Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 26
Þeyr Þaö síðasta sem heyrðist frá Þeysurunum var lítil plata með gömlum upptökum sem gefin var út í vor. Við hæfi er að hafa nokkur eftirmæli um þessa hljómsveit. Hún er fyrir margra hluta sakir með allra merkilegustu hljóm- sveitum sem komið hafa fram hér á landi. Sándiö var mjög sérstakt, hugmyndafræðin vandlega út- pæld. Alltaf var alveg sérstök stemmning á hljómleikum með Þey, tilfinning fyrir einhverju stórfenglegu og gnæfandi. Hljóm- sveitin dró að sér athygli jafnt út- lendinga sem innlendra manna og var ekki laust við að margir fyndu ýmis dularmögn á kreiki í kring- um hana. En nóg um það, Þeyr er liðinn og önnur eins hljómsveit kemur víst ekki strax fram hér á landi aftur. Pax Vobis Pax Vobis er ein þeirra nýju hljómsveita sem virtust spretta eins og arfi á mykjuhaug undir lok ársins. Pax Vobis er vel undir- búin og mjög hæf hljómsveit í anda Japan eða Simple Minds. Hún spilar nýrómantíska músík en er mun þyngri á bárunni en Duran Duran. Mikils er aö vænta af þessari hljómsveit á næstunni. Sonus Futurae Sonus Futurae er tölvupopp- sveit sem nýlega er farin af stað aftur eftir hlé fyrst á árinu. Nú er sagt að hljómsveitin sé komin með þyngri músík og alvarlegri tök á músíkinni. Vinsælustu lögin '83 Vinsælustu lög ársins er mjög erfitt að meta vegna þess að ekki er til neinn opinber vinsældalisti hér á landi. 1 útlöndum er byggt á því hvernig smáskífur seljast en því er ekki fyrir að fara hér á landi. Því verðum við að reyna að gera okkur grein fyrir þessu eftir öðrum leiðum og það höfum við reynt. Úttektin er því fyrst og fremst persónulegt mat undir- ritaðra og ber að taka hana sem slíka. Það er lagið Fatlafól með þeim Bubba og Megasi sem hlýtur titilinn vinsælasta lag ársins. Það hljómaöi hvað eftir annað í út- varpinu lengi sumars og naut almennra vinsælda. Pósturinn Páll með Magnúsi Þór Sigmunds- syni og Hvað er svona merkilegt við það? með Grýlunum verða aö teljast lag nr. 2 og 3 í útvarpinu á árinu og bæði náðu þau almennum vinsældum meöal almennings. Önnur lög sem vinsæl voru í út- varpinu á árinu voru Lög og regla með Bubba, Böring með Q4U, Afi með Björk Guömundsdóttur og Sísi fríkar út með Grýlunum. Stuðmenn áttu tvö mjög vinsæl lög, annars vegar íslenskir karl- menn og hins vegar Blindfullur. í fyrra var lagið Rudolf með Þey helsta neðanjarðarlag ársins en nú er erfiðara að velja slíkt lag. Líklega verður þó að telja Krókódílamanninn meö Megasi og Ikarusi vinsælasta neöan- jarðarlag ársins. Hljómsveitirnar Kukl með Söngul sinn og Von- brigði með lagið Sexý koma einnig sterklega til greina. Og þá látum við lokiö að segja frá vin- sælum lögum þetta árið. Viðburðir á árinu Útvarp og sjónvarp gengu sinn vanagang í poppmálum að öðru leyti en því að opnuð var rás 2. Ekki er enn komin mikil reynsla á hana þegar þetta er skrifað en líklega má gera ráð fyrir að hún verði lyftistöng fyrir popptónlist í landinu. Annars voru helstu viðburðir ársins á tónlistarsviðinu tengdir Laugardalshöllinni. Þar voru haldnir þrennir tónleikar á árinu. Þeir fyrstu voru með hljóm- sveitinni Classix Nouveaux og ekki vel sóttir. Um 1000 sálir létu sjá sig þegar Iss! Einars Arnar og Q4U hituðu upp fyrir þessa ágætu popphljómsveit. Næst á ferð voru Echo & the Bunnymen og fengu ekki mikið betri aðsókn. Um 1500 manns komu á frábæra hljómleika þar sem Deild 1, Grýlurnar og Egó hituðu upp. Síðast en ekki síst voru þaö friðar- tónleikarnir 10. september sem eflaust verða lengi í minnum hafðir. Það var aðallega íslensk friðarhátíð en anarkistahljóm- sveitin Crass rak endahnútinn á þessa gríöarlegu hátíð sem um 5000 manns sóttu. íslensku hljóm- sveitirnar sem þátt tóku í þessu voru Svart og sykurlaust, Ogsmá, Kukl, Ikarus, með Tolla og Meg- asi, Egóið og Vonbrigði. Hápunkt- ur tónleikanna var þegar Megas kom fram á ný eftir 5 ára fjar- veru. Auk þessara þriggja tónleika heimsóttu hljómsveitirnar The Fall, Psychic TV og reggaelista- maðurinn Linton Kwesi Johnson okkur, og voru hljómleikar Psychic TV ærið minnisstæðir fyr- ir ýmissa hluta sakir, fyrst og fremst vegna þess að Einar Örn Benediktsson söng þar með hljóm- sveitinni Kukl alla leið frá London í gegnum síma. Og með þeim atburði látum við lokiö frásögn af þessu ágæta poppári 1983. 26 Vikan 52. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.