Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 21

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 21
hann. Þess vegna hafi hún ekki átt böm með honum þó hún hafi þráð það mjög. Leiðin sem Cohen kaus sér út úr þessu erfiða sambandi var leið listamannsins. Hann skrifaði hana frá sér í bókinni Death of the Lady’s Man (1978). Gagnrýnendur tóku bókinni illa. Hún er líkust spegilbrotum sem endurspegla tilvist Cohens. „Stundum tek ég þessa bók og hugsa með mér: Mér tókst það í þetta sinn. Stundum finnst mér hún flatn- eskjuleg og ég hefði átt að bíða meö hana.” Cohen reynir að vera með börnunum helm- inginn af árinu eftir skilnaðinn. Þau búa meö móður sinni uppi í sveit í Frakklandi. „Sambandið sem myndast þegar maður á börn meö einhverjum rofnar ekki. Ég reyni að muna það en tekst það ekki alltaf. ” Hann er hættur að leika trúð fyrir krakkana eða gera sér rellu út af tónlistarnámi þeirra. Hann segist geta hugsað sér að eignast fleiri börn. Hann á enga sérstaka vinkonu í augna- blikinu en trúir statt og stöðugt á spádóm lófa- lesara sem segir að hann muni enda í hjóna- bandi. Hann hefur verið fjöllyndur en finnst hann aldrei hafa gert neitt rangt eða syndsamlegt. Hann hefur langað að reyna sem flest í kyn- lífinu og stundum farið svo geyst að ekki hefur verið á færi nokkurrar konu að fylgja honum eftir. „Stundum höfðu þær líka áhuga á fleirum en mér,” bætir hann við. „Eiturlyf notaði ég til að víkka mig andlega en ég fann að þau voru takmörkuð,” segir hann og seinustu 12 árin hefur hann látið þau vera. Hins vegar hefur hann haldið tryggð við zen-búddistann „Roshi”, lítinn, feitan, sköll- óttan Japana á áttræðisaldri. Nafnið merkir „virðulega önd” í lauslegri þýðingu. Cohen kynntist honum um 1970 og eyddi mánuði í 2000 metra hæð í zen-miðstöðinni á Mount Baldry. „Ég trúði varla að þetta yrði svona strangt. Fullkomin þögn rofin af bjölluhljómi og bumbuslætti. Farið á fætur klukkan 3 að morgni og þá var þriggja tíma hugleiðsla. Síðan morgunverður, tiltekt, hádegismatur, erfiðisvinna og kyrrseta. Alltaf eins í þrjár vikur. Fjórðu vikuna sat maður kyrr í 14 stmjdir á dag og hitti kennaránn alls fjórum sinnum. Stundum er ég gekk um í snjónum hugsaði ég með mér að nú væru Japanir að hefna harma sinna eftir heimsstyrjöldina. Maður fann fyrir ótta og líka fyrir hlýrri og trylltri tilfinningu sem gerði manni kleift að líta sjálfan sig nýjum augum.” En fyrst og fremst er það Montreal sem togar hann til sín. Hann á það til að rúnta um strætin í þessari grónu borg sem minnir fremur á Evrópu en Ameríku. Bjarminn frá götuljósunum er mildur, engin flúrljós. Stundum minnir Cohen á þá Krantz og Breav- man í Favorite Game. „Ég ætlaði mér aldrei aðfara frá Montreal,” segir Cohen. „Hún er bæði auðug og smá eins og Dublin. Til þess fallin að ala af sér listamenn á borð við James Joyce.” í augum vina sinna er Cohen mjög trygg- lyndur. í ísrael hefur hann sungið fyrir her- sveitir á Sinai. „ísrael merkir barátta á hebresku. Gyðingar eru boðberar og stundum er boðskapurinn góður, stundum vondur, saga þeirra sveiflast frá undirgefni til endur- nýjunar í samræðum við eilífðina.” Síðustu árin hefur leitin að innsta eðli til- verunnar orðið markvissari í verkum Cohens. Nýjustu bókinni hans er lýst sem „ákalli mannlegrar veru til guðs, ef hann er til. Djúpri í gleði og örvæntingu.” Irving Layton segir: „Helför gyðinga skiptir Cohen mestu máli þó hann ræði hana ekki. Trú og efasemd togast á í honum og þessar andstæður skapa spennu sem hann hefur varðveitt óháða öllum ismum, lausnum dagsins í dag Hann hafnar málamiðlun og lifir í angist. Hann þekkir ismana en skyrpir þeim eftir skamma notkun. Hann hefur kynnst tortímingunni en komist frá henni með fullri reisn og sagt heiminum hvers hann varð vísari.” Cohen á sér ekki óvini aðra en þá sem ekki þola neitt sem fram kom á sjöunda ára- tugnum. Þaö er ekki nóg meö að vinir hans lýsi honum sem öllum kostum búnum sem góðan skáta mega prýða heldur grípa þeir einnig til upphafinna orða: heilagur, spá- maður, Kristi líkur, betlimunkur, snillingur, fullkominn, og blikna ekki yfir stóryröunum. Sumir telja hann gæddan spádómsgáfu. Hann er samt nógu mannlegur til að gera sér rellu út af þyngdinni og stunda æfingar. Hann er hógvær er hann fjallar um sjálfan sig og verk sín. „Ég er glaður yfir því að fá að vera virkur í umhverfi þar sem atvinnuleysi hugar og handar er allsráðandi. Ég hef eytt allri minni orku í söngvana á síðustu árum, stundum átt í baráttu, stundum verið ein- mana en gleðin brýst alltaf í gegn. Ég er á erf- iðu tímabili núna. Annað veifið við það að brotna saman en samt svo nærri hátindi sköpunarinnar.” Flestir vinir Cohens telja hann á kross- götum. Hann hefur ekki markað sér örugga leið, hættir sér einn áfram, tímalaus, eins og línudansari sem notar ekki einu sinni öryggis- net. „Ég þarf ekki að kvarta,” segir hann æðrulaus. Þegar listamaður hefur oft teflt djarft er hætta á að áhættan komist upp í vana og hann reyni ekkert nýtt. Ef til vill leita þessar hugsanir af og til á Cohen þegar hann ekur um göturnar í borg- inni sinni í leit að heimabökuðum brauðkökum. Þegar hann finnur þær í lítilli búðarholu getur hent að hann gleymi að hann þurfi að borga meðan stórgróðamenn reyna að telja búðareigandann á að hefja stórfram- leiðslu í Ontario. Og þegar eigandinn kallar á hann snýst Cohen á hæli og segir afsakandi: „Mér finnst ég eiga svo mikið í þessari borg að ég gleymdi að ég þyi'fti að borga.” 52- tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.