Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 15

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 15
19 ára pólsk þjóðhetja Pólskir lögregiumenn börðu Grzegorz Przemyk til dauóa í maímánuði síðastliðnum. Ljóð þessa nítján ára menntaskólanema eru með mest lesnu neðanjarðarritum í Póllandi og má segja að hann hafi verið tek- inn í dýrlingatölu. Ljóð eftir Grzegorz Przemyk: Enn nálgumst við klettinn mikla, rísum og hnígum á víxl. Af hæsta hnúki horfum við á stjörnur rísa og ganga til viðar, en föllum sjálf þegjandi og óskum einskis. Skuggarnir einir birtast á ný, ef til vill, og við flögrum inn í algleymið. Hann lét lífið „fyrir misskiln- ing” ef maður notar orðalag yfir- valda í Póllandi. Grzegorz Prz- emyk var aðeins nítján ára þegar lögreglumenn drápu hann en hef- ur samt orðið nokkurs konar dýrl- ingur andspyrnuhreyfingarinnar í Póllandi. Ljóð sem hann orti á menntaskólagöngu sinni njóta nú almennrar lýðhylli og berast með leynd milli manna. Athafnir lögreglunnar áttu að hafa áhrif á móöur Grzegorz, hún heitir Barbara Sadowska, 52 ára rithöfundur. Hún var meðlimur í rithöfundasambandinu sem her- foringjarnir bönnuðu í ágúst síðastliðnum. Barbara var einnig virk í mannréttindahreyfingunni KOR og starfaöi með pólskum prestum við að hjálpa ofsóttum stjórnarandstæðingum. Stjórnvöld í Póllandi vissu aug- sýnilega hve kært sambandið var milli móður og sonar og ætluðu að öllum líkindum að þjarma að henni með því að taka soninn í yfirheyrslu. Hann var handtekinn ásamt tveim vinum sínum 12. maí síðastliðinn þegar þeir voru aö koma úr skólapartíi í Fugger- kjallaranum í Varsjá. Ástæða handtökunnar var sögð „nánari athugun á persónuskilríkjum”. Grzegorz var skilinn frá skóla- félögunum og fariö með hann í hliðarherbergi. Þaðan bárust bráðlega hávær kvalaóp. Einn af þeim sem heyröu til sagði síðar: „Svona æpir aðeins maður sem óttastumlíf sitt.” Nítján ára unglingurinn var skömmu síðar fluttur meðvitund- arlaus á slysavarðstofu. Læknir þar fann ekki neina áverka svo að móðir Grzegorz fór með hann heim. Þar rankaöi hann við sér og skýrði frá því að hann hefði verið barinn illa á lögreglustöðinni. En heilsu hans hrakaði skjótt og hann var fluttur á sjúkrahús tveim dög- um eftir að hann kom af lögreglu- stöðinni. Við nána rannsókn komu í ljós slæm meiðsli á milta, lifur og smáþörmum. Uppskuröur gat engu bjargað og Grzegorz dó sam- dægurs. Jarðarförin fór fram að við- stöddum fimmtíu þúsundum manna. Pólverjar voru svo hneykslaöir að jafnvel ritskoðuð dagblöð birtu óþægilegar spurn- ingar frá lesendum. Rithöfundur- inn Wiktor Woroszylski fékk birt opið bréf til aðstoðarforsætisráð- herrans Mieczyslaw Rakowski. Hann spurði: „Hvað verður gert til að koma í veg fyrir að bömin okkar — pólsk æska — sé með- höndluð eins og versti óvinur ríkis- ins og ekki hikað við að berja ungt fólk, jafnvel til dauða á götun- um?” Stjórnvöld hafa kosið þögnina. Öðru hverju er þó tilkynnt að rannsókn málsins standi enn yfir. Barbara Sadowska lifir í ótta síð- an sonur hennar var drepinn, hún fer vart út úr íbúðinni við Mars- zalkowska-götu. Vinir hennar standa vakt heima hjá henni til að varna að henni verði unnið nokk- urt mein. Skólafélagar Grzegorz hafa uppi þögul mótmæli, þeir mæta í kennslutíma með svart sorgar- band um upphandlegginn. Á hús- veggjum og strætisvagnastöðvum getur að líta litla seöla með krossi og nafni Grzegorz Przemyk. Þannig fær innbyrgð reiði og hat- ur í garð kúgarana útrás. 52. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.