Vikan


Vikan - 26.07.1984, Page 19

Vikan - 26.07.1984, Page 19
Paul Strohm Rétt fyrir dögun hélt ég Ellie í faðmi mínum og gladdist yfir því að hún vildi giftast mér... og ég hugsaði um föður minn liggjandi í rúmi sínu í her- berginu við hliðina á okkar, einmana mann sem beið þess að ég segði eitthvað til að brúa bilið milli okkar. ÉG VAR hálfsofandi þennan laugardagsmorgun og mér fannst ég heyra fööur minn kalla á mig: „Faröu á fætur, Carl!” Ég minntist fótataks hans í stiganum, hvernig hann kom inn með upp- gerðarglaðværð og dró sængina ofan af mér. „Á fætur með þig!” sagði hann um leið og hann tók í sængina. Einmitt þá hringdi útvarps- klukkan mín. Ég slökkti á henni en hann var horfinn. Ég var þrjátíu og tveggja ára og einn. Ég lá í rúmi í herbergi í Chicago á heitum júnídegi. Ég mundi eftir draumnum á meðan ég fór í sturtu. Ég hafði hana kaldari en venjulega og svo hringdi síminn. Áreiðanlega Ellie, hugsaði ég. Ég ákvað að þurrka mér áður en ég hringdi til hennar. Það var of mikill raki inni á baði til að þurrka sér almennilega svo að ég vafði handklæðinu um mittið og fór fram og hringdi til hennar. „Þú sefur símann af þér,” sagði hún. „Og ég hef veriö á fótum í klukkustund.” Ég leyfði henni að halda þetta. „Okkur getur öllum mistekist.” „Eigum við að fara?” sagði hún. „Auðvitað.” „Kannski við ættum að búa á hóteli.” „Ég sagði að við ætluðum aö gistahjáhonum.” „Hvaðsagðihann?” „Hannsagði: Gott.” Ellie spyr margs því að hún treystir mér ekki í tilfinninga- málum. Ég vissi að ég hafði sært hana í fyrra þegar ég bað hana ekki um að vera við jarðarför móður minnar. „Það hefur aldrei neinn haldið að jarðarfarir væru skemmti- legar,” sagði hún „en fólk á að mæta saman við þær.” „Við erum alltaf að skipta ein- hverju milli okkar,” sagði ég. „Eins og sunnudagsblaðinu.” „Ef maður deilir kjörum á maður að deila að fullu. Ekkert má undanskilja.” Ég fór út með grautinn minn og leit yfir garðinn. Starrarnir voru áleitnir við fræin og ég hafði búið til fuglahræðu en hún var of falleg, minnti á heilagan Frans sem fagnaði öllum fuglum. Ég fór inn og skildi eftir auka- skammt handa Ho frænda, kettinum mínum, settist svo niður og hringdi í Roy í búðinni. „Gleymdu ekki listanum.” „Auðvitaö ekki, Carl. Vertu nú rólegur og skemmtu þér vel. ” ÉG SAGÐI sjálfum mér að það væri einhver vitglóra í þessu. Ég hafði ákveðið aö fara í ferðalag því að allir gerðu grín að því að ég tók mér aldrei frí. Ég læsti og ók heim til Ellie. Hún kom út með ljósa ferðatösku. „Hvers vegna?” spurði ég því að hún kann betur við bakpoka. „tJt af engu, ” sagði hún. 30. tbl. Vlkan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.