Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 44
sem hún hélt enn í hendi sér. Lash var þreytulegur og þungbúinn og undarlega framandlegur. Engu var líkara en hann væri allt í einu orö- inn henni framandi, maður sem hún vissi hreint ekki neitt um. Þögnin byrjaði að fara í taugarnar á henni og hún stóð sig að því að vera aftur farin að horfa á svefnherbergisdyrnar og hlusta af alefli á öll dauf hljóð sem bárust utan úr nóttinni. Var brotni glugg- inn á baðinu ennþá opinn? Haföi Lash haft hugsun á að læsa dyrunum á milli baðherbergis og búningsherbergis? Ef maðurinn kæmi nú aftur — og það með byssu eða hníf en ekki baðmull vætta í klóróformi? Lash tók til máls, hægt og með undiröldu eins og hann væri að tala við sjálfan sig en ekki Dany. „Já. . . þannig er það auðvitað. Þetta er það eina sem kemur heim og saman. Núna man ég þaö. Þú sagðist hafa hringt. Þú hringdir í lögfræðing Tysons og spurðir hvort þú gætir komið að finna hann um morguninn en ekki sídeg- is. Það þýðir að þú áttir að koma þangað síðdegis og einhver vissi það, en ekki aö þú hefðir breytt tímanum, og hann ætlaði að koma á undan þér — til aö ná þessu!” Hann fleygði litla umslaginu upp í loftið og greip það aftur. „Þess vegna var peningaskápurinn auðvitað opnaður.” „En hr. Honeywood. . . Af hverju skyldi einhver myrða hr. Honeywood?” „Vegna þess að peningaskáp er ekki hægt að opna án lykla — nema maður sé atvinnuþjófur. Og hver svo sem það var, sem elt- ist viö þetta, vissi ekki að þú hafð- ir oröið á undan honum og bjóst við að finna það í peningaskápn- um.” „En — en hann var með byssu. Hann hefði getað þvingað hr. Honeywood til að opna skápinn. Hann þurfti ekki að drepa hann! ” „En ef hann hr. Honeywood þinn þekkti náungann? Ég vildi gjarnan vita hvað er á þessum snepli.” Lash hampaöi umslaginu hugsi og sagði: „Ég er ekki viss nema við ættum að líta á þetta. „En þú getur það ekki. Tyson á bréfiö! Og þaö er innsiglað. Þú getur ekki rofið innsiglið. „Get ég það ekki? Af hverju heldurðu það? Þaö er eitthvað í umslaginu sem er mannslífs virði. Einhver var fús til að myrða Honeywood með köldu blóði til að ná bréfinu og þeir eru ekki margir sem hætta á dauðarefsingu fyrir smámuni.” „Þetta er bréfið hans Tysons,” sagði Dany þrjósk og rétti út hönd- ina eftir því. Lash yppti öxlum og rétti henni það. „Ég ætla ekki aö segja „Gættu þess betur næst ” því mér sýnist að þér hafi hreint ekki tek- ist illa upp á þennan fáránlega hátt þinn. En í guðanna bænum láttu það ekki liggja á glámbekk, því hver svo sem er á höttunum eftir því hefur nokkuð góða hug- mynd um hver er með það.” Dany horföi hrædd á hann. „Eg — mér datt það ekki í hug. Það merkir. . .” Rödd hennar dó út og hún skalf stjórnlaust. „Einmitt!” sagði Lash þurr- lega. „Það er einhver sem hefur elt þig frá London og hlýtur að hafa verið í sömu flugvél og við. Og þaö sem meira er, það er einhver sem veit vel að þú ert ekki ungfrú Ada Kitchell frá Milwaukee!” Vekjaraklukkan hringdi skrækt og gaf til kynna að nú væri klukkan orðin fimm að morgni. Dany vaknaði í annað sinn þennan morgun, komst að því aö hún hafði slæman höfuðverk og var ekki bara í brúðaríbúðinni meö karl- manni heldur líka í brúðarsæng- inni. Siðgæðis hafði veriö gætt aðeins að nafninu til og jafnvel þeir allra víðsýnustu hefðu naumast viljað við það kannast: Ungfrú Ashton var vafin í rúmfötin en hr. Lashmer J. Holden yngri, ennþá klæddur í sloppinn, lá endilangur fyrir utan þau. Dany drap tittlinga framan í hann í fölri skímu morgunsins og rifjaði upp meö neyöarlegum skýrleika að það hafði verið móðursjúk og ókvenleg krafa hennar sem lá að baki þessu hneykslanlega ástandi. Hún hafði, mundi hún, neitaö ofboðslega og þverskallast við að vera skilin eftir ein. Sambland skelfingar og viskís hafði umbylt verðmæta- mati hennar og siðfræðin sem þarna kom við sögu hafði ekki lengur neina merkingu fyrir henni þegar hún var borin saman við þær skelfilegu framtíöarhorfur að vera aftur skilin eftir ein í dimmu svefnherberginu. Lash geispaöi og teygði úr sér og þegar hann var risinn upp við dogg horfði hann á rjóðar kinnar hennar og