Vikan


Vikan - 28.06.1984, Page 32

Vikan - 28.06.1984, Page 32
Upprisa og endu Komar og Melamid hafa málað mynd irnar í sameiningu undanfarin tiu ár. Leitað að eftirmanni Stalíns: „Krústjof makkar á bakvið Beríu." Myndirnar verka á mann líkt og stórvaxin málverk gömlu meistaranna. Þær virðast sýna mikilvæg tíma- mót í sögu heimsins, at- burði þegar mikilmenni létu til sín taka. En við nánari athugun kemur í Ijós að hér er um grófa sögufölsun að ræða — væri jafnvel réttast að vísa höfundunum út í ystu myrkur, eða að minnsta kosti úr landi. Þessir þokkapiltar, sem rangsnúa mikilvægum at- vikum í hinni díalektísku, 32 Vikan 26. tbl. efnishyggjulegu, marx-len- ínsku baráttusögu hinna heilbrigðu sósíalísku, so- vésku lýðvelda, kalla sig K & M en þeirra raunverulegu nöfn eru Vitalij Komar og Alexander Melamid. Enginn má gleyma nöfnum þessara óvina sósíal-realismans sem eru úlfar í sauðargæru og sigla undir fölsku flaggi að auki. Allavega sigla þeir ekki lengur undir rauðum fána lands hins mikla föður, Jósefs Stalín — mannsins sem öðrum fremur skóp heimssöguna — að sjálf- sögðu í takt við efnahags- legar undirstöður hins fé- lagslega geira, það er nú annaðhvort! Nei, þeim var vísað úr landi 1977 eftir að þeir höfðu valdið sovéskum þegnum ómældri armæðu og út- gjöldum. Þeir kumpánar kynntust í listaskóla í Sovét- ríkjunum og hófu fljótlega þá iðju sína að mála gegn sósíal-realismanum — sem Stalín skóp. Moskvuborg varð fyrir miklum óþarfa út- gjöldum þegar jafna þurfti sýningu K & M við jörðu með jarðýtum, óleyfilega sýningu í skemmtigarði. Auðvitað settust þeir að í háborg auðvaldsins og heimsvaldastefnunnar, New York, og mala nú gull með því að mála óhróður um hinn mikla föður Stalín. Sýningar þeirra eru fjölsótt- ar og stærstu söfnin hafa keypt myndir þeirra — dæmigert auðvaldsdekur við léiega listamenn, allt til að klekkja á sósíalismanum — maður spyr ekki að þvíl Við birtum hér nokkur sýnishorn af þessum hroða, öðrum til varnaðar, og munið að sá sem hlær, hlær síðast í Síberíu! I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.