Vikan


Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 9

Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 9
ILANDSJÖKLI nokkru móti enst lengur en 500 kílómetra. Allir sem hafa ferðast lengri vegalengd en 500 kílómetra á jöklinum fengu vistir sendar með flugvélum eöa tóku þær úr birgða- stöðvum sem áður hafði verið komið upp. Svo hafa margir látið sleðahunda draga matarbirgðirn- ar og jafnvel étið hundana þegar allur matur var þrotinn. Týrólabúarnir þrír, Róbert Peróní (39 ára), Pepí Schrott (32 ára) og Wolfgang Thómaseth (33 ára), létu sér allt slíkt í léttu rúmi liggja. Hinn heimsfrægi Wegener- Koch leiðangur var tvö ár á leið- inni yfir jökulinn á sömu slóðum en í þeirri ferð voru hestar notaðir til að draga vistirnar. Þremenn- ingarnir fóru leiðina sem kortið sýnir, 1400 kílómetra, á 88 dögum. Ofurhugarnir voru sannast sagna alls ekki fífldjarfir. Þeir höfðu úthugsað ferðina í smá- atriðum og sömdu áætlunina í samræmi við rannsóknir: Sterkur maður getur við misjöfn snjóaskil- yrði farið af stað meö allt að 100 kílóa sleða ef þunginn minnkar stöðugt á leiðinni. Og ef samsetn- ingin er alveg hárrétt, ekki einum buxnahnappi of mikið, mega 40 af þessum 100 kílóum fara í sleöann og útbúnað allan. Peróní og félögum tókst að skera þessi 40 kíló niður um þriðj- ung með því að nota títan-málm í allan búnaðinn. Þessi málmur er bæði léttari en sambærilegir málmar og hann hentar betur vegna þess hve hann er þéttur í sér. Þéttleikinn veldur því að sleði úr títan rennur betur og því er hægt að hlaða meiru á hann en sambærilega heimskautasleða. Samkvæmt læknisfræðilegum rannsóknum þarf maðurinn 6000 til 7000 kaloríur á dag til að geta skilað hámarksafköstum við heimskautaskilyrði. En þessi for- múla miðast við venjulega fæðu sem er melt á venjulegan hátt. Þremenningarnir létu sér nægja 3000 kaloríur á dag. Þeir lifðu á sérstöku fæði sem skilar nær helmingi meiri orku en venjulegur matur. Þeir nærðust á Biosorbin MCT sem er mjög fjörefna- og eggjahvítuefnaauðug fæða og inni- heldur svo til engin útskilnaöar- efni. Biosorbin MCT samanstend- ur af auðmeltum fituefnum sem fara beint út í blóðið, stoppa stutt við í maganum og taka því litla orku í meltinguna. Ferðin sjálf gekk ekki áfalla- laust. Strax á fyrsta degi fundu þeir fyrir taumlausum óttanum, þegar maður stendur með Norður- Atlantshafiö að baki og framund- an eru 1400 kílómetrar. Þeir þurftu að bera hvem sleða fyrir sig yfir jökulsprungurnar upp af ströndinni. Pepí Schrott var næst- um horfinn ofan í jökulsprungu. ísinn yfir henni brast en á síð- asta augnabliki sló hann örmun- um beint út og hinum tókst að draga hann upp á brúnina. Fyrir leiðangursbyrjun höfðu þeir gert með sér samning um að sá sem veiktist eða slasaðist illa yrði skil- inn eftir — siðlaus og ólöglegur samningur. Þeir komust ekki nema 100 metra fyrstu 12 klukkutímana. En eftir það fór aö ganga betur og ferðuðust þeir allt að 3 kílómetra á dag þar til komið var upp á hálend- ið á þrítugasta degi. En Wolfgang Thómaseth losnaði aldrei við ótt- ann um að illa færi, honum leið djöfullega það sem eftir var ferðarinnar. Uppi á hálendinu komust þeir upp í 14 kílómetra á dag og á 36. degi ákvað Peróní að skilja 30 kíló af vistum eftir, þeir höfðu sam- kvæmt öllum útreikningum vel efni á þessu. En Thómaseth varö viti sínu f jær af hræðslu og öskraði að þeir mundu drepast. Pepí Schrott hafði hins vegar lagt traust sitt á leiðangursstjórann Peróní svo að áfram var haldið með minni vistir. Mest kvöldu kyrrðin og tómið ferðalangana. Á jöklinum var ekkert líf, á hverjum degi sást bara ísbreiðan í allar áttir og flat- ur sjóndeildarhringurinn. Peróní varð var við ofskynjanir þegar fjórar vikur voru liðnar. Á 65. degi fylltist hann ótta um að þeir hefðu farið vitlausa leið og tapaði næst- umþví stjórnásér. En á 70. degi fór að halla undan fæti. Félögunum þrem létti óum- ræðilega, þeir voru komnir yfir hálendið. Fimmtán dögum síðar komu þeir að Igdlulik-þorpi og urðu fyrir áfalli. I þorpinu var engin sála. Þeir höfðu tekið vit- lausa stefnu. Matarbirgðirnar nægðu til eins dags í viðbót en þeir áttu fyrir höndum fimm daga ferð að næsta þorpi fyrir sunnan. En síðdegis tókst Thómaseth að skjóta ungan sel og þeir héldu veislu. Síðan komust þeir á leiðar- enda án frekari áfalla. En hvað höfðu þeir upp úr þessu öllu? I fyrsta lagi prófuðu þeir nýjan búnað og klæðnað sem virðist hafa gefið góða raun. En leiöangurs- stjórinn segir aö ferðin hafi haft annað og meira gildi fyrir sig. Hann líti lífið öðrum augum, hafi aðra afstöðu til matarneyslu og drykkjar, trúhneigðar og dauð- ans. Peróní segist hafa fundist hann vera frjáls eins og fuglinn á þessu ferðalagi. Annað mat leggur Thómaseth á ferðina. Honum fannst hann allan tímann vera fangi kringumstæðn- anna með enga undankomuleið. Frelsið er meðal annars spurning um sjónarhorn, segir vestur- þýska tímaritið Spiegel í frásögn af leiðangri þremenninganna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.