Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 35
11 Draumar
Neyðarkall
Kæri draumráðandi.
Eg skrifa þér í algjörri neyð og
vona að þú getir hjálþað mér.
Þetta er kannski svolitið óvenju-
leg saga og ég á erfitt með að út-
skýra hana. En hún byrjaði öll á
draumi sem mig dreymdi fynr
nokkrum mánuðum. Mér fannst
ég vera að keyra niður Lauga-
veginn ásamt vinkonum mínum
(ég er ekki komin með bílþróf en
ég átti að hafa fengið sérstakt
leyfi frá lögreglunni til að keyra
þennan eina dag). Það var ösku-
dagur. Við keyrðum að stað þar
sem í gangi var smámiða-
haþþdrætti og dregið á staðnum.
Vinkona mín keyþti sér miða og
vann á hann bíl, Mazda 323,
mosagrænan. Og við keyrðum
áfram og þegar við komum að
horni rauðu girðingarinnar hjá
Eimskiþ var bíllinn þar ásamt 3
mönnum, einum miðaldra og
tveim strákum, 2—3 árum eldri
en ég er. Við löbbuðum allar út
og fórum að sþjalla við þá. Eg
sþurði annan strákinn að nafni
og hann sagðist heita Kiddi.
Hann þekkti vinkonur mínar en
ekki mig. Eg er handviss um að
ég þekki þennan strák í
raunveruleikanum þó ég komi
honum ekki fyrir mig og ég er
ekki viss um að hann heiti Kiddi
eins og ídraumnum.
Síðan mig dreymdi þennan
draum hefur mig dreymt þennan
strák á hverri nóttu og margar
tegundir af draumum. Oftast
finnst mér hann vera að vara mig
við einhverju en ég næ aldrei
hverju. Einu sinni hefur mér
fundist hann sárbœna mig um
hjálþ en ég gat ekki af einhverj-
um ástœðum hjálþað honum.
Nokkrum sinnum höfum við
verið í kirkju, þá alveg hvít-
klædd með fullt af hvítum log-
andi kertum í kringum okkur.
Hann gaf mér hring með hvítum
steini en varaði mig um leið
við einhverju. Margar fleiri út-
gáfur hafa verið af þessum
draumum. Nær alltaf varar hann
mig við einhverju sem ég næ
ekki hvað er. Eg bið, svaraðu
mér, þú mátt mjög gjarnan
stytta bréfið. Þetta er eflaust
mjög ruglingslegt allt en ég veit
ekki hvernig ég á að útskýra
þetta, ég er handviss um að ég
þekkiþennan strák. Hvað á ég að
gera? Hvað þýðir þetta? Hvert á
ég að snúa mér um hjálþ? Þetta
ásækir mig.
S.O.S.
Meginefni þessara drauma
allra er að að þér sækja einhver
óvildaröfl, og þú skalt vera á varð-
bergi gagnvart þeim sem vilja
þér ekki vel, óvild, erjur, ef til
vili heimiliserjur, og jafnvel að
einhver vilji gera þér einhvern
grikk (þú ert þó í engri hættu
stödd og það vill enginn skaða
þig líkamlega). Hatrammar
deilur gætu sprottið upp út af
þér.
í draumunum kemur enn-
fremur fram að einhver (þessi
strákur sem þú kemur ekki fyrir
þig — eða einhver annar) ber
mjög sterkar/heitar tilfinningar
til þín. Framundan gætu verið
talsverðar sviptingar í einkalífi
þínu og þú verður sannarlega að
vera á varðbergi ef einhver vill
koma höggi á þig, klekkja
einhvern veginn á þér. Þarna
gætu verið fieiri en einn á ferð og
ástæðurnar sennilega afbrýði og
öfund.
Það er fremur erfitt að lesa
þinn þátt út úr þessum
draumum. Annaðhvort reynir
þú að komast hjá því að horfast í
augu við þetta eða þú gerir þér
ekki grein fyrir því á þessu stigi,
það er ekki komið fram.
Þegar þú færð þessa ráðningu
ættu þessir draumar að hætta að
ásækja þig, skilaboðin eru komin
til skila, og það er ekkert nema
gott um viðvaranir í draumum
að segja. Þú þarft ekkert að fara
að tortryggja allt og alla, það
ætti að vera nokkuð skýrt hver
eða hverjir eiga í hlut og þú skalt
bara taka þessu með þeim fyrir-
vara að láta það ekki gera þig
svartsýna. Ef þig dreymir meira
og frábrugðið þessu skaltu skrifa
aftur.
Á skipi í höfn
með rottum og
selum
Kæri draumráðandi.
Viltu ráða þennan draum fyrir
mig?
Mér fannst ég vera stödd um
borð í stóru skiþi. Það var ekki á
ferð heldur lá við landfestar
einhvers staðar í fallegri höfn
einhvers staðar í stórborg t
Evróþu fannst mér, ef til vill inni
ílandi.
Mér fannst ég standa úti á
dekki og horfa út fyrir borð-
stokkinn ásamt einhverju fólki
sem ég kann nú ekki meira en
svo skil á. Sjórinn var frekar
sléttur og tær og mér fannst allt í
einu einhver stór fltkUi koma
syndandi, sennilega svona sjö að
tölu. Eg var að þœla í hvað þetta
væri og þá var mér sagt að þetta
væru sennilega rottur. Þær voru
alveg á stærð við stóra hunda og
mjög fallegar. Eg er eitthvað að
furða mig á því hvað rotturnar
séu nú fallegar, snjáldrin minni á
seli. En þá finnst mér, við nánari
athugun, að þetta séu selir, ekki
rottur, og snjáldrin enn mjög
falleg. Það var sérkennilegt að
dýrin komu syndandi í hálfhring
beint að skiþinu en virtust ekkert
ætla að ráðast til uþþgöngu,
frekar eins og þau væru^forvitin.
Meira var það nú ekki en nú vona
ég að þú getir ráðið þetta fyrir
mig. Þessi draumur er Ijóslifandi
fyrir mér enn þó tvœr vikur séu
síðan mig dreymdi hann.
Eyrirfram þakkir fyrir
ráðninguna,
Brynja.
Það eru einhverjar fyrirætlanir
að vefjast fyrir þér og engu líkara
en þú hreinlega þorir ekki í
framkvæmdir. Ólíklegt er að
þarna sé um hrein einkamál að
ræða því það eru þarna fleiri en
þú á sama báti. Flest bendir til
að þessi ótti reynist ástæðulaus
og andstæðingarnir óvenjulega
vinveittir. Gættu þess þó að
vanmeta ekki aðstæður. Ef þið
farið að stefna að hlutum sem
skarast er grunnt á afbrýði-
seminni. Eins og málin standa
virðist lítil hætta á því á
næstunni. En greinilegt er að
haft er vakandi auga með öllum
aðgerðum þínum og samstarfs-
manna þinna.
MAKXLAoíft/\
FÉLAfrrt)
— Nei, heyrðu mig, væni — svo makalaus erum við nú ekki!
30. tbl. Vikan 35