Vikan - 26.07.1984, Page 8
ÞRIR OFURHUGAR A GRÆP
Týrólabúarnir þrír þáðu enga
utanaðkomandi hjálp og áttu eng-
ar birgðastöðvar á ísnum. Samt
tókst þessum fullhugum að kom-
ast yfir Grænlandsjökul þar sem
hann er breiðastur. Afrekið var
þrátt fyrir allt þaulundirbúið.
Fyrir aðeins örfáum mánuðum
heföi lögreglustjórinn á Græn-
landi svarið þess dýran eiö að það
kæmist enginn maður fótgangandi
yfir Grænlandsjökul þar sem hann
er breiðastur. Niels Smit hefði auk
þess ekki látið sitja við orðin tóm,
hann hefði beitt valdi til að stöðva
leiðangur þriggja manna sem
hugöust ganga yfir jökulinn þver-
an.
„Þú ert sko kolbrjálaöur,” kall-
aði þyrluflugmaðurinn, sem flutti
þremenningana til Smalle Fjord,
til Róberts Peróní um leið og hann
lokaði dyrunum, hóf vélina á loft
og sneri til Meistaravíkur.
Svo virtist sem þremenningarn-
ir væru að ganga út í opinn dauð-
ann, það þótti sannað að 500 kíló-
metrar væru álgjört hámark
þeirrar vegalengdar sem nokkur
maður gæti komist á jöklinum ef
hann hefði ekki sleðahunda og
fengi engar birgðir aðsendar.
Líkamsburðir mannanna eru
ekki meiri. Vísindamenn hafa
mikið velt vöngum yfir vélum sem
bera orkuforðann sjálfar og hreyf-
ast fyrir eigin vélarafli (bílar,
flugvélar og svo framvegis).
Fundist hafa ákveðin lögmál um
hámarksafköst slíkra véla og það
sem meira er: þessi lögmál gilda
líka um heimskautsferðalanginn
sem og önnur mannleg afköst.
Flugvél flýgur þar til bensínið
sem henni tekst að koma á loft er
þrotið (að slepptum áfyllingum í
lofti). Maður á leið yfir Græn-
landsjökul kemst ekki lengra fyrir
eigin afli en matarbirgðirnar
duga sem hann hefur með sér við
upphaf ferðarinnar. Fram til
þessa hafa vistirnar ekki með
Thómaseth Peróní og Schrott á leiðarenda. Qrin sýnir leiðina sem þeir fóru: 1400 kilómetra á 88 dögum.
Ekki var farteskið beysið. Samkvæmt öllum kenning- kílómetra af 1400. Þeir reyndu að nota seglbúnað til
um áttu þremenningarnir ekki að komast nema 500 að létta ferðina en gáfust upp fyrir vindröstinni.
8 Víkan jo. tbl. Nákvæmur orkubúskapur skipti sköpum í ferðinni.