Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 43

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 43
FRAMHALDSSAGA Lash klæddi sig í sloppinn og hellti sér í glas, sat svo þegjandi um hríö, staröi fram fyrir sig með yggldri einbeitingu meöan Dany horföi á hann og sagöi ekkert. Loks stóö hann snöggt á fætur, lauk úr glasinu í einum gúlsopa, setti frá sér tómt glasið og fór aftur inn í svefnherbergið. Hann var f jarverandi í svona tíu mínútur og þó Dany heföi fegin viljaö fara á eftir honum, ein- göngu af hræðslu viö að vera skilin eftir ein, komst hún aö því að hún var of uppgefin til aö hreyfa sig. Hún einblíndi hrædd á opnar dyrn- ar og sá á endanum skugga hans færast á ný yfir vegginn. Hann kom aftur inn í stofuna, yggldi sig þungbúinn og blandaði í annaö glas sem hann rétti Dany. „Það er best aö þú drekkir þetta. Þú lítur út fyrir að þurfa eitthvað sterkara en vatn og þú mátt ekki láta bugast núna. Mig langar aö tala viöþig.” Hann hellti öðrum og töluvert sterkari sjússi í glas handa sjálf- um sér og settist svo í sófann and- spænis henni. „Ég er að komast á þá skoðun,” sagði Lash, „að þetta sé flóknara, en virðist við fyrstu sýn. Það lítur út fyrir að náunginn þarna inni hafi lagt heilmikið á sig. Og hann ætlaði ekki að ná í peninga. ’ ’ „Égsagðiþér. . ,”byrjaðiDany aftur. „Uss! Nú er ég að segja þér frá þessu. Hann kom ekki inn um gluggann á svefnherberginu. Hann braut gluggann á baöinu og kom inn þá leið. Það var töluvert af mínum eigum og flestar þínar í búningsherberginu og hann hefur heldur betur skoöað þaö, sprengt upp alla lása sem ekki voru opnir og rótað í öllu klabbinu. En að því er ég best fæ séð hefur hann ekki tekið neitt — nema þá aö þú hafir verið með gimsteina- safn eða eitthvað. Varstu með mikla peninga í töskunni þinni? Eða skartgripi?” „Nei,” hvíslaði Dany. „Ég á ekki marga skartgripi. Ekki nema næluna þarna og úrið og perlu- festi, demantsnælu og eitthvað af gerviskarti sem var í snyrtitösk- unni minni.” „Og er þar enn,” sagði Lash. „Það hefur ekki verið hreyft við því. Og heldur ekki perluerma- hnöppunum mínum og svolítið áberandi ermahnappasafni eða gull- og platínukveikjara og sígar- ettuveski og fáeinum öðrum langt frá því ódýrum smágripum. Að ekki sé nefndur góður slatti af feröatékkum. Hvað af þessu sem vera skal eöa það allt er einmitt heppileg stærð í buxnavasa manns. Þó tók hann það ekki. Af skyldi þaðvera?” „Ég sagði þér þaö,” sagði Da/iy ífjórða sinn. „fieyrðu, hættu nú að tala, gerðu það. Þetta er eintal, ekki sam- ræöur. Ég er að flokka stað- reyndirnar. Búningsherbergið og allt sem í því var var yfirfarið ná- kvæmlega. Leitin var á þann veg að aðeins var leitað að einhverju einu: einhverju alveg sérstöku. Og ég get þess til aö hefði þetta eina fundist hefði gesturinn þinn fariö út sömu leið og hann kom og það hefðu ekki orðið meiri vand- ræði. En af því að hann fann ekki það sem hann var að leita að kom hann inn í svefnherbergið þitt. Þar sem ekki er hægt að leita gaum- gæfilega í svefnherbergi meðan einhver sefur í rúminu ætlaöi hann að grípa til klóróformsins. Ef þú hefðir ekki vaknað þegar þú vaknaðir hefðir þú ekki vitað í þennan heim eða annan: Þú hefðir verið í roti og þegar þú vaknaöir seint og um síðir hefði þér kannski verið svolítið óglatt — en það hefði verið allt og sumt. Nema hvað meöan þú heföir legið í rotinu heföi svefnherbergið þitt fengiö sömu meðferð og búningsher- bergið. Jæja, hef ég á réttu að standa eða ekki?” Það fór hrollur um Dany og hún vafði teppinu þéttar utan um sig og Lash svaraði eigin spurningu: „Ég þori aö veðja að ég hef á réttu að standa! En hvað gerum við nú? Það er sex hundruð þús- und dollara verðlaunaspurningin. Jæja, ég skal segja þér það. Aftur á bak.” Hann drakk djúpt og Dany sagði fýlulega og horfði á glasið í höndum hans: „Já, ég get séð það.” Lash glotti til hennar. „Ég skil við hvað þú átt, ljúfan. En þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Eg hef í hyggju að vera fullkomlega ódrukk- inn. Þetta er bara lyfjafræðilegt: Hjálp til að hugsa. Og þessa stundina þurfum við að hugsa hratt og tilþrifamikið því ég sé aö ég var langt frá því rétta í fyrsta mati mínu á aðstæöum.” „Ég