Vikan - 26.07.1984, Qupperneq 42
Framhaldssaga
Þriðji hluti
- Malcolm Williams -
Þar sem
grasið
er grænt
„Það hefur þú ekki verið heldur,
hr. Buchanan. Ef þú vilt vera svo
vænn að velja annað múldýraæki
ætla ég að greiða fyrir dýrin. Svo
kem ég í kring fundi með vinum
mínum. Það er tími til kominn að
við kynnumst öll finnst mér. ”
ÞEGAR múldýraverslunin var
afstaðin riðu Catherine og
Buchanan að nágrannabæ til að
leita að vögnum. Þau höföu samið
svo um að þau sæktu múldýrin
viku síðar.
Buchanan ól á gremju sinni eina
mílu eða svo, þá sagði hann
hvasst: „Það verður nóg að gera
fyrir karlmennina í hópnum
þínum í þessari ferð. Hvar eru
þeirannars?”
„Þú skalt hafa áhyggjur af út-
búnaðinum, ég skal hafa áhyggjur
af hópnummínum.”
Hann varð æ fjandsamlegri.
„Ég býst við að þú hafir erft
auðæfi þín, ungfrú Davenport.”
„Ég er ekki auðug. Og faðir
minn varð efnaður maður með því
að fara til vinnu í myrkri og koma
heim aftur í myrkri sjö daga vik-
unnar. Það er ekki gaman að
stjórna spunastofu — og þú ert að
yfirheyramig!”
„Þú skalt ekki vera stolt, ungfrú
Davenport. Fólk á vesturleið
hefur stundum gengið af vitinu af
ósveigjanlegu stolti. Ég sá einu
sinni mann skotinn vegna þess aö
hann ræskti sig á óþægilegan hátt.
Hann dó nærriþví.”
„Þú myndir hætta við þessa ferð
á hvern hátt sem þú sæir þér fær-
an!”
„Ef ég gæti, en ég er á kúpunni.
Og ég skulda mánaðarleigu fyrir
herbergið mitt í bænum.”
Hvers vegna gat Cathy ekki snúið aftur heim til
Englands? Hvað beið hennar í nýju, framandi og
ótömdu landi?
— Svarið er í þessari nýju framhaldssögu sem er í senn
hugljúf og spennandi og segir frá ungri, enskri konu í
rryju landi og kynnum hennar af nýju fólki þar sem
maður og náttúra leggjast alltaf á eitt, hvort heldur er
til góðs eða ills.
42 VIKan 30. tbl.
„Af hverju ríðurðu ekki bara
yfir næstu hæð? Ég gæti ekki
haldið aftur af þér.”
„Þú skalt ekki ímynda þér að
mér hafi ekki dottiö það í hug. En
þeir voru of margir sem sáu mig
tapa í spilum.”
Catherine gaf honum hornauga.
„Þú hefur þá líka þitt stolt.”
Þau komu upp á hæðarbrúnina
og gripu í taumana, horfðu yfir í
átt til St. Joseph og á glitrandi ána
sem hlykkjaðist í austur.
„Þú finnur ekkert E1 Dorado í
vestri, ungfrú Davenport. Þessa
stundina get ég mér til að þú hafir
beint fallegu, grænu augunum
þínum í átt að Snobb-Hill í San
Francisco. Kannski fellur lífsmát-
inn þar þér í geð. En á leiðinni
þangað er skítur, blóðkreppusótt,
ósigur og dauði. Ég veit það.
Trúðu mér, fröken, ég veit það.”
„Hr. Buchanan!” Reiðin bloss-
aði upp í Catherine. „Ég réð þig til
að fara með mig til Kaliforníu,
ekki til aö telja mig ofan af því að
fara. Vinsamlegast haltu hug-
myndum þínum um uppgjöf fyrir
sjálfanþig!”
Hún starði kuldalega á hann,
hristi svo taumana og hvatti hest-
inn sinn niður hlíðina í átt að býl-
inu þar sem þau ætluðu að kaupa
vagna.
„KOMDIJ MEÐ okkur í bæinn,
Nancy,” bað Catherine hana blíð-
lega síðdegis þennan dag. „Þú
getur ekki endalaust lokað þig
hémainni.”
„Cathy hefur á réttu að standa,
mamma,” tók Emmeline undir
með henni. „Pabbi myndi ekki
kæra sig um að sjá þig svona. Og
andrúmsloftið í þessu húsi er
slæmt.”
