Vikan - 28.06.1984, Síða 20
Texti: Sigurður Tómasson
Ljósm.: Ragnar Th.
Margir muna eftir því þegar Pétur Hoff-
mann hélt sýningu í Reykjavík á munum,
gulli og gersemum sem hann hafði fundið á
öskuhaugunum. Þar var margt að finna.
Skartgripi, silfurborðbúnað og jafnvel ridd-
arakross fálkaorðunnar. í þá daga voru
öskuhaugar Reykjavíkur vestur við Selsvör
þar sem seinna kom sólarlagsbraut, eftir-
lætisstaður ungra elskenda á dollaragrínum.
Nú er ekki margt á þeim stað sem minnir á
forna frægð. Það er helst að strákarnir í
vesturbænum verði varir við leifarnar af
þessum uppgangstímum þegar þeir tína í
fjörunni gilda fjársjóði af gömlum fimm-
eyringum, tvíeyringum, tíeyringum og
krónum. Líklega voru djásn Péturs H. Saló-
monssonar verðmætari á veraldlegan
mælikvarða en sjóður af tærðum fimm-
eyringum fundinn í jörð er merkilegri í
augum barnanna. En þótt ekki sé neinu fleygt
í sjóinn vestan við bæinn eru öskuhaugarnir
ekki úr sögunni. Þeir eru nú við Gufunes þar
sem Reykjavíkurborg hefur mikinn viðbúnað,
mannafla og stórvirkar vélar til að koma í lóg
því sem samborgararnir vilja losa sig við.
VIKAN skrapp í heimsókn þarna uppeftir
einn góðviðrisdaginn.
Menningarstigið sést á haugunum
Það er óneitanlega sérkennileg stemmning
á ruslahaugunum. Blaöamanni kemur í hug
það sem vinur hans, íslenskur listmálari,
sagöi um ruslahauga: „Á öskuhaugunum
færðu nákvæmasta vitneskju um menningar-
stig þjóðanna. Ef ég kem í erlenda borg legg
ég ævinlega leið mína á haugana til þess að
sjá hvernig ástandið er.”
Ekki var þægilegt að dæma um menningar-
ástandiö í Reykjavík þennan góðviðrisdag
þegar við vorum á öskuhaugum borgarinnar í
Gufunesi. Þetta virtist vera eintómt rusl.
Kannski er það vísbending um ástandið.
Kannski á þetta bara að vera svona. Annars
ganga ótrúlegustu sögur um það sem hent er
á þessum stað og opinberar skýrslur staðfesta
að miklu er hent. Það er til að mynda merki-
leg staðreynd í skóglausu landi að dag hvern
skuli vera grafin í jörð fleiri tonn af timbri.
Þá er ótalið gífurlegt magn af pappír og alls
kyns málmar. Auk þessa fleygja ein-
staklingar miklu af ýmiss konar munum,
reiðhjólum, heimilistækjum, gömlum hús-
gögnum og raunar flestu sem nöfnum tjáir að
nefna.
Bannað að hirða
Það er bannað að hirða nokkurn hlut á
haugunum. Ævinlega er samt töluvert hirt og
'j§5§H
„Það var agalegt að horfa á þetta til að byrja með."
Þórður Eyjólfsson fyrir framan varðskýlið á tippnum.
Lítið um guH,
mikið af
pappír
Meðan við stóðum við komu margir bílar eins og
þessi með sag af trésmíðaverkstæðum. Víða er farið
að brúka þetta til upphitunar.
ZO Vikan Z6. tbl.