Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 24

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 24
Texti: Árni Daníel, Þórey, Anna Ársuppgjör í poppinu '83 Eins og í fyrra birtum við ársuppgjör í poppinu. Mikil umbrot hafa verið í popptónlist á árinu eins og eðlilegt er í lifandi menningu. Mörg nöfn sem voru ofarlega á baugi í fyrra eru nú horfin og önnur komin í staðinn. Annars hefur upplausn og deyfð helst einkennt bransann í ár, fyrir utan hljómleikana í Höllinni, sem voru bæði margir og stórir, og heimsóknir erlendra hljómsveita voru óvenju tíðar. Bubbi Morthens/Egó Bubbi Morthens var mjög áber- andi á árinu en þó ekki fyrst og fremst sem poppstjarna heldur sem vísnaskáld. I samvinnu við Megas geröi hann vinsælustu plötu ársins, Fingraför. Egó var ekki mjög áberandi, hvorki í út- varpi né á plötum, en var samt nokkuð dugleg að spila á tónleik- um. Mannahald var eitt mesta vandamál Egó á árinu og þó sér- staklega trommarahald. Undir lok ársins fréttist af því að Egó myndi ekki senda plötu á jóla- markaðinn en í stað þess var gefin út safnplatan Línudans með Bubba. Megas Einn af merkilegustu atburöum ársins var endurkoma meistara Megasar. í samvinnu við bræðurna Tolla og Bubba sendi hann frá sér lög á tveimur plötum, annars vegar Fingraför meö Bubba og hins vegar The Boys from Chicago meö Ikarus og Tolla Morthens. Síðan kórónaði meist- arinn verk sitt á hljómleikunum 10. september í Laugardalshöll, þar sem hann kom fram í fyrsta skipti opinberlega í fimm ár. Mezzoforte Einn af merkilegustu atburöum ársins var að sjálfsögðu frægð Mezzoforte í útlöndum. Það var lagið Garden Party sem braut ísinn og á eftir fylgdi mikil sala stóru plötunnar Surprise, sur- prise, sem kallast Mezzoforte 4 hér á landi. Hljómsveitin fylgdi þessum vinsældum eftir með því að ferðast um Bretland og nokkur önnur Evrópulönd og halda hljóm- leika. Hljómleikaplata, tekin upp í Dominion í London, kom út hér heima á jólamarkaöinn og var vel tekiö. Hljómsveitin hefur sterka stööu á sínum markaði sem jass- rokksveit og fróðir menn telja aö vinsældirnar muni haldast og halda áfram að aukast ef hljóm- sveitin helst saman. Það þarf nefnilega sterk bein til að þola góða daga. Undarlegur millikafli í Mezzo- fortesögunni var þegar Herb Albert heyrði Garden Party á 33 snúninga hraða, varð hrifinn af og tók það á nýrri plötu sinni. Hann lýsti því síöar yfir aö hin út- gáfa lagsins væri eins og hún væri spiluð af Mikka mús og félögum! Bara-flokkurinn Bara-flokkurinn geröi töluvert að því að spila í Reykjavík á árinu en náöi þó ekki að spila á neinum af stóru tónleikunum. Hann hélt utan í sumar, fór til Lundúna og geröi stóru plötuna GAS, sem kom út nokkru fyrir jól. Bara-flokkurinn er nú eflaust ein besta hljómsveit sem íslendingar eiga, traust, vönduð og kemur efni sínu mjög fagmannlega til skila. Þeir í Bara-flokknum hafa sloppið við þátttöku í bransanum hér syöra og hefur það eflaust hjálpaö þeim mjög aö geta verið í friði við tónsköpun sína á Akureyri. Fylg- ist með Bara-flokknum! Vonbrigði Besta rokkhljómsveit ársins hlýtur að teljast Vonbrigði. Hún hefur haldið dampi allt árið á meðan aðrar hljómsveitir hafa verið aö leysast upp eða átt í hvers kyns vandræðum. Vonbrigði spiluðu á fjölda tónleika og urðu betri í hvert sinn. Um mitt ár kom út stóra platan Kakófónía þar sem drengirnir opinberuöu snilli sína á sviði rokktónlistar af pönk- tegund. Hljómsveitin náði ýmsum tengslum utanlands á árinu, samningi við Shout-útgáfuna í London og spilaöi á hljómleikum í Stokkhólmi. Okkur hér á Vikunni tókst aö ná fyrsta viðtalinu við hljómsveitina sem talandi er um, en annars gekk henni vel aö tjá sig í pressunni og nú undir lok ársins er hljómsveitin ekki lengur neðan- jarðarhljómsveit heldur komin upp á yfirborðiö svo um munar. Grýlurnar Grýlurnar sýndu góða frammi- stöðu á fyrri hluta árs með Máva- stellinu þótt það væri misjöfn plata. Um mitt ár fóru að koma brestir í hljómsveitina. Herdís bassaleikari gekk úr skaftinu og auglýsti bassamagnarann sinn og Ragnhildur Gísladóttir fór með Jakob Magnússyni til Ameríku til þess aö læra á músíktölvur. Hvað út úr því kemur er óráöið en við munum minnast Grýlanna fyrir að vera fyrsta kvennahljómsveit- in. Þótt þeim hafi ekki tekist að 24 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.