Vikan


Vikan - 28.06.1984, Side 41

Vikan - 28.06.1984, Side 41
Þýðandi: Anna — Það verða nú víst ekki margir af okkar drengjum sem bíta á þetta agn, sagði kafteinn Bartlett, en látum oss nú sjá þetta litla, fallega flugrit með Playboy- plakatinu aftan á sem áróðurs- meistararnir okkar hafa útbúið. Kafteinninn las textann hátt fyrir flugmennina þrjá: „Sælir vinir! Við vitum að þið eruö svangir, etið rætur og trjá- börk og eruð á mörkum þess að brotna niður. Við vitum að leið- togar ykkar halda ykkur skamm- arlega illa upplýstum, en látið ekki blekkjast. Kastiö vopnunum, læðist að næturþeli eftir næsta göngustíg yfir víglínuna og komið yfir til okkar, þá munum við gera ykkur að hamingjusömum kapítal- listum sem eiga allt! Hjá okkur fáið þiö allt það kók sem þið getið í ykkur látið, þið fáið amerískar sígarettur, King Size, amerískt kúlutyggjó, þið fáið í hendurnar litlar og ástfúsar næturklúbba- stelpur sem allt kunna og þiö fáið að taka þátt í því villta lífi sem hermenn okkar lifa í fríum sínum. Brjótist undan oki kommún- ismans og komið yfir til okkar á öruggan hátt. Þá getið þig, strax í kvöld, gengið syngjandi um göturnar með eina fúsa undir báðum höndum. Yeah, man, soldierboy! Með þetta flugrit í höndunum er kapítalísk framtíð ykkar tryggð. See you, friend! ” Bartlett kafteinn lagði flugritið ánægður frá sér. — Hugguleg lítil kveðja, finnst þér ekki? sagði hann. Nú þurfum við bara að dreifa nógu mörgum á réttum stöðum þar sem mest er af þessum hábölvuðu, skáeygöu gaurum, í stærstu borginni. Það er ykkar mál. Þið eigið að fljúga lágt yfir þéttbýlasta hluta borgarinnar og fleygja flugritunum niður. . . ertu að hlusta, Duffy ? Duffy stendur svefndrukkinn á svipinn frammi fyrir kafteininum, hann er syfjulegur svartur náungi. Hann kippist við og smellir saman hælunum. — Heyrði hvert einasta orð, Sir! Bartlett kafteinn lítur rannsak- andi á Duffy eins og það renni nú fyrst upp fyrir honum hver stend- ur fyrir framan hann. — Ég bað um þrjá sjálfboðaliöa í algjört rútínuverkefni og þú hér, segir hann, þú sem ert búinn að fá ótal heiðursmerki fyrir hugrekki og hreysti. Þú sem ert eini maðurinn sem braust í gegnum víglínu 44. Þú sem hefur sjö sinn- um lent í að skotiö væri að þyrl- unni þinni án þess að fá svo mikið. sem skrámu. Hvers vegna í ósköpunum gefur þú þig fram í svona hversdagslegt og meinlaust verkefni eins og smáflugritadreif- ingu á óvinasvæði? — Ekkert verkefni er hættulaust í þessu bévítans landi, hvæsir Duffy, og ef maður á að vinna verk sitt almennilega þá verður maður að leggja lífið að veöi hverja einustu stund. Svo fara flugmennirnir þrír að þyrlunum sínum og nokkrum mínútum síðar fljúga þeir af staö og hverfa í norðurátt með fullan farm af dreifibréfum. Síðdegis kemur Bob Stone til baka. — Þetta var leikur einn, sagði hann. Klukkustund síðar lendir Larry Brandon. — Ekkert mál! sagði hann, þessir skáeygðu djöflar skutu nokkrum skotum upp í loftið þegar ég lét leikföngin falla, annað var það nú ekki. Svo litu menn til lofts eftir þyrlunni hans Duffys. En hún lét á sér standa. Menn litu hverjir á aðra, skilningsvana. Þessi stríðs- hetja, barmfull af heiöurs- merkjum, ofurhuginn óforbetran- legi, hetjan hrausta frá víglínu 44, réð hann virkilega ekki við svona einfalt verkefni eins og að láta nokkur flugrit falla yfir borg óvin- arins? Dagurinn leið. Ekki sást bóla á Duffy. Næsti dagur leið. Enn sást ekkert til hans. Vika leið. Enginn Duffy. Svo var tilkynnt að hans væri saknað og ættingjar hans látnir vita. Og á