Vikan - 26.07.1984, Síða 28
,,Guðbless
og miki! ást"
Pakki frá útlöndum minnir allt-
af dálítiö á jólin. I skömmtunar-
kreppu eftirstríðsáranna var
öfundsvert ævintýri aö eiga
frænda eöa frænku í útlöndum.
Snemma í desember tóku aö ber-
ast til landsins vandlega umbúnir
pakkar og eftirvæntingin fór vax-
andi í barnshjartanu. Á jólunum
kom svo ýmislegt í ljós: upp-
trekktir bílar, pissudúkkur sem
grétu og sögðu mamma, kúlu-
tyggjó og amerískt súkkulaði.
Þótt nú séu búöir og kaupfélög full
af öllum heimsins lystisemdum
fannst blaðamanni eitt andartak
um daginn aö hann væri horfinn
aftur til þessara dýröardaga
■3 1 i r. ^ ^ / '
« 1 ! f fc w ■
í I* u
bernskunnar. Við fréttum nefni-
lega af góðum frænda í Ameríku
sem sendi lítilli frænku sinni á ís-
landi gjöf sem tekur flestu fram
sem viö höfum séö af þessu tæi.
Frændinn í Ameríku heitir Emil
Gíslason, sonur Jens Gíslasonar
og rekur hann forngripaverslun í
Seattle í Washingtonfylki. Litla
stúlkan, sem fékk dúkkuhúsið í
fimm ára afmælisgjöf, heitir Guð-
björg Ásta Stefánsdóttir og er
barnabarn Bjöms Stefánssonar,
fyrrverandi kaupfélagsstjóra, en
þeir Björn og Emil eru systkina-
synir.
Umbúðirnar utan um húsiö eru
ekki síður skemmtilegar. Lesend-
ur skulu hafa það í huga þegar
þeir lesa það sem á kassanum
stendur að Emil er borinn og barn-
fasddur í Ameríku og hefur búið
þar allt sitt líf. En bæði í áletrun-
unum á kassanum og í hinu glæsi-
lega húsi er það samt alúðin og
gæskan sem hrærir í manni
hjartaræturnar. Um leið og Vikan
óskar Guðbjörgu Ástu til ham-
ingju með afmælið þökkum við
Emil Gíslasyni fyrir að gefa
lesendum Vikunnar þátt í einlægri
barnslegri gleði yfir fallegum
hlut. En látum myndirnar tala.
28 Vikan 30. tbl.