Vikan


Vikan - 26.07.1984, Page 21

Vikan - 26.07.1984, Page 21
Heimkoman 1980 eða E1 Salvador... alltaf fundum við eitthvert þrætuepli. En nú kom Ellie úr eldhúsinu og ljósin slokknuðu áður en hún haföi sest. „Við Ruth vorum alltaf vön að hátta um þetta leyti svo að þau eru stillt svona,” sagði pabbi. Við risum þegjandi á fætur og fór- um að stiganum. Ellie tók um handlegg pabba á stigapallinum. „Carl dáir yður mjög, hr. Haffner,” sagði hún. Pabbi bauð kurteislega góða nótt en það var vantrúarsvipur á andliti hans. „Þú gekkst of langt,” sagði ég þegar við vorum komin inn. „Þú dáist að honum samt. Og þú gerir hluti sem hann gæti verið hreykinnaf.” „Eins og að selja mikið?” „Ca-rl.” Ellie sagði nafn mitt eins og tveggja atkvæða orð. „Við- urkenndu fyrir föður þínum að þú hefur vinnu. Viðurkenndu fyrir mér að þú átt föður. Viðurkenndu fyrir kettinum þínum að þú eigir... hvað svo sem ég nú er, vinkonu. ” „Ég veit ekki hvort Ho þyldi það.” „Þá það, en viðurkenndu hitt.” „Eigum viö ekki að fara að hátta?” Ég ýtti henni vongóður að öðru rúminu. „0, nei — ekki meðan við erum að þræta!” „Hvað ef ég segi kettinum mín- um frá sambandi okkar? ” „Það væri góð byrjun.” „Byrjunáhverju?” „Á að lifa lífinu. I tíu ár hefurðu lifað eins og munkarnir frá 999 eftir því að heimurinn endaði. En veröldiner enn til.” „Halló, heimur,” sagði ég og kyssti hana. „Þetta erútúrdúr.” „Ég gæti ekki gert neitt kyn- ferðislegt hérna innan um öll skrípablöðin mín.” Við fórum upp í rúm og Ellie steinsofnaði. Ég lá andvaka og hugsaði. ÞAÐ VAR byrjað að daga þegar ég vaknaði milli Ellie og veggfóð- ursins með landakortunum. Ég færði mig í rúminu. Ellie andaði rólega. Ég hafði ekki skilið að það var tilfinningalegs eðlis að fara með hana heim. Var það síðasta sniðuga bragðið mitt að koma með Ellie hingað? Hæ, pabbi, sjáðu — sýna hana og svo beint upp í rúm með hana. Var þetta einhvers konar ödipusarhefnd? Ellie bærði á sér og ég settist upp og snerti hana léttilega. Kannski er útskýringin auð- veldari, hugsaði ég — kannski er hún tengiliður milli okkar pabba. ALLTAF ÞEGAR ég fékk góða einkunn eða verðlaun í skólanum þegar ég var krakki þagði ég yfir því. Ég skildi það einhvers staðar eftir í þeirri von að einhver sæi það og varö svo reiður þegar það gerðist. Eg hugsa að ég hafi verið ánægður með að Ellie sagði pabba að ég stæði mig með ágætum í vinnunni. Það er kannski heldur betra að vera launalaus blaðafull- trúi en peð í ödipusarleiknum... en aðeins ögn. „Heyrðu,” sagði ég og ýtti við henni, „hvað segirðu um að taka þetta alvarlegar með okkur? Eins og að flytja saman eða giftast eða eitthvað.” „Ha?” „Ég var að tala um að búa sam- aneðagiftast.” „Giftast?” „Hvort öðru.” „Já, já...” Hún sofnaði aftur ef hún hafði þá nokkru sinni vaknað. Hafði hún heyrt eitthvað af þessu? Og hvar stóð ég? Var ég trúlofað- ur maður? Kannski myndi hún ekkert þegar hún vaknaði. Eða ég gæti sagt henni að hana hefði dreymt þetta og kennt sósunni um allt. En þaö var eitthvað svo lág- kúrulegt við slíka framkomu. „Ég stend við það ef hún man eftir því,” sagði ég við sjálfan mig. „Ég finn upp á einhverju ef hún hefur gleymtþví.” Loftkælitækið byrjaði að suða og ég breiddi ofan á Ellie. Svo fór ég í buxurnar og fram á gang. Ég fór að herbergisdyrum föður míns og nam þar staðar. Eg heyrði eng- ar hrotur þó að mamma héldi því alltaf fram að hann hryti. Kannski sat hann upp við dogg og las göm- ul tímarit. Ég sneri húninum og fór inn. Smábirtu lagði inn milli glugga- tjaldanna. Faðir minn lá sofandi á bakinu og andaði hljóðlega. Ég horfði á andlit hans. Það var rólegt en sterklegt þó að ég reyndi að finna einhvern svip með okkur. Stóru fæturnir voru eins og tvö smátjöld við rúmgaflinn. Mamma sagði mér einu sinni að hún hefði grátið á spítalanum þegar hún sá að ég fengi alveg jafnstóra fætur og hann. Svo að fætumir voru fyrstu svik mín — fyrstu táknin um að ég væri bland beggja. Mér hætti til að hafa sama álit og hún — þó að fæturnir á mér sýndu svo ekki varð um villst af hverjum ég var kominn. Þegar ég var fimm eða sex ára var hann vanur að fara með mig í verksmiðjuna, á kaffistofu starfs- fólksins, og kaupa handa mér appelsín (mamma var á móti kóki) og franskar kartöflur. Vinir hans komu að borðinu og tóku í hönd hans og sögðu að ég væri mjög líkur honum — eins og til að hrósa erfðaeiginleikum föður míns — og ég brosti feimnislega þó að ég vissi vel að ég væri alveg eins og hún mamma. Einu sinni gleymdi pabbi appel- síninu og ég snökti ögn á heimleið- inni. Hann tók eftir því og ég skammaðist mín og fór að gráta, en hann sneri orðalaust við og fór með mig til baka og keypti eina flösku handa mér og aðra handa sér. Stundum grét mamma mín og stundum grét ég. Pabbi fékk aldrei að gráta — því að hann notaði svo stóra skó og var í ábyrgðarstöðu. Hann var alltaf óviss og hikandi heima um helgar. En mér fannst hann örlagavaldur í kaffistofunni með plast- borðunum þegar stóru mennirnir komu til að heilsa honum. ÞESS VEGNA var hann sífellt að senda mér greinar úr Time Maga- zine eða Business Week sem greindu frá því hvernig fyrr- verandi vinstrimenn höguðu sér núna. Nei, ég vildi ekki lifa eins og hann. Enmérvar sama þó að hann vissi aö verslunin gengi vel. Kannski eru erf ðir annað og meira en stórir fætur eða útstæð eyru... Hann myndi kannski skilja það ef ég segði honum að ég hefði verið að hugsa um stóra sam- steypuverslun þar sem allir starfsmennirnir eiga sinn hlut og ég vinn fyrir þá og fæ hluta af ágóðanum. Það var kannski ekkert athugavert við að segja þetta við morgunverðarboröið. Þá hefðu pabbi og Ellie um eitthvað að tala ef þau vildu endilega tala ummig. Nokkrar dúfur kurruðu undir þakbrúninni og ljósgeisli féll á gólfið við rúmgaflinn. Ég vildi að þessi dagur yrði góður fyrir okkur þrjú og ég vildi að hann byrjaði vel. Ég kom við handlegginn á pabba. „Það er kominn dagur,” sagði ég. „Á fæturmeðþig.” 30. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.