veit ekki við hvað þú átt,” sagði Dany. Viskíið sem Lash hafði gefið henni gerði hana svolítiö ringlaöa í kollinum og henni leið betur. En ekki mikið. „Þú einbeitir þér ekki,” sagöi Lash. „Manstu hvernig viö hittumst? Þú varst læst úti og á meöan þú varst ekki í herberginu umsneri einhver öllu þar. En sá hinn sami hirti ekki peningana þína eða skartgripina. Það sýnir að hann var að leita aö einhverju öðru.” „Vegabréfinu mínu,” sagði Dany óþolinmóö. „Ég hef ekki trú á því — ekki lengur þó ég játi að ég trúði því einu sinni. Það virtist augljóst þá og þar held ég að okkur hafi orðið á í messunni. Af hverju skyldi einhver umsnúa öllu við aö leita að einhverju sem er nákvæmlega þar sem búast má við að finna það? I töskunni þinni, beint fyrir framan nefið á honum. Við hefðum átt að gera okkur grein fyrir því. Það liggur í augum uppi. Það var allt of andskoti auðvelt að komast inn í þessi svalaherbergi á Airlane — svo fremi sem maður bjó þar. Það ætlaði eflaust einhver að reyna að nota klóróformið á þig um sexleytið að morgni. Það er auðveldara en fálma sig um í myrkri og flestir eru steinsofandi á þeim tíma nætur. Viðkomandi var eflaust þegar kominn á sval- irnar eða stóð bak við gluggatjald- ið þegar þú sparaðir honum heil- mikla fyrirhöfn með því að fara að sækja blaöið og læsa þig úti. Það að taka vegabréfið og koma byssunni þarna fyrir var eflaust nokkuð sem honum kom í hug eftir á þegar hann fann ekki þaö sem hann leitaði að. Svo þú færir ekki úr landi með eitthvað sem hann vildi fá og þú hefur undir höndum. „En ég er ekki með neitt! ” and- æfði Dany, var aftur byrjuð að skjálfa. „Þaó hlýtur að vera. Og ég er reiðubúinn að veðja við þig fimm þúsundum á móti tyggjó- plötu að ég veit hvað þaö er! Hvað gerðir þú við bréfið sem lög- fræðingur Tysons lét þig fá — ná- unginn sem var skotinn?” Augu Dany þöndust þar til þau virtust risastór í náhvítu andliti hennar og hún stóð skjálfandi og hélt teppinu þétt aö sér. „Nei! Nei, það getur ekki hugsast. Það var bara bréf. Þaö gæti ómögu- lega. . .” , „Auðvitað er það það. Það getur ómögulega verið nokkuð annað! Spurningin er, ertu ennþá með það?” „Já. Ég — ég held það.” Dany var hás og andstutt. „Hvar?” „Ég held að það sé enn í kápu- vasa mínum. I kamelullarkápunni sem hangir í skápnum.” Lash stóð á fætur og fór inn í svefnherbergið, kom aftur með Ijósa, víða kápu. „Er þetta hún?” Dany kinkaði kolli og hann stakk hendi niður í annan djúpan, silkifóðraðan vasann og dró upp krumpaðan bréfmiða, tvo bleika strætómiða, reikning sem búið var að kvitta á og þrjá smápeninga. I hinum vasanum var fleira bita- stætt. I honum var, ásamt andlits- þurrku og spjaldi með nælum, venjulegt umslag sem áritað var „Tyson Frost, Esq. Boðsendist”. Lash lét kápuna falla á gólfið, skar umslagið upp og dró út inni- haldið. Þetta var annað umslag, af annarri gerð. Þetta var gert úr handgeröum pappír, gulum af elli, samanbrotið og innsiglað að sið þeirra tíma þegar enn voru til menn sem ekki notuðu tilbúin um- slög. Á því var engin utanáskrift, ekki annað en þunglamalegt inn- sigli með skjaldarmerki Frost- ættarinnar og hrokafullum einkennisorðunum „Ég tek það ég vil”, talan 74389 og upphafs- stafirnir E.T.F. ritaðir með upp- lituðu bleki. „Konur!” sagöi Lash. „Og þú varst allan tímann með þaö í vas- anum!” Hann settist á sófann og starði á hana, hristi höfuðið og leit svo aftur niður á innsiglað umslagið. „Það sem ég get ekki skilið er af hverju hann fann það ekki þegar hann rótaði í dótinu þínu á Air- lane. Ég býst við að hann viti ekk- ert um kvenfólk, annars skyldi maður ætla. — Heyrðu, bíddu aðeins! Sagðir þú ekki eitthvað um að þú hefðir skilið einhverja kápu eftir á kvennaklósetti? Var þaðþessi?” „Já,” svaraði Dany og átti enn í erfiðleikum meö rödd sína. „Ég — ég gleymdi henni. Hún var þar alla nóttina.” „Það er ástæðan. Þetta kemur allt heimog saman.” Hann starði á litla, innsiglaða böggulinn sem hann hafði í höndunum og þagði að því er virt- ist ákaflega lengi. Það var svo hljótt í herberginu að Dany gat heyrt dauft tifið í úrinu hans og letilegar loftbólurn- ar springa við barminn á glasinu 52. tbl. Víkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.