„Jæja.” Nancy sneri sér að
Sarah. „Mér finnst að við ættum
öllaðfaraíbæinn.”
Sarah var þessu samþykk.
„Cathy hefur lagt svo hart að sér
og við verðum öll að hitta þennan
hr. Buchanan.”
Þau gengu inn í St. Joseph til að
spara og þögðu á leiðinni, jafnvel
tvíburamir voru ekki annaö en
bældir skuggar af sjálfum sér. 1
þetta skiptið fagnaði Cathy látun-
um og hávaðanum í bænum.
Troðfullar gangstéttir beindu
hugsunum allra frá nýliðnum
harmleik.
Fyrir framan stærsta hótelið
stönsuðu þau öll og horfðu á
skrautvagn sem glæsilega klædd
kona steig niður úr með aðstoð
manns með pípuhatt úr silki og
í svörtum lafafrakka.
Þegar parið stikaði tígulega inn
í gistihúsið smellti ekillinn svip-
unni og vagninn skrölti burt.
Charity horfði á eftir honum
með eymdarlegri þrá.
„Við áttum einu sinni okkar
eigin vagn, veistu það, Cathy.”
„Og þjóna,” mundi Milton.
Cathy lagði handleggina utan
um tvíburana og þrýsti þeim að
sér.
„Það gerir fólk ekki alltaf
hamingjusamt að vera ríkt,
skuluð þiðvita.”
„Það gerir fólk ekki heldur
hamingjusamt að vera fátækt,”
svaraði Charity. „Ég vildi óska að
við hefðum aldrei farið frá New
York, Cathy.”
„Uss uss, látið þær hinar ekki
heyra ykkur tala svona. Þetta
batnar allt bráðum, Charity,
sannaðu bara til.”
Milton var efins á svipinn.
„Ætlar þessi hr. Buchanan að
gera allt betra fyrir okkur,
Cathy?”
Hún hikaði snöggvast áður en
hún svaraði.
„Hr. Buchanan ætlar að aðstoða
okkur, Milt. Hann ætlar að vísa
okkur veginn vestur. ’ ’
Þau komu saman, eins og
ákveðið hafði verið, í versluninni
skammt frá smiðjunni. Tvíbur-
arnir dunduðu sér við að kanna
aftari hluta dimmrar verslunar-
innar sem seldi allt frá jámvöru
upp í fíngeröa kniplinga.
Nancy og Emmeline helltu sér
yfir borðið með smávörunum,
Sarah skoðaði efnisstranga og
Catherine ræddi við verslunareig-
andann, hávaxinn, tekinn mann
með síða svuntu.
Svo gall dyrabjallan og Buch-
anan kom inn.
„Góðan dag, Buchanan,” sagði
rámur verslunareigandinn.
„Hvemig gengur, Frank?”
Búkur Buchanans fyllti upp í
gættina og hann rýndi tortrygginn
inn í dimma verslunina.
„Ég frétti að þú værir að fara
vestur, Buchanan, værir að koma
saman vagnalest,” sagði
verslunareigandinn.
Buchanan rumdi og gekk inn,
leit spyrjandi til Catherine. Hún
hafði kviðið þessari stundu en nú,
þegar hún var runnin upp, brosti
hún bjart til hans.
„Við erum héma öll,” sagði hún
við hann og benti á Sarah sem var
næst þeim.
„Hr. Buchanan, Sarah East-
lake.”
Sarah brosti kurteislega en
varkár til hans. „Við höfum heyrt
margt um þig, hr. Buchanan.”
„Við?” Hann varð æ ringlaðri
þegar hann sá Catherine gefa
Nancy og Emmeline bendingu um
að koma.
Nancy hafði lagt hart að sér til
að virðast róleg og hún rétti fram
höndina. Buchanan snerti hana
lauslega.
„Frú mín.” Hann tók af sér
hattinn og sneri sér að Emmeline
sem brosti vingjamlega til hans.
„Þú ert nákvæmlega eins og ég
hafði gert mér þig í hugarlund, hr.
Buchanan, bara hærri.”
„Eg hafði gert mér eitthvað allt
annað í hugarlund,” urraði hann
og áhyggjumar leyndu sér ekki í
svip hans þegar hann starði á kon-
urnar fjórar.
„Nancy og Sarah eru svilkonur,
hr. Buchanan,” útskýrði Emme-
line, „og Nancy ermóðirmín.”
