Vikan


Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 45

Vikan - 19.05.1983, Qupperneq 45
FRAMHALDSSA GA og rautt satínhjarta. „Ég mundi ekki hvort súkkulaöiö eöa rósirnar komuáundan.” „Ég vissi þaö aldrei. Þaö eina sem ég heyrði var „súkkulaöi semur, en séniverinn kemur”. Mætti ég því bjóöa þér áfengan drykk?” Hann hristi höfuðið. „Hvað þá um mig? Mætti bjóöa þér mig? Þú mátt sleppa matar- >oöinu, kvikmyndunum, skyggnu- sýningum, dansleikjum, veislum, ollum þessum gömlu undan- 'örum. Þaö líöur yfir mig viö olóm og sælgæti. Ég er reiðubúin aö fórna dýrmætustu eigu hverrar konu. Núna á stundinni.” „Þú ert ómöguleg,” sagði hann hlæjandi þegar hún þrýsti sér nær honum, breyttist í vafningsvið, festist og óx út úr honum. „Ég elska bros þitt,” kurraði íún. „Elska handleggi þína, overnig háriö liðast hérna. Elska bakvööva þína, bogann niöur aö þessum næstum frumstæöa bak- hluta.” Hún losaði belti hans. „Ó, og magann þinn, ég elska hann og ég elska. . . Coby? Ætlaröu aö standa fast á þessu veitingahúsi núna?” „Hvaða veitingahúsi? Hver?” „Sló þetta gamaldags kjána- skapnum ekki alveg viö?” Hún varpaði af sér lökunum og fór fram, kom aftur meö súkkulaöiö. Hún setti hjartalagaðan kassann á rúmiö og opnaði lófann. „Ég keypti gjöf handa sjálfri mér í dag. Mig langar að sýna þér hana.” Hún rétti honum litla tré- mynd af austurlenskum manni meö grett andlit, sem hvorki sýndi gleöi né hryggð. „Er hann ekki indæll? Hann er „til-hamingju-þú- ert-á-réttri-leið” gjöf. Nýr frí- dagur sem ég fann upp. Ég hef alltaf veriö hrifin af netsúkum.” Hann setti upp gleraugun og skoöaði fyrst litla manninn, síöan Suzannah. „Á réttri leið hvert?” Hún valdi sér mola með mokka- kremi. „Til dimmgræna landsins. Til smaragösborgarinnar. Ég sé frjósaman sjóndeildarhringinn jafnvelmeöan viðtölumsaman.” Hún valdi annan mola. Hún gat dekrað við sjálfa sig eins og hana lysti. í dag hafði hún fjárfest fyrir helminginn af láninu, vildi ekki lengur neina töf vegna þess að T&R virtist ekki ætla aö láta deigan síga. Verðið hafði veriö 8 þegar hún byrjaði að kaupa fyrir hálfum mánuöi. í dag hafði hún með tvöföldun 76.000 dollara í gangi og T&R voru í 13 1/2. 38.000 dollara innleggið var nú aö mjak- ast í 100.000 dollara og skiptin, yfirtakan, tvöföldunin var enn framundan. „Og hvað ætlarðu að gera við milljónirnar?” Hann rétti henni netsúkann aftur. „Hvað myndi þér þóknast? Hvað myndir þú vilja vera eða gera?” „Þú vilt ekki glitrandi alhæf- ingar?” „Nei. Ég vil vita um hvað þig dreymir. Nákvæmlega.” Hún hallaði undir flatt og hugsaði. „Gamalt fágað hús í bænum. Hátt til lofts og gamall viður. Éallegt, bæði að utan og innan. Ferðalög. Frí. Heimurinn. Þegar ég er komin með höfuðstól, sjálfstætt fyrirtæki sem sér um fjárfestingar. Mitt fyrirtæki. Og. . . . hús á ströndinni. Gler og sedrusviður á stöngum yfir sandöldu. Og —” „Fólk?” „Hvernig spurning er þetta? Auðvitað. Áttu viö þig? Ertu að reyna að vera ástleitinn? Þú hefðir