Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 12
klesst í og þannig geröir veggir.
Kofarnir eru byggðir í hring og
sést hvað margar konur karl-
maðurinn á því það er einn kofi
fyrir hverjakonu!
Allir reyna að framleiða eitt-
hvað til að selja. Þegar Ghana
fékk sjálfstæði 1957 var allt hvítt
fólk rekið burt nema læknar,
kennarar og kristniboðar. Síðan
tóku Ghanamenn sjúkrahúsin og
skólana líka í sínar hendur og
settu innfædda í störfin. I landinu
hefur átt sér stað mikil valdabar-
átta, hver byltingin á fætur ann-
arri frá því að landið fékk sjálf-
stæði og við þaö hefur siðgæðið
hrunið í rústir. Þetta hefur komið
fram í atvinnulífinu því aö þeir
sem unnu við framleiðslustörf
hættu aö leggja sig fram þegar
þeir sáu hvernig herforingjaráðið
eyddi öllu fjármagni og stakk í
eigin vasa. Framleiðslan hrundi
og iðnaöurinn er meira og minna í
molum. Fólkið lifir á því sem það
getur ræktað og innflutningur er
harla lítill. Hrísgrjón eru aðal-
uppistaðan í fæðu landsmanna.
Mikið er skorið út af hlutum og
húsgögnum úr tré.
Fátæktin er feikilega mikil og
jafnvel fólk sem alist hefur upp í
fátækt hér á landi getur alls ekki
gert sér það í hugarlund. 1 Ghana
eru reyndar myndarleg verslun-
arhús frá nýlendutímanum með
hillum eftir endilöngum veggjun-
um en allar gjörsamlega tómar,
þaö er ekkert til. Við þurftum að
fara til annarra landa til þess að
kaupa í matinn og kaupa þá fyrir
þrjá mánuði í einu. Við fórum til
Tógó, Efri-Volta og Fílabeins-
strandarinnar. Þar er ástandið
miklu betra því þetta voru allt
franskar nýlendur og þegar þær
fengu sjálfstæði slitu þær ekki
sambandið við Frakkland. Ghana
hjó hins vegar á öll tengsl við
Bretland.
Ættbálkaskipulagið er eitt
stærsta vandamál þjóðarinnar
Milli ættbálkanna í iandinu er
feikilega mikil togstreita og hefur
verið svo um aldir. Ættbálkastríð-
in eru kafli út af fyrir sig. Þetta er
ein hliðin á Afríku sem við höfum
ekki skilning á nema við hrær-
umst í því. Þá er fjölskyldubáknið
innan ættbálkanna mikiö vanda-
mál. Þar er það vald öldungsins
sem gildir. Þetta birtist helst
þannig að til dæmis ungir Afríku-
menn, læknar eða lögfræðingar,
menntaðir á Vesturlöndum, snúa
heim og ætla að gera eitthvað mik-
ið fyrir fólkið sitt. Þá koma feður,
föður- eða móðurbræður, afar eða
langafar og segja: „Heyrðu, hvað
ætlar þú þér, drengungi?” Allt
vald er í höndum öldungsins.
Annaðhvort gefast þessir menn
upp og falla inn í samfélagið eða
þeir flytjast burt.
Þá er það kerfið þeirra sem
byggist á ættarhöfðingjanum sem
er nánast goð í augum fólksins.
Síðan koma undirhöfðingjar og
undir-undirhöfðingjar og svona
koll af kolli. Allt er þetta mikið
bákn og afar þungt í vöfum. Hvað
gerist í þessum málum í framtíð-
inni er erfitt að segja um en þetta
heftir mjög alla framþróun.
Kristniboð við
erfiðar aðstæður
Trúboðsstöðin sem við vorum á
er búin að starfa í 40-50 ár sem
skóli og kristniboðsstöð. Skammt
þaðan frá var byggt sjúkrahús
sem trúboðarnir starfræktu og
sjúkraskýli víðs vegar, en síðar
var þetta allt tekið undir stjórn
landsins. Þegar við vorum í
Ghana voru öll þessi sjúkrahús
meira og minna komin í niður-
níðslu í höndum innfæddra og þeir
voru að biðja trúfélögin að taka
þau aftur í sínar hendur til þess að
hægt væri að þjóna fólkinu. En
kristniboðsfélögin voru treg vegna
þess að þau gátu alltaf átt von á
því að þetta yrði tekið af þeim
aftur. Kringumstæður voru því
mjögerfiðar.
Flestallar kristnar kirkjudeild-
ir reka starfsemi í Ghana. Konan
mín er lærð hjúkrunarkona og
vann við hjúkrunarstörf í upphafi
dvalar okkar. En þá var leitt í lög
að erlendir hjúkrunarfræðingar
mættu ekki starfa því það þýddi að
þeir tækju störf frá þeim inn-
fæddu. Hvítir læknar fengu eitt-
hvað að starfa áfram en stefnt var
að því aö allt væri þetta í höndum
innfæddra.
Þjóðernisvakning og viðhorf
til kristniboðs
Þjóðernisaldan sem gekk og
gengur yfir Afríku boðaði „burt
með hvíta manninn”. En aftur á
móti er viðhorfið gagnvart kristni-
boðanum þannig að ef hann getur
látið eitthvað í té, hefur eitthvað
að gefa, þá er hann umborinn.
Neyðin er svo mikil að almenning-
ur tekur opnum örmum hverjum
sem getur veitt einhverja hjálp.
Annað sem hefur ef til vill að ein-
hverju leyti áhrif ennþá er að hinn
andlegi leiðtogi í Afríku fyrr á tið
var ákaflega valdamikill, í raun-
inni nokkurs konar goð.
Töfralæknirinn og galdraprestur-
inn voru menn sem höfðu vitund
fólksins í hendi sér þannig aö
presthugtakið er ákaflega hátt
skrifað í huga almennings. Þessi
hefð ræður miklu um að enn þann
dag í dag er kristniboðinn sem
slíkur virtur.
Kristniboðið tekur tíma. Inn-
lenda trúin er ákaflega djúprætt.
Eldri kynslóðin er alin upp og mót-
uð af henni áöur en kristindómur-
inn kom til. Fólkið á mjög erfitt
með að losna úr viðjunum og ef
eitthvað bregöur út af hrekkur það
við af ótta. En yngri kynslóðin og
börnin sem alast upp eins og hjá
okkur á kristniboðsstöðinni og í
skólunum, þar sem þau fá strax að
kynnast hinni kristnu hugmynd
um kærleikann, frelsið og öryggið,
verða auðvitað miklu móttæki-
legri.
XX Vikan SZ. tbl.