Vikan


Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 12

Vikan - 29.12.1983, Blaðsíða 12
klesst í og þannig geröir veggir. Kofarnir eru byggðir í hring og sést hvað margar konur karl- maðurinn á því það er einn kofi fyrir hverjakonu! Allir reyna að framleiða eitt- hvað til að selja. Þegar Ghana fékk sjálfstæði 1957 var allt hvítt fólk rekið burt nema læknar, kennarar og kristniboðar. Síðan tóku Ghanamenn sjúkrahúsin og skólana líka í sínar hendur og settu innfædda í störfin. I landinu hefur átt sér stað mikil valdabar- átta, hver byltingin á fætur ann- arri frá því að landið fékk sjálf- stæði og við þaö hefur siðgæðið hrunið í rústir. Þetta hefur komið fram í atvinnulífinu því aö þeir sem unnu við framleiðslustörf hættu aö leggja sig fram þegar þeir sáu hvernig herforingjaráðið eyddi öllu fjármagni og stakk í eigin vasa. Framleiðslan hrundi og iðnaöurinn er meira og minna í molum. Fólkið lifir á því sem það getur ræktað og innflutningur er harla lítill. Hrísgrjón eru aðal- uppistaðan í fæðu landsmanna. Mikið er skorið út af hlutum og húsgögnum úr tré. Fátæktin er feikilega mikil og jafnvel fólk sem alist hefur upp í fátækt hér á landi getur alls ekki gert sér það í hugarlund. 1 Ghana eru reyndar myndarleg verslun- arhús frá nýlendutímanum með hillum eftir endilöngum veggjun- um en allar gjörsamlega tómar, þaö er ekkert til. Við þurftum að fara til annarra landa til þess að kaupa í matinn og kaupa þá fyrir þrjá mánuði í einu. Við fórum til Tógó, Efri-Volta og Fílabeins- strandarinnar. Þar er ástandið miklu betra því þetta voru allt franskar nýlendur og þegar þær fengu sjálfstæði slitu þær ekki sambandið við Frakkland. Ghana hjó hins vegar á öll tengsl við Bretland. Ættbálkaskipulagið er eitt stærsta vandamál þjóðarinnar Milli ættbálkanna í iandinu er feikilega mikil togstreita og hefur verið svo um aldir. Ættbálkastríð- in eru kafli út af fyrir sig. Þetta er ein hliðin á Afríku sem við höfum ekki skilning á nema við hrær- umst í því. Þá er fjölskyldubáknið innan ættbálkanna mikiö vanda- mál. Þar er það vald öldungsins sem gildir. Þetta birtist helst þannig að til dæmis ungir Afríku- menn, læknar eða lögfræðingar, menntaðir á Vesturlöndum, snúa heim og ætla að gera eitthvað mik- ið fyrir fólkið sitt. Þá koma feður, föður- eða móðurbræður, afar eða langafar og segja: „Heyrðu, hvað ætlar þú þér, drengungi?” Allt vald er í höndum öldungsins. Annaðhvort gefast þessir menn upp og falla inn í samfélagið eða þeir flytjast burt. Þá er það kerfið þeirra sem byggist á ættarhöfðingjanum sem er nánast goð í augum fólksins. Síðan koma undirhöfðingjar og undir-undirhöfðingjar og svona koll af kolli. Allt er þetta mikið bákn og afar þungt í vöfum. Hvað gerist í þessum málum í framtíð- inni er erfitt að segja um en þetta heftir mjög alla framþróun. Kristniboð við erfiðar aðstæður Trúboðsstöðin sem við vorum á er búin að starfa í 40-50 ár sem skóli og kristniboðsstöð. Skammt þaðan frá var byggt sjúkrahús sem trúboðarnir starfræktu og sjúkraskýli víðs vegar, en síðar var þetta allt tekið undir stjórn landsins. Þegar við vorum í Ghana voru öll þessi sjúkrahús meira og minna komin í niður- níðslu í höndum innfæddra og þeir voru að biðja trúfélögin að taka þau aftur í sínar hendur til þess að hægt væri að þjóna fólkinu. En kristniboðsfélögin voru treg vegna þess að þau gátu alltaf átt von á því að þetta yrði tekið af þeim aftur. Kringumstæður voru því mjögerfiðar. Flestallar kristnar kirkjudeild- ir reka starfsemi í Ghana. Konan mín er lærð hjúkrunarkona og vann við hjúkrunarstörf í upphafi dvalar okkar. En þá var leitt í lög að erlendir hjúkrunarfræðingar mættu ekki starfa því það þýddi að þeir tækju störf frá þeim inn- fæddu. Hvítir læknar fengu eitt- hvað að starfa áfram en stefnt var að því aö allt væri þetta í höndum innfæddra. Þjóðernisvakning og viðhorf til kristniboðs Þjóðernisaldan sem gekk og gengur yfir Afríku boðaði „burt með hvíta manninn”. En aftur á móti er viðhorfið gagnvart kristni- boðanum þannig að ef hann getur látið eitthvað í té, hefur eitthvað að gefa, þá er hann umborinn. Neyðin er svo mikil að almenning- ur tekur opnum örmum hverjum sem getur veitt einhverja hjálp. Annað sem hefur ef til vill að ein- hverju leyti áhrif ennþá er að hinn andlegi leiðtogi í Afríku fyrr á tið var ákaflega valdamikill, í raun- inni nokkurs konar goð. Töfralæknirinn og galdraprestur- inn voru menn sem höfðu vitund fólksins í hendi sér þannig aö presthugtakið er ákaflega hátt skrifað í huga almennings. Þessi hefð ræður miklu um að enn þann dag í dag er kristniboðinn sem slíkur virtur. Kristniboðið tekur tíma. Inn- lenda trúin er ákaflega djúprætt. Eldri kynslóðin er alin upp og mót- uð af henni áöur en kristindómur- inn kom til. Fólkið á mjög erfitt með að losna úr viðjunum og ef eitthvað bregöur út af hrekkur það við af ótta. En yngri kynslóðin og börnin sem alast upp eins og hjá okkur á kristniboðsstöðinni og í skólunum, þar sem þau fá strax að kynnast hinni kristnu hugmynd um kærleikann, frelsið og öryggið, verða auðvitað miklu móttæki- legri. XX Vikan SZ. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.