisa. Ég kemst ekki frá, í kvöld aö minnsta kosti. I sóttkví. Stórt skilti til að fæla fólk frá á útidyrahuröinni. Faðir inni. Hættulegt tilfelli. Haldið ykkur í burtu. Tekur á kraftana og dregur úr máttinn. Endist heila kynslóð. ” Geispi Suzannah leyndi sér ekki. „Ég var sofandi. Hvað varstu aö segja?” Hann endurtók söguna. Aö út- skýra þessa hlið mála fyrir Suzannah var líkt og að bera sam- an Matisse og Picasso við Helen Keller. „Æ,” sagði Suzannah. „Ég hlakkaðimikiðtil. . .” „Ég líka. Ég líka.” „Ætli það sé þá ekki. . .” Suzannah virtist vera að vinna úr einhverju flóknu ,,. . .best að þú komir meöhann.” „Takk, en ég held eiginlega ekki að það væri. . Coby roðnaöi af blygðun. Þetta var sonur hans, ekki sýki eða líkamslýti. Sonur hans, ekki einhver óvelkominn. Þetta var sonurinn sem hann haföi langaö svo mikið til að eign- ast, sonurinn sem vildi hann svo mjög. Eilífur hluti af raunveru- leika hans. Öbreytanlega bundinn lífi hans. Ef Suzannah átti einhvern tíma að veröa hluti af lífi Cobys þá hlaut allt sem Coby átti — þar með talinn Adam — að vera viöriðið það. Þetta kvöld kom of snemma, var á vitlausum tíma, en þar sem náttúran haföi breytt hraðanum meðveirum. . . „Væri þér þá sama?” spurði hann. „Nú, hinn kosturinn er — ég á við, við skulum gera það besta úr því sem mögulegt er.” „Við verðum komnir eftir þrjú kortér.” Hann þakkaði henni aftur og lagðiá. „Við? Ég? Áttu viö mig?” Adam virtist ekki síöur á báöum áttum en Suzannah. „Við. Þú og ég. Við erum að faraástefnumót.” „Mér þykir fyrir því hvað við erum seinir,” sagöi Coby í dyra- gættinni. „Ekkert mál. Komið inn, báöir tveir.” Sá styttri horfði upp eftir henni. Ljósrauðir og koparlitir lokkar, risaaugu. Hann leit til skiptis á Coby og Suzannah. Beið. Athugull. Hún sleppti því að kyssa föður- inn í kveðjuskyni og stóð teinrétt og hreinlíf. Ákaflega töfrandi. Siðgæðiseftirlitið í íbúðinni allt kvöldið. „Hæ,” sagði hún. Hún rétti fram höndina. Hann greip hana og þrýsti ákaft. „Jæja!” sagöi Suzannah og los- aði sig. „Látið fara vel um ykkur. Ég þori að veöja aö þiö eruö svangir. Ég verð tilbúin eftir andartak.” „Er ekki fallegt hérna?” spurði Coby son sinn. Adam sat í hvíta sófanum með litla tösku með bókum og litum í kjöltunni. „Það er tómlegt. Og borðstofuborðið er í stofunni. ” „Þetta er kallaö borðkrókur. Af hverju bíðurðu ekki hér meðan ég fer og gæti aö hvort ég get eitthvað hjálpað Suzannah. ” Suzannah var að ausa upp súpu. „Þarftu aðstoö?” Coby kyssti hana aftan á hálsinn. Hún hætti og brosti til hans. „Hann er indæll, Coby. Eins og krakki í kornflex-auglýsingu.” Hún meinti þetta sem hrós en hún haföi búist við, einhvern veg- inn haft þörf fyrir, eitthvaö sem líktist föðurnum meira. Augun voru þau sömu, vantaði ekki annað en dökku umgjarðirnar 42 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.