Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 15
19 ára pólsk þjóðhetja
Pólskir lögregiumenn börðu Grzegorz Przemyk til dauóa í maímánuði
síðastliðnum. Ljóð þessa nítján ára menntaskólanema eru með mest
lesnu neðanjarðarritum í Póllandi og má segja að hann hafi verið tek-
inn í dýrlingatölu.
Ljóð eftir Grzegorz Przemyk:
Enn nálgumst við klettinn mikla,
rísum og hnígum á víxl.
Af hæsta hnúki horfum við á stjörnur rísa og
ganga til viðar,
en föllum sjálf þegjandi og óskum einskis.
Skuggarnir einir birtast á ný, ef til vill,
og við flögrum inn í algleymið.
Hann lét lífið „fyrir misskiln-
ing” ef maður notar orðalag yfir-
valda í Póllandi. Grzegorz Prz-
emyk var aðeins nítján ára þegar
lögreglumenn drápu hann en hef-
ur samt orðið nokkurs konar dýrl-
ingur andspyrnuhreyfingarinnar í
Póllandi. Ljóð sem hann orti á
menntaskólagöngu sinni njóta nú
almennrar lýðhylli og berast með
leynd milli manna.
Athafnir lögreglunnar áttu að
hafa áhrif á móöur Grzegorz, hún
heitir Barbara Sadowska, 52 ára
rithöfundur. Hún var meðlimur í
rithöfundasambandinu sem her-
foringjarnir bönnuðu í ágúst
síðastliðnum. Barbara var einnig
virk í mannréttindahreyfingunni
KOR og starfaöi með pólskum
prestum við að hjálpa ofsóttum
stjórnarandstæðingum.
Stjórnvöld í Póllandi vissu aug-
sýnilega hve kært sambandið var
milli móður og sonar og ætluðu að
öllum líkindum að þjarma að
henni með því að taka soninn í
yfirheyrslu. Hann var handtekinn
ásamt tveim vinum sínum 12. maí
síðastliðinn þegar þeir voru aö
koma úr skólapartíi í Fugger-
kjallaranum í Varsjá. Ástæða
handtökunnar var sögð „nánari
athugun á persónuskilríkjum”.
Grzegorz var skilinn frá skóla-
félögunum og fariö með hann í
hliðarherbergi. Þaðan bárust
bráðlega hávær kvalaóp. Einn af
þeim sem heyröu til sagði síðar:
„Svona æpir aðeins maður sem
óttastumlíf sitt.”
Nítján ára unglingurinn var
skömmu síðar fluttur meðvitund-
arlaus á slysavarðstofu. Læknir
þar fann ekki neina áverka svo að
móðir Grzegorz fór með hann
heim. Þar rankaöi hann við sér og
skýrði frá því að hann hefði verið
barinn illa á lögreglustöðinni. En
heilsu hans hrakaði skjótt og hann
var fluttur á sjúkrahús tveim dög-
um eftir að hann kom af lögreglu-
stöðinni. Við nána rannsókn komu
í ljós slæm meiðsli á milta, lifur og
smáþörmum. Uppskuröur gat
engu bjargað og Grzegorz dó sam-
dægurs.
Jarðarförin fór fram að við-
stöddum fimmtíu þúsundum
manna. Pólverjar voru svo
hneykslaöir að jafnvel ritskoðuð
dagblöð birtu óþægilegar spurn-
ingar frá lesendum. Rithöfundur-
inn Wiktor Woroszylski fékk birt
opið bréf til aðstoðarforsætisráð-
herrans Mieczyslaw Rakowski.
Hann spurði: „Hvað verður gert
til að koma í veg fyrir að bömin
okkar — pólsk æska — sé með-
höndluð eins og versti óvinur ríkis-
ins og ekki hikað við að berja ungt
fólk, jafnvel til dauða á götun-
um?”
Stjórnvöld hafa kosið þögnina.
Öðru hverju er þó tilkynnt að
rannsókn málsins standi enn yfir.
Barbara Sadowska lifir í ótta síð-
an sonur hennar var drepinn, hún
fer vart út úr íbúðinni við Mars-
zalkowska-götu. Vinir hennar
standa vakt heima hjá henni til að
varna að henni verði unnið nokk-
urt mein.
Skólafélagar Grzegorz hafa
uppi þögul mótmæli, þeir mæta í
kennslutíma með svart sorgar-
band um upphandlegginn. Á hús-
veggjum og strætisvagnastöðvum
getur að líta litla seöla með krossi
og nafni Grzegorz Przemyk.
Þannig fær innbyrgð reiði og hat-
ur í garð kúgarana útrás.
52. tbl. Vikan 15