Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 17
Vísindi fyrir almenning
Harry Bðkstedt
Einkaréttur á fslandi: Vikan
Tvenns konar fita
Fjóröungur þeirra kvenna sem
hættir til að fitna úr hófi safnar
holdum á kroppinn ofanveröan,
frá mitti og upp úr, en annar
fjórðungur verður sver neðan til.
Afgangurinn af þeim konum sem
stríða við holdafarið setja auka-
kílóin nokkuð jafndreift utan á sig.
Þetta hefur ekki einungis
tvenns konar útlit feitra kvenna í
för með sér. Hér er nefnilega um
að ræða tvær gerðir af fituvef. Það
er auðveldara að losna við fitu
sem situr á efri hluta líkamans
með því að fara í megrunarkúr en
hina. Jafnframt er konum af
þessu tæi hættara við sykursýki,
svo mjög að oft er ástæða til þess
að leita að einkennum hennar hjá
konum sem berjast við þessa
tegund offitu.
Við læknaskólann í Wisconsin í
Milwaukee hafa farið fram rann-
sóknir á þessu undir stjórn Ahmed
H. Kissebah. Niðurstöðurnar voru
birtar í tímariti um hormónafræði
og efnaskipti, Journal of Clinical
Endocrinology and Metabolism,
og sagt frá þeim í tímaritinu
Science.
1 hóp, sem í voru 52 konur,
voru óvenjumargar feitar ofan til
eða 25. Meira en helmingur þeirra
var með fyrstu einkenni um
sykursýki og nokkrar þeirra
þjáðust af sjúkdómnum á háu
stigi. Hjá þeim sem höfðu eðlilegt
holdafar eða voru mjaðmamiklar
og þykklæraðar fundust engin
merki um sykursýki.
Nú eru brátt liðin 10 ár síðan
menn uppgötvuðu við háskólann í
Marseille að konum sem safna
holdum ofan mjaðma er hættara
við sykursýki en öðrum. Á þetta
voru síðan færðar sönnur í
rannsókn á 15000 amerískum
konum sem framkvæmd var af
Ahmed H. Kissebah og samstarfs-
mönnum hans árið 1980. Það sem
nú var sýnt fram á, auk þess sem
áður var vitað, er að þessi
mismunur í tilhneigingu til holda-
söfnunar byggist á mismun í
frumugerð.
Það sem gerist þegar fólk
fitnar er að fituvefurinn stækkar.
Hann er geröur úr frumum sem
taka til sín fitu, framleiða hana og
geyma (sem telst vera varaforði
er líkaminn þarf á aukaorku að
halda).
Til að byrja með myndar feitin
örlitla dropa í fryminu. Þeir
stækka siðan og að lokum fylla
þeir í raun alla frumuna. Hún lítur
loks út eins og hnöttótt blaðra þar
sem frumukjarninn er kominn út
að vegg og lítur nánast út eins og
varta utan á frumunni.
Talað er um offitu eða yfir-
þunga þegar fjóröungur líkamans
er fituvefur. I verstu tilfellum
getur allt að helmingur líkams-
þungans verið skvap!! Umfram-
birgðir fitu geta verið með tvennu
móti:
Þær geta byggst á miklum
fjölda fitufrumna án þess að hver
einstök þeirra sé mjög stór. Fitu-
söfnun af þess tæi á sér rætur í
æsku og byggist á ofneyslu kol-
vetna.
Önnur tegund fitubirgða
byggist á því að fitufrumumar
verða sífellt stærri og fyrirferðar-
meiri. Offita af þessu tæi orsakast
af ofáti á fullorðinsárum.
I raun og veru er þetta ekki
svona einfalt. Fyrir nokkrum
árum sýndi ameríski
vísindamaöurinn Jules Hirsch
fram á að „fjölfrumuoffita” getur
komið til á fullorðinsárum. Enn er
umdeilt hvort erfðir skipta ein-
hverju máli i þessu sambandi.
