Vikan


Vikan - 26.07.1984, Side 13

Vikan - 26.07.1984, Side 13
vinnustofu Leifs Breiðfiörðs glerlistarmanns Ljósmyndir: Ragnar Th. „Við erum hér oft öll fjögur. Sig- ríður, konan mín, hefur unnið með mér í tæknilegri útfærslu gler- myndanna síðan 1971. Hún er aö blýleggja, tinkveikja og ganga frá verkunum. Annars er hún vefari og vinnur að vefnaöinum heima en kemur svo inn á milli til mín í gler- listina þegar verk er tilbúið til tin- kveikju og blýlagningar. En auð- vitað þurfum við hvort í sínu lagi að vinna að okkar listgreinum og verðum því að skipuleggja vinn- una vel fram í tímann til að dæmið gangi upp hjá okkur báðum. Við þurfum helst að vita nokkurn veg- inn hvernig þróunin veröur í verk- unum hjá okkur þannig að það má segja að við vitum alltaf nákvæm- lega hvað hitt er að gera. En við vinnum saman við hönnunina á myndvefnaðinum þótt ég komi nú ekki nálægt vefstólnum, ég læt Sig- ríði um hann. Ég er stundum Gluggi Fossvogskapellu með hádegisbirtu í baksýn. Leifur hefur þótt sýna sérstaka natni þegar hann gerir glermyndir fyrir einkaaðila og gerir þá myndir sínar í stíl við þau húsgögn og þær innrétting- ar sem eru í herberginu. Hér varð að taka tillit til stofu með nýtísku hús- gögnum. 30. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.