Vikan


Vikan - 19.05.1983, Page 62

Vikan - 19.05.1983, Page 62
PÓSTURIM Stundargaman? Elsku Póstur! Nú verður þú hreint út sagt að hjálpa mér. Sko, þannig er málið 'vaxið: Eg er hrifin af strák. Eg hitti hann nokkrum sinnum í viku en talaði aldrei við hann þangað til einu sinni að ég fór t partí. Þá urðu sumir drukknir, ekkert rnjög mikið samt. Jceja, við kynntumst og smelltum okkur á ball. A ballinu dönsuðum við mikið saman og líka allra síðast. Síðan fórum við út að keyra eftir ballið og vorum saman þá nótt. Síðan ákvað ég að fara heim og það var o.k. Við sögðumst hittast eftir tvo daga og það gerðum við en þá talaði hann ekki einu sinni við mig. Við vorum með fullt af fleiri krökkum og brostum bara hvort til annars. Svona hðu dagarnir, ég sá hann nokkrum sinnum en við töluðumst ekki við. Síðan hitti ég hann á balli, þá kom hann og bað mig að dansa. Við gerðum það og vorum saman þá nótt. Síðan hef ég séð hann oft en hann virðir mig ekki PÓSTURINN viðlits eða gerði það ekki þangað til eina helgi. Þá vorum við stödd á sama staðnum og ef ég yrti á hann þá brosti hann, svaraði með fáum orðum og var svo farinn. Eg elti hann ekki því það er fátt sem ég þoli verr en uppá- þrengjandi manneskjur. Eg hef oft verið að hugsa um hvort ég hafi bara verið stundargaman hjá honum en svo kemur fyrir að hann gefur margt ískyn, þ.e.a.s. eins og honum sé ekki sama um mig. Eg ætti kannski að spyrja hann en feimnin er að drepa mig. Svo er nú skólinn að hætta og þá sé ég hann ekki meir nema eitthvað gerist, ég verð brjáluð að hugsa um það. Hann er 4 árum eldri en ég. Eg gœti alveg komið boðum til hans ef ég vildi því ég þekki góðan vin hans og kærasta vinar hans er með mér í tíma en ég þori einfaldlega ekki að tala viðþau um þetta þó ég viti að þau viti að við vorum þarna saman. Hvað skal taka til bragðs? Vonandi sérðu einhverja lausn. Landi. Það er erfitt að velkjast í óvissu sem þessari. Strákurinn hefur greinilega ekki mikinn áhuga á þér þótt þér finnist hann gefa ýmislegt í skyn. Þegar maður er ástfanginn túlkar maður oft ýmislegt sem gerist á hinn undarlegasta hátt. Sennilega hefur þú þegar gert þér grein fyrir þessu en ef þú ert enn í vafa þá skaltu ekkert vera feimin að ganga úr skugga um þetta, t.d. með því að koma boðum til hans gegn- um vin þinn eða kærustu vinar hans, en best er að tala beint við hann sjálf. Það er óþarfi að eyða dýr- mætum tíma úr lífi sínu í að bíða og vona, best er að fá málin á hreint. Ef strákurinn vill ekkert með þig hafa verðurðu auðvitað fyrir áfalli en það tekur fljótt af, miklu fljótar en þessi óþolandi óvissa. Svo skaltu bara bíða eftir því að eitthvað skemmtilegt gerist. Það kemur annar inn í líf þitt fyrr en varir, engin hætta á öðru. Bogart, Bergman & co. Kœri Póstur. Eg þakka fyrir gott blað, ég er trúr og tryggur asdvjf- andi að Vikunni. Eg ætla að biðja þig bónar. Getur þú komist að því hvort til eru aðdáendaklúbbar gömlu kvikmynda- leikaranna Humphrey Bogart, Ingrid Berman eða William Holden. Efsvo er, geturðu þá birt póstá- skriftir þeirra? Greinin sem þið birtuð fyrr í vetur um Ingrid Bergman var mjög góð. Eg vona að þetta ómerkilega bréf mitt fari ekki t ruslið (bið að heilsa Helgu). Með fyrirfram þakklæti, Kvikmyndaáhorfandi. Það er nú það. Upplýsingar um horfnar kvikmyndahetjur hggja ekki á lausu. Mér dettur tvennt í hug: Verið gæti að einhver lesandi Vikunnar lumaði á upplýsingum um aðdáendaklúbba viðkom- andi leikara. Ef svo er þá er hinn sami beðinn um að senda umsvifalaust fu 11 - nægjandi upplýsingar. Hin leiðin er að skrifa til við- komandi kvikmyndafélaga í Hollywood og biðja um upplýsingar. Það má reyna að hafa utanáskriftirnar svona: Humphrey Bogart Fan Service c/o Warner Bros. Hollywood, USA. 62 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.