Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 38
Slúður
Joanna Cassidy:
I
Hún hreppti hið eftirsóknarverða
kvenhlutverk í UNDER FIRE!
Hlutverk Joönnu Cassidy í kvik-
myndinni Under Fire, sem sýnd
hefur verið í Háskólabíói, var það
hlutverk sem margar leikkonur
Hollywood hafa látið sig dreyma
um undanfarin ár. Sumir segja að
þetta sé í fyrsta skipti sem nú-
tímakonu sé lýst á eðlilegan og
heiðarlegan hátt í kvikmynd.
En hver er þessi rauðhærða, 38
ára Joanna Cassidy sem hreppti
hnossið? Hún hefur hingað til ekki
verið áberandi í kvikmyndum.
Fyrsta hlutverk hennar var í The
Laughing Policeman, 1975, með
Walter Matthau, seinna kom hlut-
verk Zhöru í Blade Runner. Hún
er fædd í Haddonfield, litlum bæ
suður af New York. Frá því hún
man eftir sér var það á stefnu-
skránni aö koma sér burt þaðan.
Hún hitti læknastúdent á herstöð í
nágrenninu, giftist og eignaðist
barn 18 ára gömul. Eftir það tóku
við ferðalög um hinar ýmsu her-
stöðvar í Ameríku. Að lokum
enduðu þau í San Francisco þar
sem hún vann fyrir heimilinu sem
ljósmyndafyrirsæta. Hún eignað-
ist annað barn og gerði allt sem
ætlast var til af góðri eiginkonu.
En undir niðri brann löngunin til
að lifa öðru lífi. Hún skildi við
mann sinn og fluttist með börnin
Joanna lék hlutverk Zhoru á móti
Harrison Ford í Blade Runner. Eftir það
fór boltinn að rúlla.
til Los Angeles þar sem hún hóf
leiklistarnám.
„Fólk var svo uppörvandi,”
segir Joanna. „En ég var ekkert
að flýta mér og því byggðist
starfsferillinn upp smátt og smátt
eins og pýramídi. Hlutverkið í
Under Fire er fyrsta alvöruhlut-
verkið mitt.” Vinir Joörrnu segja
hana ekki ólíka persónunni í
Under Fire og því hafi henni þótt
auðvelt aö setja sig í spor hennar:
„Ég vildi ekki gera fréttamanninn
að einhverju karlmannlegu hörku-
tóli. Eg vildi að hún héldi kvenleg-
um eiginleikum, en væri sjálfstæð,
dugleg og hugrökk. Þannig eru
þær konur sem komast áfram í
lífinu í dag. Ekki tilfinningasnauð-
ar, samviskulausar skepnur, eins
og þær eru svo oft sýndar í kvik-
myndum!”
En hvemig gekk Joönnu að
lynda við Nick Nolte sem hefur
orð á sér fyrir að vera hið mesta
karlrembusvín? Mörgum mótleik-
konum hans hefur gengið illa að
lynda við þennan skapstóra leik-
ara og Katharine Hepburn sagði
hann aldrei hafa mætt á réttum
tíma til vinnu þar sem hann hefði
verið þjórandi á öllum krám
bæjarins! „Það er satt að Nick fer
í vamarstöðu,” svarar Joanna, „ef
honum finnst konur ætla að vaða
yfir sig á einhvern hátt. En þegar
maöur kemst inn fyrir brynjuna
finnur maður fljótt að þarna er á
ferð ofur venjulegur maður, ein-
lægur og mjög hjálpsamur. Það
var ekkert sem hann lagði ekki á
sig við kvikmyndatökurnar og
hann gerði allt sem hann gat til að
hjálpa mér í gegnum þær líka.
Við unnum saman við erfiðar
aðstæður í Mexíkó og kvikmyndin
átti hug okkar allan. Og eftir því
sem maður sökkti sér dýpra í
kvikmyndina því betur gekk okk-
ur að gæða persónurnar þeim til-
finningahita sem var nauðsynleg-
ur til að ástarsenurnar yrðu eðli-
legar. Þar var alltaf fullt af fólki
viðstatt og maður veröur að hafa
mikið sjálfsöryggi til að geta gert
þetta sannfærandi.
Ég geri mér grein fyrir að það
verður erfitt að verða þekkt leik-
kona. Það er einmanalegt og
Joanna bjó sig vel undir hlutverkið,
kynnti sér störf fréttamanna og stjórn-
málasögu Chad og Nicaragua. Hún
neitaði að leika förðuð, sagði að enginn
stríðsfréttamaður hefði tíma til að
hlaupa um stríðssvæðið með kinnalitinn
á lofti.
framtíðin er því ekki eins þægileg
og hún gæti verið. En ég fæ ekki
útrás í gegnum velgengni ann-
arra. Ég verð að eyða kröftum í
það sjálf! Það er líka mikil hjálp í
aö börnin mín trúa á mig. Þeim
finnst ég vera mest og best og þau
eru mjög stolt af þessum árangri
hjá mér!”
Góðan daginn, góðir há/sar. Þetta er Tómas Ragnarsson sem taiar
frá óiympiuieikunum i Los Angeles. . .
38 Vikan 30. tbl.