Þeir sem stóðu að fyrrnefndri
rannsókn í Milwaukee hafa sýnt
fram á að holdafar kvenna er
mismunandi eftir því hvora
tegund fitufrumna þær hafa. Þær
sem eru hvað holdugastar ofan til
— um mitti, brjóst, handleggi og
háls — hafa fitubrigðir sínar
geymdar í fáum en stórum fitu-
frumum. Hjá hinum er fituforðinn
í fjölmörgum smáum frumum.
Þessi mismunur hefur vissar
afleiöingar þegar kemur til
megrunarkúrsins. Það er mun
léttara að fá hinar stóru fitu-
frumur til þess að láta af hendi
forða sinn en að fækka í forðabúri
hinna mörgu smáu.
Þetta hefur í för með sér að það
er auðveldara fyrir konur sem eru
feitar ofan til að megra sig en þær
sem eru miklar niður um sig. Þær
sem eru jafnfeitar um allan
kroppinn geta aftur á móti orðið
fyrir þeirri reynslu að þær verði
mittismjóar og hálsnettar en verði
áfram með búsældarlega þjó-
hnappa og læri.
Vilji einhver kanna í hvorum
flokknum hann eða hún er er ráð-
lagt að bregða málbandi um mitti
sér og deila í það með mjaðma-
málinu. Fái viðkomandi stuðulinn
0,7 er holdafarið eða dreifing þess
eðlileg. Ef stuðullinn er lægri en
0,7 er viðkomandi í flokknum
„feitur niður um sig”. Hjá fólki
með stuðulinn 0,85 og hærri er fitu-
söfnunin svo áberandi bundin við
efri hluta líkamans að Kissebah
telur ástæðu til þess að athuga
hvort ekki finnist merki um sykur-
sýki.
1 Bandaríkjunum eru 40%
kvenna of þungar. Eftir niðurstöð-
um Milwaukee-rannsóknarinnar
eru 10% feitar ofan til á kroppnum.
Það þýðir að þeim er átta sinni
hættar við því að fá sykursýki en
öðrum konum.
Eins og alltaf í sykursýki er
þetta tengt insúlíni. Það er
hormón sem gerir frumunum
kleift að taka til sín sykur úr blóð-
inu.
Insúlín verkar á frumurnar
með því að tengjast á ákveðnum
stöðum á frumuveggnum við svo-
kölluð tengi. Nú er vitað að þessi
tengi hverfa þegar fitufruman
þenst út. Insúlínið í líkamanum
verður því ekki eins virkt. Hjá því
fólki sem hefur fyrir tilhneigingu
til sykursýki verður afleiðingin sú
að blóðsykurinn eykst. Þetta er
eitt af mikilvægustu einkennum
sjúkdómsins.
Ef takast má að minnka um-
fang fituforðans, það er að draga
úr stærð fitufrumnanna, hverfa
sjúkdómseinkennin. Raunar fer
strax að draga úr þeim og fólk
byrjar að megra sig samkvæmt
því sem Jesse Roth heldur fram en
hann er einn af fremstu vísinda-
mönnum á þessu sviði.
Hjá karlmönnum er fitan ekki
eins breytileg og hjá konum.
Venjulega situr skvapið á miðjum
líkama karla, „björgunarhringur”,
ístra. Karlmenn eru sem sagt yfir-
leitt „ofanfeitir”. Samkvæmt
nýjustu rannsóknum ætti þeim því
aö vera hættara við sykursýki en
konum. Enda reyndist það vera
svo.
Samt sem áður virðist sykur-
sýki vera jafnvel algengri hjá
ofanfeitum konum en hjá körlum.
I tímaritinu Science er þeirri
spumingu varpaö fram hvort það
geti verið skýringin að í líkama
þessara kvenna er miklu meira
magn af karlhormóninu testóster-
on en eðlilegt er? *
Kannski ræðst landafræði
skvapsins af þessu hormóni? Það
er að minnsta kosti vitað frá fyrri
rannsóknum að mikið testósteron-
magn í líkamanum getur valdið
sykursýki.
30. tbl. Vikan 17