Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 13
Kennslan fór fram á ensku því
þarna var eins og áöur er sagt
bresk nýlenda. En í Ghana eru
fjögur aðaltungumál og þar með
fjórir aðalættbálkar, en þar að
auki fjölmargar mállýskur. En á
þessum fjórum tungumálum
getur fólkið nokkurn veginn skilið
hvert annað.
Ljós í frumskóginum
Viö höfðum mikil samskipti við
innfædda. Auk þess sem ég kenndi
við skólann vorum við stöðugt á
ferðinni í skóginn og inn í þorpin
til þess að vitja um fólkið og konan
mín að hjúkra eftir mætti. Við
héldum samkomur og vorum með
litla ljósavél sem við gátum gang-
sett. Við hengdum upp 4—5 feta
flúrlampa, vorum með skugga-
myndavél og kvikmyndasýninga-
vél og sýndum myndir. Þegar
kviknaði á ljósunum og vélarnar
fóru í gang var það algjör opinber-
un fyrir fólkið því það hafði aldrei
séð neitt þessu líkt. Og af því við
vorum að tala um það áðan
hvernig kristniboðinu væri tekið
þá er það alltaf mikil opinberun
þegar maöur kemur meö þessa
hluti. Síðan fengum viö
fatasendingar að heiman og
deildumút fatnaði og gáfum allt
sem við gátum. Þörfin er svo
mikil að fólkið verður fegiö.
Líf í stöðugum
ótta og undirokun
Gagnrýni á kristniboð á rétt á
sér svo langt sem hún nær. Vestur-
landabúar hafa farið að mörgu
leyti óhyggilega að ráöi sínu. Við
fórum til þessara landa, ætluðum
aö kippa fólki upp úr sínum eigin
farvegi, klæða það í vestræna
skikkju hvaö snerti menntun,
menningu og trúfræði. Þetta var
auðvitað af góðum huga gert. Ég
held að við þurfum að mæta þessu
fólki þar sem það er. Hvað menn-
ingu þess snertir; að það standi á
sínum eigin menningargrundvelli
en við bætum hana með öllu sem
kristindómurinn og vestræn
menning getur veitt. Hvað trúna
sjálfa snertir er það þar sem
gagnrýnin kemur hvað haröast
fram og margur hefur sagt að við
ættum að leyfa þessu fólki að vera
í friði í trú sinni. Hér er talað af
góðum hug en um nokkuð sem við
vitum ekkert um fyrr en við hrær-
umst í því. Þetta fólk er ekki eins
og sagt er „sælt í sinni trú”. Það
er það alls ekki. Fólk lifir í stöðug-
um ótta og stöðugri andlegri
þrælkun. Öttinn er við illa anda
sem eru tilbeðnir. Fólkið lifir í
stöðugum ótta við þessa illu anda,
gengur út í eld og vatn og leggur
allt fram sem það á til að blíðka
andana. Það kemur kannski með
barnið sitt fárveikt til töfralæknis-
ins og leggur fram svo og svo mik-
iö sem hann krefur það um, ef til
vill tvær geitur eða fimmtíu kíló af
hrísgrjónum eftir því hvað hann
setur upp. Fólk reynir að safna
þessu saman til þess að bjarga
barninu sínu. Hann syngur sinn
seið og gerir allar sínar kúnstir en
barnið deyr. Það er aldrei honum
að kenna. Því næst kemur yfirlýs-
ingin: „Þú borgaðir ekki nógu
mikið, andarnir voru ekki
ánægðir, þess vegna tóku þeir
barnið.” Þannig lifir fólkiö í
stöðugum ótta og undirokun. Eitt
það stórkostlegasta sem maður
getur séð í mannlegu lífi er aö sjá
mismuninn á þessu fólki og þeim
einstaklingum sem öðlast hafa
skilning á kærleikanum og fyrir-
gefandi náð og frelsi sem ekki þarf
að vera óttablandið. Það er mesta
lausn sem þetta fólk getur hlotið.
Og þess vegna er kristniboð eins
og það ætti að vera af besta toga
spunnið, það besta sem við getum
gert fyrir þetta fólk.
Þessi mynd er tekin af Jóni Hjörleifi við skírnarathöfn í Ghana.