herstöðinni var einmitt verið að skjóta saman fyrir minningarathöfnina þegar þyrlan hans kom skellandi og hvínandi. Duffy lenti henni óað- finnanlega, steig út og kom skæl- brosandi í áttina til strákanna. — Hvaö eruð þiö að gera, strák- ar? sagði hann. Bartlett kafteinn kom æðandi. — Hvernig í ósköpunum ferðu að því að vera heila viku að dreifa smábunka af flugritum yfir óvina- borg sem er varla með loftvarna- byssur? sagði hann rasandi. Ég heimta skýringu og það er eins gottaðhún sé góð! Duffy leit undrandi á yfirmann sinn. — Yfir? tautaöi hann skilnings- sljór. Átti að dreifa þeim yfir borg ina? Þá hlýt ég að hafa blundaö þegar þú varst að segja okkur frá þessu. Og ég sem er búinn að hlaupa hús úr húsi og láta þessa snepla inn um bréfalúgurnar! Qf/nrn/ /cná STjornuspa Hruturinn 21. mars-20. april Rómantíkin gengur eins og rauður þráöur í gegnum líf þitt næstu vikur. Þú mátt samt ekki missa sjónar á takmarki þínu, þú hefur unniö lengi aö undirbúningi þess og það mun takast. Nautið 21. apríl - 21. maí Þeir giftu munu eiga rólega viku fram- undan. Góður tími til þess aö ganga frá öllum lausum endum. Þeir ógiftu munu stunda samkvæmis- lífið grimmt og hugsanlega kynnast nýju fólki. Tviburarnír 22. mai-21. júni Einhver þér nákominn hefur lengi gengiö meö ákveöna ósk í maganum en þú hefur ekki verið til- búinn til aö uppfylla þá ósk. Nú er rétti tíminn til aö skoöa þetta mál nánar og taka endanlega ákvöröun. Krabbinn 22. júni - 23. júli Þú ert frekar svart- sýnn aö eðlisfari og reiknar aldrei meö því aö hlutirnir gangi upp hjá þér. Þú færð mjög spennandi verk- efni á næstunni og ef þú vinnur samvisku- samlega færö þú góöa umbun. Ljónið 24. júlí 24. ágúst Þú hefur nef fyrir viöskiptum og næstu vikur verða mjög heppilegar fyrir f jár- festingar. Þú varst búinn aö ákveöa ein- hverja ferö en lík- legast veröur þú aö sætta þig viö breytta skipulagsskrá. Meyjan 24. ágúst 23. sept. Þú færö skemmtileg skilaboö á næstunni sem koma líklega til meö aö breyta á- ætlunum þínum fyrir sumariö. Einhver vina þinna bíður óþreyjufullur eftir aö heyra frá þér. Dríföu í því. / m Vogin 24. sept. - 23. okt Þar sem þú ert létt- lyndur og jákvæöur persónuleiki laöar þú aö þér fólk. Þú mátt samt sem áöur ekki gleyma hverjir eru vinir þínir því vin- skapurinn er þér mjög mikils viröi. Sporðdfekinn 24. okt. 23. nóv. Þér þykir mjög gaman aö rökræða viö fólk en stundum getur þaö fariö út í öfgar. Líklega kemur þú til meö aö móöga einhvem vin þinn og ef þú vilt ekki aö þaö veröi vont mál veröur þú aö leysa )aö fljótt. Bogmaóurinn 24. nóv. 21. des. Þér hættir til aö vera dómharður og ósann- gjarn. Einhver vina þinna ber undir þig ákveðið mál og þú verður aö reyna einu sinni aö setja þig í hans spor og taka ákvörðun út frá hans hagsmunum. Stemgeitin 22. des. 20. jan. Þú þarft aö taka erfiða ákvöröun á næstunni en haföu engar áhyggjur, þú tekur alveg rétta ákvöröun. Þaö hefur veriö mjög gaman hjá þér að undan- förnu og þú kemur til meö aö skemmta þér vel á næstunni. Vatnsbennn21. |an. 19. febr Sumariö verður mjög skemmtilegur tími í lífi þínu og þú hittir ákveöna persónu sem þú umgengst mikið á næstunni. Þú hefur gert ákveðiö framtíöarplan sem kemur til meö aö standast fullkomlega. Fiskarmr 20. fcbr. 20. niars Þú ert næstum því alltaf ástfanginn og þetta sumar veröur ekkert ööruvísi. Reyndu aö taka lífinu létt, þaö er í anda persónuleika þíns. Láttu ekki óánægju- nöldur ákveöinnar persónu fara í taugarnar á þér. Z6. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.