skelfd augu með skiln- ingi og nokkurri skemmtun. „Þegar á allt er litið er þetta ákaflega hlýlegt og heimilislegt,” sagði hann góölátlega. „Ég get ekki ímyndað mér hvað er að verða um ungu kynslóöina. Hvaö myndi elsku Harriet frænka þín segja ef hún sæi þig núna! ” „Eða elsku Elf þín!” hreytti Dany út úr sér en iðraðist þegar í stað. „Stúlka, stúlka, stúlka!” sagði Lash og lét sér hvergi bregöa. Hann velti sér fram úr rúminu. Hann stóð á fætur, geispaði ákaflega og neri órakaða höku sína, tilkynnti svo aö best væri að hún yrði kyrr meðan hann færi á undan í bað og rakaði sig: „Og ekki fara aö hringja á herbergis- þjónustuna fyrr en ég er á bak og burt. Því minni auglýsingu sem við fáum því betra.” Dany eyddi tímanum við að vefja siffonklút um innsiglaða umslagið. Hún stakk því svo djúpt niður í kápuvasa sinn sem hægt var og nældi siffonslæðuna við fóðrið með stórri öryggisnælu. Þannig tryggði hún að minnsta kosti að enginn gæti hnuplað úr vasa hennar án þess að hún yrði vör viðþað. Þar sem lítill tími var til stefnu tók hún við baðherberginu á meðan Lash klæddi sig og um leiö og hún var fær um að svara ef barið væri að dyrum fór hann burt og eftirlét henni að pakka niöur. Hann hafði lokið morgunverði þegar Dany birtist í matsalnum og var farinn út á veröndina, þar sem hún sá hann út um dyrnar vera að ræöa við frú Bingham, Millicent Bates og fölan, renglu- legan mann sem var svolítið kunnuglegur. Amalfi, markgreif- inn, Larry Dowling og arabinn, Salim Abeid, voru líka á verönd- inni, stóðu í hópi rétt hjá þeim, geispuðu við og við og héldu uppi samræðum til málamynda meðan þau biöu líkast til eftir leigubíl eða -bílum. Dany brá við að sjá Salim Abeid. Hún haföi ekki gert sér grein fyrir því að hann hefði lfka búið á hótelinu og hún var að melta þetta og hvað það gæti hugsanlega merkt þegar Lash hraðaði sér aftur inn í matsalinn og að borðinu hennar. „Náunginn þarna úti,” sagði Lash formálalaust, „er einka- ritari elsku stjúpa þíns, Ponting. Þú skalt gæta þess að fara varlega og halda þér saman. Hann lítur kannski út eins og fólk ímyndar sér upplitaða innanhússarkitekta — og kýs að tala þannig — en það er ósköp fátt að litlu gráu heila- frumunum hans og því skaltu ekki gleyma!” „Svo sá er maðurinn!” sagði Dany og létti. „Ég vissi að ég hafði einhvern tíma séð hann áöur.” „Detti mér nú —! Heyröu, ég hélt að þú hefðir sagt... ” „0, ég hef aldrei hitt hann áður,” sagði Dany hraðmælt. „Ég hef bara séð mynd af honum. Hann var á nokkrum myndum sem Lorraine sendi mér.” Lash varpaði öndinni. „Guðveri lofaöur fyrir það! Sem snöggvast hélt ég að við værum komin í meira klandur. Jæja, hafir þú séð af honum myndir þá þori ég aö veðja að hann hefur séð talsvert margar af þér, svo í almáttugs bænum vertu varkár. Tómstunda- gaman hans er að grafa upp upplýsingar og slúðra um þær og á því sviði getur hann tekið í læri hvaða kvenmann sem vera skal! Hann var óþolandi spurull í gær- kvöldi. Það virðist hafa átt að koma einhver ungfrú Ashton og hann botnar ekkert í því að hún hafi ekki komið.” „Drottinn minn!” sagöi Dany skömmustuleg. „Hann hefur ekkert gert í því, er það nokkuð? ” „Það er ekki sérlega mikið sem hann getur gert, eða hvað? Annað en að hringja á Green Zero skrif- stofuna og þaö gerði hann í gær. Þeir voru ekkert að liggja á því en sögðu aö ungfrú Ashton hefði afpantað fariö sólarhring fyrir brottför og hann varö að gera sér það að góðu. En hann er enn með heilmikiö húllumhæ yfir þessu og ef ekki hefði verið þessi fjandans tönn hans hefði hann mætt fyrstur manna á flugvöllinn í gær þegar ég var ekki í neinu ástandi til að grípa í taumana. Það er dapurlegt að tannlæknirinn hans skyldi ekki gefa honum of stóran skammt af gasi meðan hann var að þessu og losa okkur þannig við félagsskap hans í dag. En maður getur víst ekki fengið allt. Ekki sitja lengi yfir kaffinu. Við förum eftir tíu mínútur.” Þau óku í gegnum Nairobi í morgunsvalanum og aftur kom að eldrauninni með vegabréfin og embættismennina. En loks voru þau komin í brottfararsalinn og FRAMHALDSSAGA 44 VíKan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.