ótakmarkaðan aögang, opið heimboð. O, ég get ímyndað mér þig leika tónlist viö arineld, synda meö mér í sjónum og svo. . .” Hún hallaði sér nær honum, dró lakið neðar og kyssti á harða blettinn við beinið í miðju brjósti hans. Sem varð til þess að hún missti af ygglibrúninni á honum. Hún tók eftir að hann þagði og settist upp aftur. „Af hverju ertu svona þung- búinn? Hvað er að? Síöbúið þung- lyndi eftir samfarir? Ertu ekki hamingjusamur? Skemmtirðu þér ekki?” „Núna í svipinn?” Hann strauk fláúelsblett á rúmteppinu. „Ég er meira en hamingjusamur meö þér. Allt er hreinlega of mikið í lagi og þannig er það alltaf.” Hún kyssti aftur dökka lokkana á bringu hans. „Er það svona dapurlegt a ð ég verði rík ? ” „Það skiptir ekki máli.” „Af hverju þá þennan heims- endasvip? Hérna, fáðu þér meira konfekt. Kannski er blóðsykurinn lágur.” „Ég braut mikið heilann í gær- kvöldi. Ég veit aö þetta er of snemmt. Ég ætla mér ekki svo mikiö að vilja segja fyrir um við- burði eða tilfinningar. En það sem ég sagöi, það sem ég veit með vissu, er að ég vil fá lífiö til baka.” „Heyrðu, Coby? Viö skulum hætta svona tali. Ertu til í að borða?” „Og — ég vil ekki setja mig í stellingar. Ég er ekki aö safna eymd og volæði. Þannig að ef ég get, jafnvel þó ég ýti á eftir því, jafnvel þó það sé of snemmt — langar mig til að tala. Vegna þess að ég er hræddur um að við stefnum í árekstur, að fyrr eða síðar lendum viö saman og við fullkomnum hvort annað. ” „Andskotinn!” Hún þrammaði fram úr rúminu og fór í bómullar- kjólinn. „Þú ert að eyöileggja allt!” „Það er ekki það sem ég vil. Ég vil bara tala.” „Jæja.ég vil þaöekki!” „Vandinn er sá aö að svo miklu leyti sem þaö er hægt svona strax elska ég þig.” „Ekki tala um ást!” Hún kreppti hnefana og hörfaöi í mitt herbergiö. Hann dró af sér ábreiöuna og fór framúr, leitaði að fötunum sínum og klæddi sig meðan hann talaði. „Hvað á ég aö kalla það?” spuröi hann um leið og hann renndi upp buxnaklaufinni. „Þarf ég að finna upp nýtt orð?” Þau mjökuðu sér frá kuðluðum rúmfötunum, opinni hjartalaga öskjunni í því miðju, súkkulaði- molunum sem voru dreifðir um lökin. Hún stappaði niður fæti. „Þú ert aðeyðileggjaallt!” „Eyðileggja? Vegna þess að ég elska þig? Eyðileggja? Af hverju finnst þér það ógna þér svona mik- ið?” „Það er ekkert ógnandi. ” „Rangt. Eitthvað er það. Hvað er það?” Hún hörfaöi eitt skref enn. „Þú vilt of mikið. Það er það sem er að. Of mikið.” „Viltu ekki vera elskuö? Ekki aöeins að elskast, heldur aö vera elskuð?” „Ég er ekkert viðrini. Ekki gera mig að — allir vilja —” „Þú ert búin að fá þaö. Eða kýstu heldur að láta þig bara langa? Er þaö auðveldara en að kljást viö það? Hvað með þaö þó þaö sé of snemmt að nefna töfra- orðiö? Að þekkja þig lengur bætir bara við það sem mér finnst. Ég veit þegar að þú ert ekki fullkom- in. Ég veit að þú hleypur hratt, að þú... ” „Hættu þessu... ” „Ekki grípa fram í fyrir mér. ZO. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.