Vikan


Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 47

Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 47
FRAMHALDSSAGA — að — þessi fáfróðu fífl eru þarna úti og hamingjusöm! ” Og svo var hann farinn. Fífl. Miöhluti heila hennar sagði fífl. Fífl, endurtók hann þar sem hún hékk á sófabakinu. Fífl. Fífl. Hærra og hærra, glymjandi, gjall- andi jámbjalia sem sveiflaðist í æ stærri sveig. FÍFL, FÍFL. Hljóð- bylgjur sem breiddu úr sér, hring- uðust um hana, herbergið, húsið. FÍFLFÍFLFÍFLFÍFL! Suzannah sat við skrifboröið sitt og hélt um höfuðið. „Gærkvöldið er liðið.” Allan morguninn hafði hún þurft að heyra sjálfa sig halda því fram að allt væri í góðu lagi. Nóttin hafði verið svo löng, full af púkum sem potuðu í hold henn- ar, sökuðu hana um afbrot og endalaus mistök. En nóttin var lið- in. Hún hafði leikið á hana og lifaö hana af vegna þess að hún var sterk og hún vissi hver hún var. Enginn karlmaður, engin ást, eng- in karlmannstæling skyldi verða eiturlyf hennar, veikja og deyfa varnir hennar. Hún þvingaði sig til að vinna, gerði pantanir, keypti og seldi, prúttaði og krafðist þar til æða- slátturinn varð sterkari og skjálft- inn sem hafði kvalið hana alla nóttina og allan morguninn hvarf úr henni. „Er allt í lagi?” spurði Nick einu sinni. „Þú ert alltaf að and- varpa.” „Það er allt í lagi.” Hún byrjaði að trúa því. Hún skrifaði talnaröð á gulu minnisblokkina sína og tölurnar hugguöu hana. Tölur voru hreinar, hlutlægar en höfðu harðan veruleikann að baki sér. ,4 „Þrjátíu.” Talan hennar í dag. Aldur hennar, frá og með þessum degi. „Fimm hundruð fimmtíu og þrír.” Númerið á íbúðinni hennar. Þar sem hún bjó. Hún reiknaði út umboðslaunin sem hún hafði unnið sér inn síö- asta klukkutímann, reiknaði töl- una út með ástríðu kabbalista sem trúði því að þarna væri dulmál að ráða, að ein tala gæti sagt henni allt sem hún vildi vita um heim- inn. Hún leit á strimilinn, kinkaði kolli þegar hún sá að T&R var í 16. Hún skrifaði þá tölu líka hjá sér. Svo reiknaði hún hluti sína á nýjan leik, hagnað sinn. Hún var með meira en 36.000 dollara hagnað á þessum bjarta vetrardegi. Og skilin, yfirtakan, tvöföldunin á þeirri tölu að minnsta kosti — glóði enn í fram- tíöinni. 'Tvisvar sinnum 112.000 gerði 224.000 dollara. Ef lánið var dregið frá — enn þessi 68.000 og bankalánið — auk þeirra 8.000 sem hún hafði haft í upphafi.,. og hún hefði 148.000 dollara hagnað. Hún teiknaði kassa utan um töluna, krotaöi sólargeisla sem streymdu frá hliðum hans, strikaði undir hverja tölu og bætti upphrópunar- merkjum við: 148.000 dollarar!!! Jafnvel þó að nákvæmar tölur breyttust eitthvað var hún sann- færö um að hún myndi græða eitt- hvað nálægt þessu. Ef fáeinir fleiri slíkir atburðir yrðu í lífi hennar yrði hún frjáls. Sterk. Aldrei aftur öðrum háð, aldrei undirmaður neins, þyrfti aldrei að borga leigu fyrir svæði sem hún ætti ekki, aldrei að fylgja reglum sem hún setti ekki sjálf. Kvöldið áður hjaðnaði, dökknaði eins og gömul filma í hvítu ljósi dagsins. Mikið hafði hún fljótt orð- ið háð ánægjunni sem Coby veitti, mikið hafði hún verið fljót á sér að gera dagatöl þar sem hann birtist reglulega. Mikið haföi hún verið barnaleg. Hann var frábrugðinn öðrum. Hún gat enn játaö það. Hreinskiln- AUDIOVOX - BIIMATONE Hjá okkur getur þú gert ótrúlega hagstæð kaup á hljómflutningstækjum í bílinn! AUDIOVOX BIIMATONE AUDIOVOX mw <HM»i994 » «»0 ■ »»<> ■ ass-vy> TfrioSTiHSSo I itSo 'tóZ* m * trnKmmmmm ( ■ / Pacific AVX-685 - Magnari 45 RMS W. Tónjafnari. Utvarp FM-MW. Utvarp með LW og MW, fast stöðvarval. Verö 30% afs,áttur Verð áður. 11-580.. Verð nú: 7.990,- með hátalara: 1.620.- XVt^v i °l v I r j I i? 9 -Q 9 Q ■ M 60*M nC’f'i *Ofch< tektu *Ofch< HY ÞAfvS AMP-500 Magnari 50 RMS W. Tónjafnari. 15% afsláttur. Verð áður 2.290.- Verð nú: 1.947.- AMP-600 Magnari 60 RMS W. Tónjafnari. 15% afsláttur. Verð áður: 2.990,- Verð nú: 2.540.- SAHARA Magnari 14 RMS W. Segulband, útvarp með FM-MW-LW. Verð með tveimur hátölurum: 4.300,- _________________ UC-10 Segulband, hraðspólun áfram. Tónstillir. Balancestillir. Verð: 1.980.- (Gengi9. 5. 19831 THUNDERBIRD Útvarp með LW og MW. Verð með hátalara 1.160.- C-988 Segulband. Hraðspólun i báðar áttir. Tónstillir. Balancestillir. Verð: 2.960.- AVX-680 Magnari 50 RMS W. Mjög fullkomið Dolby- kerfi. Segulband, útvarp FM og MW. 30% afsláttur. Verð áður: 12.630.- Verð nú: 8.840.- Alft ti/ hljómflutnings fyrir: HEIMILIO - BÍLinifíl OC DISKOTEKIÐ ÁRMULA38 Selmuld megm 10SREVKJAVIK AIMAH 11133 R.1in POSTH(JLF 1366 Sendum i póstkröfu. 20. tbl. Vifcan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.