Vikan


Vikan - 29.12.1983, Page 26

Vikan - 29.12.1983, Page 26
Þeyr Þaö síðasta sem heyrðist frá Þeysurunum var lítil plata með gömlum upptökum sem gefin var út í vor. Við hæfi er að hafa nokkur eftirmæli um þessa hljómsveit. Hún er fyrir margra hluta sakir með allra merkilegustu hljóm- sveitum sem komið hafa fram hér á landi. Sándiö var mjög sérstakt, hugmyndafræðin vandlega út- pæld. Alltaf var alveg sérstök stemmning á hljómleikum með Þey, tilfinning fyrir einhverju stórfenglegu og gnæfandi. Hljóm- sveitin dró að sér athygli jafnt út- lendinga sem innlendra manna og var ekki laust við að margir fyndu ýmis dularmögn á kreiki í kring- um hana. En nóg um það, Þeyr er liðinn og önnur eins hljómsveit kemur víst ekki strax fram hér á landi aftur. Pax Vobis Pax Vobis er ein þeirra nýju hljómsveita sem virtust spretta eins og arfi á mykjuhaug undir lok ársins. Pax Vobis er vel undir- búin og mjög hæf hljómsveit í anda Japan eða Simple Minds. Hún spilar nýrómantíska músík en er mun þyngri á bárunni en Duran Duran. Mikils er aö vænta af þessari hljómsveit á næstunni. Sonus Futurae Sonus Futurae er tölvupopp- sveit sem nýlega er farin af stað aftur eftir hlé fyrst á árinu. Nú er sagt að hljómsveitin sé komin með þyngri músík og alvarlegri tök á músíkinni. Vinsælustu lögin '83 Vinsælustu lög ársins er mjög erfitt að meta vegna þess að ekki er til neinn opinber vinsældalisti hér á landi. 1 útlöndum er byggt á því hvernig smáskífur seljast en því er ekki fyrir að fara hér á landi. Því verðum við að reyna að gera okkur grein fyrir þessu eftir öðrum leiðum og það höfum við reynt. Úttektin er því fyrst og fremst persónulegt mat undir- ritaðra og ber að taka hana sem slíka. Það er lagið Fatlafól með þeim Bubba og Megasi sem hlýtur titilinn vinsælasta lag ársins. Það hljómaöi hvað eftir annað í út- varpinu lengi sumars og naut almennra vinsælda. Pósturinn Páll með Magnúsi Þór Sigmunds- syni og Hvað er svona merkilegt við það? með Grýlunum verða aö teljast lag nr. 2 og 3 í útvarpinu á árinu og bæði náðu þau almennum vinsældum meöal almennings. Önnur lög sem vinsæl voru í út- varpinu á árinu voru Lög og regla með Bubba, Böring með Q4U, Afi með Björk Guömundsdóttur og Sísi fríkar út með Grýlunum. Stuðmenn áttu tvö mjög vinsæl lög, annars vegar íslenskir karl- menn og hins vegar Blindfullur. í fyrra var lagið Rudolf með Þey helsta neðanjarðarlag ársins en nú er erfiðara að velja slíkt lag. Líklega verður þó að telja Krókódílamanninn meö Megasi og Ikarusi vinsælasta neöan- jarðarlag ársins. Hljómsveitirnar Kukl með Söngul sinn og Von- brigði með lagið Sexý koma einnig sterklega til greina. Og þá látum við lokiö að segja frá vin- sælum lögum þetta árið. Viðburðir á árinu Útvarp og sjónvarp gengu sinn vanagang í poppmálum að öðru leyti en því að opnuð var rás 2. Ekki er enn komin mikil reynsla á hana þegar þetta er skrifað en líklega má gera ráð fyrir að hún verði lyftistöng fyrir popptónlist í landinu. Annars voru helstu viðburðir ársins á tónlistarsviðinu tengdir Laugardalshöllinni. Þar voru haldnir þrennir tónleikar á árinu. Þeir fyrstu voru með hljóm- sveitinni Classix Nouveaux og ekki vel sóttir. Um 1000 sálir létu sjá sig þegar Iss! Einars Arnar og Q4U hituðu upp fyrir þessa ágætu popphljómsveit. Næst á ferð voru Echo & the Bunnymen og fengu ekki mikið betri aðsókn. Um 1500 manns komu á frábæra hljómleika þar sem Deild 1, Grýlurnar og Egó hituðu upp. Síðast en ekki síst voru þaö friðar- tónleikarnir 10. september sem eflaust verða lengi í minnum hafðir. Það var aðallega íslensk friðarhátíð en anarkistahljóm- sveitin Crass rak endahnútinn á þessa gríöarlegu hátíð sem um 5000 manns sóttu. íslensku hljóm- sveitirnar sem þátt tóku í þessu voru Svart og sykurlaust, Ogsmá, Kukl, Ikarus, með Tolla og Meg- asi, Egóið og Vonbrigði. Hápunkt- ur tónleikanna var þegar Megas kom fram á ný eftir 5 ára fjar- veru. Auk þessara þriggja tónleika heimsóttu hljómsveitirnar The Fall, Psychic TV og reggaelista- maðurinn Linton Kwesi Johnson okkur, og voru hljómleikar Psychic TV ærið minnisstæðir fyr- ir ýmissa hluta sakir, fyrst og fremst vegna þess að Einar Örn Benediktsson söng þar með hljóm- sveitinni Kukl alla leið frá London í gegnum síma. Og með þeim atburði látum við lokiö frásögn af þessu ágæta poppári 1983. 26 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.