Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 24
Texti: Árni Daníel, Þórey, Anna
Ársuppgjör í poppinu '83
Eins og í fyrra birtum við ársuppgjör í poppinu. Mikil
umbrot hafa verið í popptónlist á árinu eins og eðlilegt er
í lifandi menningu. Mörg nöfn sem voru ofarlega á baugi
í fyrra eru nú horfin og önnur komin í staðinn. Annars
hefur upplausn og deyfð helst einkennt bransann í ár,
fyrir utan hljómleikana í Höllinni, sem voru bæði margir
og stórir, og heimsóknir erlendra hljómsveita voru óvenju
tíðar.
Bubbi Morthens/Egó
Bubbi Morthens var mjög áber-
andi á árinu en þó ekki fyrst og
fremst sem poppstjarna heldur
sem vísnaskáld. I samvinnu við
Megas geröi hann vinsælustu
plötu ársins, Fingraför. Egó var
ekki mjög áberandi, hvorki í út-
varpi né á plötum, en var samt
nokkuð dugleg að spila á tónleik-
um. Mannahald var eitt mesta
vandamál Egó á árinu og þó sér-
staklega trommarahald. Undir
lok ársins fréttist af því að Egó
myndi ekki senda plötu á jóla-
markaðinn en í stað þess var gefin
út safnplatan Línudans með
Bubba.
Megas
Einn af merkilegustu atburöum
ársins var endurkoma meistara
Megasar. í samvinnu við
bræðurna Tolla og Bubba sendi
hann frá sér lög á tveimur plötum,
annars vegar Fingraför meö
Bubba og hins vegar The Boys
from Chicago meö Ikarus og Tolla
Morthens. Síðan kórónaði meist-
arinn verk sitt á hljómleikunum
10. september í Laugardalshöll,
þar sem hann kom fram í fyrsta
skipti opinberlega í fimm ár.
Mezzoforte
Einn af merkilegustu atburöum
ársins var að sjálfsögðu frægð
Mezzoforte í útlöndum. Það var
lagið Garden Party sem braut
ísinn og á eftir fylgdi mikil sala
stóru plötunnar Surprise, sur-
prise, sem kallast Mezzoforte 4
hér á landi. Hljómsveitin fylgdi
þessum vinsældum eftir með því
að ferðast um Bretland og nokkur
önnur Evrópulönd og halda hljóm-
leika. Hljómleikaplata, tekin upp í
Dominion í London, kom út hér
heima á jólamarkaöinn og var vel
tekiö. Hljómsveitin hefur sterka
stööu á sínum markaði sem jass-
rokksveit og fróðir menn telja aö
vinsældirnar muni haldast og
halda áfram að aukast ef hljóm-
sveitin helst saman. Það þarf
nefnilega sterk bein til að þola
góða daga.
Undarlegur millikafli í Mezzo-
fortesögunni var þegar Herb
Albert heyrði Garden Party á 33
snúninga hraða, varð hrifinn af
og tók það á nýrri plötu sinni.
Hann lýsti því síöar yfir aö hin út-
gáfa lagsins væri eins og hún væri
spiluð af Mikka mús og félögum!
Bara-flokkurinn
Bara-flokkurinn geröi töluvert
að því að spila í Reykjavík á
árinu en náöi þó ekki að spila á
neinum af stóru tónleikunum.
Hann hélt utan í sumar, fór til
Lundúna og geröi stóru plötuna
GAS, sem kom út nokkru fyrir jól.
Bara-flokkurinn er nú eflaust ein
besta hljómsveit sem íslendingar
eiga, traust, vönduð og kemur efni
sínu mjög fagmannlega til skila.
Þeir í Bara-flokknum hafa sloppið
við þátttöku í bransanum hér
syöra og hefur það eflaust hjálpaö
þeim mjög aö geta verið í friði við
tónsköpun sína á Akureyri. Fylg-
ist með Bara-flokknum!
Vonbrigði
Besta rokkhljómsveit ársins
hlýtur að teljast Vonbrigði. Hún
hefur haldið dampi allt árið á
meðan aðrar hljómsveitir hafa
verið aö leysast upp eða átt í hvers
kyns vandræðum. Vonbrigði
spiluðu á fjölda tónleika og urðu
betri í hvert sinn. Um mitt ár kom
út stóra platan Kakófónía þar sem
drengirnir opinberuöu snilli sína
á sviði rokktónlistar af pönk-
tegund. Hljómsveitin náði ýmsum
tengslum utanlands á árinu,
samningi við Shout-útgáfuna í
London og spilaöi á hljómleikum í
Stokkhólmi. Okkur hér á Vikunni
tókst aö ná fyrsta viðtalinu við
hljómsveitina sem talandi er um,
en annars gekk henni vel aö tjá sig
í pressunni og nú undir lok ársins
er hljómsveitin ekki lengur neðan-
jarðarhljómsveit heldur komin
upp á yfirborðiö svo um munar.
Grýlurnar
Grýlurnar sýndu góða frammi-
stöðu á fyrri hluta árs með Máva-
stellinu þótt það væri misjöfn
plata. Um mitt ár fóru að koma
brestir í hljómsveitina. Herdís
bassaleikari gekk úr skaftinu og
auglýsti bassamagnarann sinn og
Ragnhildur Gísladóttir fór með
Jakob Magnússyni til Ameríku til
þess aö læra á músíktölvur. Hvað
út úr því kemur er óráöið en við
munum minnast Grýlanna fyrir
að vera fyrsta kvennahljómsveit-
in. Þótt þeim hafi ekki tekist að
24 Vikan 52. tbl.