Vikan - 22.09.1983, Síða 50
E/dhús
Vikunnar
Umsjón: Jón Ásgeir
Lasanja (Lasagne) Ravíólí með Tómatsósa
kryddaðri
tómatsósu
Um það bil 12 blöð af Lasagne-núðlum eða 1
uppskrift af núðlum (sjá meðf. I.
Fylling:
315 grömrn kjöthakk
1 laukur
1 hvítlauksrif
2 matskeiðar olía
1 dós afhýddir tómatar
1 /2 dðs sveþpir
1 bolli rauðvín
óreganó, salt, pipar
1 hnífsoddur sykur
1 sléttfull matskeið sósuduft (dökk sósa)
Ljós sðsa:
1 pakkiljós sósa (.t hálfan lítra)
1 /2 lítri mjólk
125 grömm rifinn gouda-ostur
salt
parmesan-ostur
smjörklíþa
Fyllingin: Losið kjöthakkið í sundur,
blandið teningssneiddum lauk og hvítlauk
saman við og snöggsteikið í sjóðheitri olíu.
Bætið tómötum, sneiddum sveppum og
vökvanum af hvom tveggja út í og sjóðið um
það bil 10 mínútur við vægan hita í loklausu
íláti. Bætið rauðvíni og kryddi saman við og
látið suðuna koma upp. Gerið sósuna þykka
með sósudufti og bragðbætið eftir þörfum.
Sósan: Blandið saman mjólk og sósudufti
og hitið. Látið ostinn bráðna í sósunni og
bragðbætið með salti.
Fletjið núðludeigið þar til það er 1 mm á
þykkt. Skerið það í 10 cm langa og 6 cm
breiða ferhyrninga. Sjóðið deigbútana þar
til þeir em fastir í sér og látið þá liggja á
diskaþurrku meðan vatnið rennur af. Berið
feiti innan í bökunarform og raðið í það
lögum af núðlum, kjötfyllingu og sósu.
Efsta lagið á að vera þunnt ostasósulag.
Sáldrið parmesan-osti yfír og smjörklípum.
Bakið lasanja-réttinn neðst í 220 gráða
heitum ofni í 20 mínútur. Berið salat fram
með lasönjunni.
1 uppskrift núðludeig (sjá meðf.)
1 eggjahvita til að pensla með
Fylling:
250 grömm kjöthakk
3 pylsur
2 laukar
1 —2 hvítlauksrif
2 matskeiðar olía, salt, pipar, rósmarín,
thymian, óreganó
1 lítil dðs tómatmauk
2 matskeiðar sýrður rjómi
1 teskeið Ijóst sósuduft (úr bréfi)
Snöggsteikið kjöthakk, pylsubita, lauk-
og hvítlauksteninga í olíunni og saxið á
meðan kjötið í sundur með spaða. Bætið
saman við kryddi, tómatmauki, sýrðum
rjóma og sósudufti. Látið sjóða í öllu saman.
Bragðbætið.
Fletjið núðludeigið út í tvo eins milli-
metra þykka fleti. Setjið eina teskeið af fyll-
ingu á annan deighlutann með 4 sentímetra
millibili. Penslið báða deighluta að innan
með eggjahvítum.
Leggið lausa deighlutann yfír hinn. Ýtið
deiginu niður á milli fyllingarinnar með
skaftinu á sleif, langs og þvers. Skerið
ravíólíið í bita með bylgjulaga skurðhjóli.
Sjóðið í 8 mínútur í miklu saltvatni sem
blandað hefur verið í 3 matskeiðum af olíu.
Veiðið úr vatninu og látið renna af bitun-
um. Berið fram ásamt sósu og parmesan-
osti.
1 heildós af tómötum
1 laukur
1 hvítlauksrif
2 matskeiðar smjör
2 matskeiðarþurrt sérrí
salt, pipar
1 hnífsoddur sykur
Merjið tómatana í mauk og þrýstið í
gegnum sigti. Fínsaxið lauk og hvítlauk,
glærsteikið í smjöri, bætið tómatmaukinu
saman við og látið sjóða í öllu. Bragðbætið
sósuna.
Núðludeig, ljósar núðlur
375 grömm hveiti
1 hnífsoddur salt
2 matskeiðar vatn
1 matskeið olía
3 egg
Setjið hveitið á plötu og myndið holu í
miðjunni. Bætið öllu öðru x miðjuna og
hnoðið deigið í að minnsta kosti 5 mínútur
þannig að það verði teygjanlegt og hægt sé
að rúlla það út án þess að það rifni. Geymið
deigið í 30 mínútur í lokuðu íláti eða vafíð í
diskaþurrku. Skiptið því síðan í 3—4 hluta
og fletjið það út á hveitiborinni plötu svo að
það verði 1 mm þykkt. Síðan má skera úr
því núðlur með hvaða lögun sem vill.
50 Vlkan 38. tbl.