Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 32

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 32
Til þess svo að undirstrika augun — gera þau sterkari í andlitinu má neyta margra bragða. Eitt þeirra er að nota farða til skerpingar. Þaö var reyndar löngu áöur en nokkru skáldi flaug í hug að hægt væri að skrifa ljóð að kvenfólkið hafði gert sér grein fyrir áhrifa- valdi augnanna og fundið ráð til að gera þau greinilegri í andlitinu. Fornegyptar máluöu útlínur augnanna til að ná möndlulagi og Ind- verjar notuðu kol til að gera dökk augu enn dekkri. Á átjándu öld notuðu konur viö frönsku hirðina alls kyns farða til að skerpa augun og púöur í kring til að auka áhrifin. Á dögum Elísabetar fyrstu rökuðu konur augnabrúnirnar burtu til að líkjast henni sem allra mest og best — sjálf hafði blessuö drottningin hárvöxt af skornum skammti. Á Viktoríutímanum þótti heldur slæmt aö nota fegrunarlyf, þau töldust í meira lagi ósæmileg þar tU leikkonan Lillie Langtry braut ísinn með hressilegri augnförðun — auðvitað samt hádramatískri — á frumsýningu. Og um 1915 sá Elizabeth Arden sér leik á borði. Fram að þeim tíma höfðu konur eingöngu notað lit í kinnarnar til að hressa upp á útlitið. Hún setti á almennan markað augnskugga og augnháralit sem náði skjótt almennum vin- sældum. Fyrirtæki hennar er með allra elstu slíkum í heiminum en Bourjois í Frakklandi er þó enn eldra. Það var árið 1863 að Alexandre Napoléon Bourjois fór að selja andlitsfarða, aöallega þó Erlend skáld eins og Byron, Shelley og Keats verða líka að teljast í hópi þeirra sem féllu í gryfjuna, varð bara meiriháttar tíðrætt um augu og sumir töldu augnlit og litbrigði þeirra segja meira en lítið um persónuleika hvers og eins. Einu gildir á hvaða tíma þessi skáld voru uppi, allra tíma menn hafa litið augun alveg sérstök- um augum. Rómantíkin kemst sjald- an jafnhátt og i líkingum tengdum sjá- öldrum mannskepnunnar — einkum þó þegar kvenpeningurinn er til um- ræðu — og jafnvel á tímum bítla, hippa og stúdentaóeirða voru augun í hávegum höfð í skáldskapnum. Eldra fólkið þótti með eindæmum púka- legt, tónlist þess og skáldskapur hreinlega væminn. En hvað sögðu svo síðhærðir og lítt hefðbundnir strákar í Keflavík á þeim róstutímum? Goð jafnaldranna og tákn uppreisnarinnar í þeirra augum sungu þeir fullum hálsi: „Bláu augun þín..." — og þessi bláu augu Ijómuðu að þeirra dómi,,... líkt og stjörnur tvær". Og íslenska þjóðin söng með. Þarna var á ferðinni ein alhefðbundnasta líkingin — kven- augu samasem stjörnur — var þá kyn- slóðabilið ekki jafnbreitt og af var lát- ið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.