Hann steig skrefi aftar og starði
á Catherine.
„Hvar eru karlmennimir?
Ungfrú Davenport, þú sagðir sex
— alls.”
Catherine leit framhjá
verslunareigandanum og kallaði
inn í verslunina.
„Milt?Hvar ertu?”
Þögn. Buchanan beið eftirvænt-
ingarfullur. Svo gægðist Milton
gætilega framhjá eplatunnunni
með ljósa lokkana í óreiðu undan
hattinum.
„Héma, Cathy.”
„Komdu hingað, Milt. Herra-
manninn langar til að hitta þig.”
Milton kom yfir til Buchanans
og horfði lotningarfullur upp eftir
honum.
„Maður lifandi!” Hann saup
hveljur. „Þú hlýtur að vera tíu
feta hár.”
Buchanan vissi ekki hvaðan á
sigstóðveðrið.
„Milton er tvíburabróðir
Charity,” sagði Catherine honum.
„Charity?” bergmálaði Buch-
anan og horfði hrelldur á Charity
koma hægt fram undan eplatunn-
unni þegar hún heyrði nafn sitt
kallað svona hvasst.
Hjarta Catherine baröist ótt og
títt. Hún gekk yfir að eplatunn-
unni, tók í hönd Charity og leiddi
hana yfir til hinna.
Þegar sannleikurinn rann upp
fyrir Buchanan horfði hann
hrelldur yfir hópinn, af einu and-
liti á annað.
„Hvað gengur hér á? Fjórar
konur og tveir krakkar!” Hann
virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð.
„Það eru engir karlmenn í
hópnum þínum!”
„Ég sagði aldrei að það væru
karlmenn,” svaraði Catherine, en
það gerði bara illt verra.
„Heldurðu að þið getið farið
vestur? Hópur kvenna og barna?”
Hann hló fyrirlitlega og Catherine
fann reiði sína vaxa.
„Við erum fær um að gæta
okkarsjálf...”
„Gæta ykkar sjálf?” sagði hann
hæðnislega. „Karlmannslaus?”
„Sú er ástæðan,” svaraði
Catherine, „fyrir því að við réðum
þig.”
„Auðvitað!” glopraði Milton út
úr sér.
Buchanan virti hann ekki viðlits
en talaði kuldalega til Catherine.
„Þú lékst á mig. Þetta setur allt
annan svip á málið.”
„Þú settir engin skilyrði,” benti
hún á, ámóta kuldalega. „Þú sam-
þykktir einfaldlega að vísa okkur
tilKaliforníu.”
„Það er rétt hjá henni, Buch-
anan,” samsinnti verslunareig-
andinn ákafur. „Þannig heyrði ég
sagt frá því í bænum. ”
Buchanan sendi honum illt
auga. „Skiptu þér ekki af þessu,
Frank. Mér er sama hvaða kjafta-
sögur þú heyrðir í bænum. ”
„Þetta er mín verslun, Buch-
anan, og. ..”
„Það er satt!” gall í Emmeline
og maddonnusvipurinn var horf-
inn af henni. „Leiðangursstjóri
þarf ekki að vera ruddi! Ekki
þegar hann fær laun. Ég held að
þú hafir þegar valdið mér von-
brigðum, hr. Buchanan.”
Buchanan hlustaði orðlaus á
Charity andmæla líka.
„Og þú myndir ekki tala svona
við okkur ef Robert frændi væri
hérna eða hann pabbi minn! ”
„Hr. Buchanan.” Nancy tók í
fyrsta sinn til máls og rödd hennar
var kyrrlát eins og myllutjörn.
„Mágur minn bíður okkar í
Kaliforníu. Eiginmaður minn er
nýlátinn. Heföi hann haft góða
heilsu hefði hann fylgt okkur
vestur án þess aö vera nokkrum
háður. Eins og málum er háttað
setjum við traust okkar á þig, viö
öll. ” Augnaráð hennar átti líka við
Catherine.
Stuðningur Nancy hvatti
Catherine og hún hélt áfram.
„Nú, þegar þú ert búinn að
hitta okkur öll, hr. Buchanan,
geturðu betur gert þér grein fyrir
því hvaða vistir við þurfum fyrir
ferðina. Ég legg til að við byrjum
hérna í þessari verslun.”
Verslunareigandinn jafnaði sig
heldur.
„Svona er það, Buchanan.
30. tbl. Vikan 43