Vikan


Vikan - 28.06.1984, Page 21

Vikan - 28.06.1984, Page 21
Ýtan jagast á heimilissorpinu. Mikið land fer undir öskuhaugana og ekki er hægt að nota það til neins um langa framtíð. sú spurning vaknar hvort þetta sé ekki úrelt skipan að banna fólki að hirða hluti sem nýti- legir eru. Skipulag öskuhauganna í Gufunesi er nú með þeim hætti aö hætta af völdum sýkla og eiturefna er hverfandi. Raunar virðist leikmanni að almenningi geti ekki stafað neitt meiri hætta af því að taka með sér nýtilegan hlut af haugunum en af sjálfri feröinni. Viö skulum ekki dvelja lengur við þessar hugrenningar heldur snúa máli okkar til verkstjóra borgarinnar í Gufunesi, Þórðar Eyjólfssonar. Við spyrjum hann hvernig það sé að horfa á þessa eyðileggingu. „Maður er orðinn ónæmur fyrir þessu. Ég er nú búinn að vinna hér í 7 ár og þegar ég kom fyrst fannst mér þetta ansi blóðugt. En maður verður fljótt samdauna. Annars er þaö auðvitað engin hemja hvernig hlutunum er hent. Það var fyrir nokkrum árum að Kristján heitinn Friðriksson kom því til leiðar að gerð var athugun á því hvort hagkvæmt væri að endurnýta pappírinn sem hér fellur til. Við héldum þessu saman í nokkurn tíma og það kom í ljós að það mundi vera grund- völlur fyrir litla verksmiðju. En síðan Kristján dó hefur enginn sinnt þessu. Það er náttúrlega alveg víst að þetta yrði þjóðinni hagkvæmt, þótt maður viti kannski ekki hvernig þetta kæmi út fyrir borgina.” Við fleygjum meira en Ameríkumenn „Hingað koma 300—400 bílar á dag, stundum upp í 700 bílar. Mér er sagt að íslend- ingar hendi meira en Ameríkumenn, en þeir koma næstir. Núorðiö eru haugamir þaul- skipulagðir. Öll varasöm efni fara á sérstaka staði undir eftirliti starfsmanna. Heimilis- sorpið fer á sérstakan tipp og kemur aldrei nálægt þessum almenna tipp. Svo förum við með jarðýtuna á þetta mörgum sinnum á dag og látum að síðustu fyllingarefni yfir. Þessi tippur lengist um 2—3 metra á dag og hann er 200 metra langur. Þú sérð á því að þetta er ekkert smámagn af rusli. Sorptippurinn er álíka stór, jafnvel stærri. Bráðum kemur til með að vanta land fyrir haugana. Það er ekki auðfundið. Aðalvandamálið er hugsanleg mengun grunnvatns. Þú spyrð um undarlega hluti. Það er nú ekki lengra síðan en í gær að það stóð til að urða hérna listaverk. Það var auðvitað fyrir misskilning. Sendibílstjórinn átti í rauninni að fara með það suður í Fjörð en einhver að- vífandi maður fór að skipta sér af því þegar hann var að taka þaö inn í bílinn. Sennilega hefur manninum fundist þetta ljótt því að sendibílstjóranum, sem stóð í þeirri meiningu að þarna væri eigandinn, skildist að hann ætti að henda því á haugana. Hann var svo rétt farinn héðan þegar þeir komu og vildu fá það aftur. Jújú, það var búið að ryðja en ýtan hafði ekkert skemmt það. Listaverkið er nú loks komið á sinn stað suður í Hafnarf jörð. Það kemur líka fyrir að fólk fleygir í mis- gripum og vill svo endurheimta það sem hing- að hefur farið. Það getur nú reynst erfitt. Einu sinni kom fólk hingaö alveg eyðilagt. Það hafði verið að taka til á háalofti og fengið menn til þess að fara með ruslið á haugana. Þeir tóku hins vegar allt sem var á loftinu, þar á meðal bækur í kössum. Þarna var víst Æskan frá upphafi og fleira. Þetta fannst ekki, enda er rutt hér mörgum sinnum á dag. En við reynum auðvitað að hjálpa fólki sem verður fyrir einhverju svona.” Týndur tanngómur í öskubílnum? „Ein erfiöasta leitin sem ég man eftir var nú að fölskum tönnum. Þá var hringt til okkar og við beðnir að athuga hvort við fyndum þetta í tilteknum sorpbíl því að grunur léki á að tennurnar hefðu farið í ruslið. Þetta var um- fangsmikil leit. Ég tók á móti bílnum þegar hann kom og síðan pældum við í gegnum allt sorpið. Ég tók í þetta allan tiltækan mann- skap, við vorum fimm eða sex. Við fundum ekki tennurnar. En um kvöldið var hringt og okkur sagt að þær hefðu fundist. Hún var með þær undir koddanum allan tímann, konu- greyið.” Hvert með sinn lögfræðinginn Blaðamaður ber það undir Þórð hvort þær flugufregnir séu réttar að stundum séu heilu búslóðirnar lagðar í rúst á öskuhaugunum vegna ósamkomulags erfingja um skipti á dánarbúum. „ Jú, það kemur fyrir. Einu sinni horfðum við á systkini koma hingað til þess að fylgjast með eyðileggingu á heilu dánarbúi. Þau voru þrjú og hafði hvert þeirra sinn lögfræðinginn. Það var ekki sam- komulagið þar. Þetta voru ágætis húsgögn, bæði nýleg og gömul, myndir og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Systkinahópurinn fylgdist svo með því þegar jarðýtan bruddi þetta niöur. Þess var sko vandlega gætt að ekkert kæmi heilt undan henni og raunar lítil hætta á því. Það er dálítið blóðugt að horfa á þetta og manni verður hugsað til þess hvort afkomendur þessa fólks hefðu kannski áhuga á því seinna að eignast myndir af forfeðrum sínum. Þær liggja þá maskaðar og grafnar á öskuhaugunum.” 26. tbl. Vikan ZI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.