Vikan


Vikan - 26.07.1984, Side 44

Vikan - 26.07.1984, Side 44
Framhaldssaga Konurnar geta fengið sér sæti, börnin geta fengiö sér úr hvaða sælgætiskrukku sem þeim sýnist.” Þegar Catherine þakkaði honum tautaöi Buchanan: „Ég þarf að fá sjúss. Ég vona að ég vakni og komist að því að mig var aðdreyma.” „Draumar,” svaraði Cather- ine, „flýta ekki fyrir viðskiptun- um. Og þessa stundina má kráin bíða. Við getum það ekki.” ÞRÁTT FYRIR alla spennuna og óvissuna tókst Catherine raunar að skemmta sér við næsta stig undirbúningsins. Að tillögu Buchanans fór Eastlake-fjölskyldan aftur heim á gistiheimilið til að skipuleggja niðurröðun á föggum sínum. Catherine var því fegin að fjöl- skyldan hafði nóg fyrir stafni og Buchanan var feginn að vera ekki umkringdur konum og börnum. Þó hann væri henni enn fjandsam- legur þótti henni nokkuð til hans koma viö hressilegt prúttið. „Frank,” lýsti hann yfir þegar í upphafi, „ég er að leita eftir fyrsta flokks stórum pöntunum hjá þér. Ef verðlagið er ekki rétt hjá þér fer ég yfir götuna og skipti við aðra verslun.” í því að hann tíundaði vörur og magn gerði Catherine vand- virknislegan lista yfir vistirnar sem höfðu verið teknar frá í skemmunni innan við afgreiðsl- una. Hún las vörurnar upp af hon- um og merkti við jafnóðum: „Hveiti... sykur... baunir... beikon... salt... kaffi... hrísgrjón... maísmjöl... indverskt te... epli... sælgæti handa börnunum...” Hún andvarpaði fegin þegar hún leit yfir staflana af pokum, kössum og tunnum. „Þú virðist ánægö með sjálfa þig,” sagði Buchanan súr. „Því ekki það? Þetta er spennandi. Við virðumst að minnsta kosti vera að komast af stað.” Honum þótti heldur lítiö til koma, kveikti sér í vindli og horfði á hana pírðum augum. Eftir að hún hafði gert upp við verslunareigandann gengu þau upp að kertasölunni við enda götunnar. „Af hverju varstu svona hrana- legur við tvíburana?” spurði hún. „Þegar öllu er á botninn hvolft eru þetta ekki annað en börn.” Andlit hans var gríma. „Börn eiga það til að deyja.” Kertasalinn var að hlaða kössum á hillu. „Buchanan! Ég frétti að þú hefðir verið rúinn inn að skyrtunni. Var það þessi kona?” Hann horfði rannsakandi á Catherine. „Þú hefur verið baktöluð, ung- frú. Ég frétti að þú hefðir blá augu.” „Það skiptir ekki máli hvað þú fréttir,” urraði Buchanan. „Náðu íþettafyrir mig.” Hann rétti kertasalanum annan lista, sem hann hafði lesið Catherine fyrir, og stikaði fram og aftur eftir gólfinu meðan hann var afgreiddur. „Strigadúkur ... reipi... pottar ... pönnur... tinbollar og -diskar... vatnskrúsir ... hnífar ... kerti ... grænsápa ... tveir speglar ... tvær stormluktir... tvær skóflur... tvær axir... tvær vatnstunnur...” Catherine reiknaði í huganum út féð sem streymdi nú ört úr sameiginlegum sjóði hennar og Eastlake-fjölskyldunnar. En hún varð að viðurkenna að návist Buchanans tryggði að ekki var svindlað á henni um eitt einasta sent. Hann prúttaði af snilld við kertasalann og lauk viöskiptunum með: „Þú mátt bæta við tveimur eða þremur kössum af riffilskotum fyrir mig — ókeypis! ” Kertasalinn var búinn að renna skotfærakössunum yfir borðið þegar Buchanan flaug skyndilega nokkuð í hug. Hann sneri sér að Catherine. „Hvað eruð þið með margar byssur?” „Byssur! Til hvers í ósköpunum?” Hann andvarpaði þreytulega og ávarpaði kertasalann aftur. „Við þurftum tvær aukabyssur og nóg af skotfærum. Konan hérna heldur að hún sé að fara 1 skógar- ferð með safnaðarnefnd! ” Fyrir utan réðst hún reið á hann. „Af hverju ert að eyða svona miklu fé í þessar byssur? Ég bað ekkiumþær.” „Ég skal tyggja þetta í þig í síöasta sinn, ungfrú Davenport.” Hann benti vestur yfir götuna. „Þarna fyrir utan er sléttan: hún er svo sem nógu slæm en hún er léttasti hluti leiðarinnar. Eftir hana verður erfitt — verulega erfitt. Snævi þakin fjöll — brenn- andi eyðimerkur — fólk sem verður verulega andstyggilegt hvert við annað.” Hann gekk fast að henni. „Ung- frú Davenport, ég hef séð menn falla af hálum syllum og klessa á sér höfuðið tvö hundruð fetum neðar. Ég hef séð veinandi konur, svo trylltar af þorsta að þær hefðu selt krakkana sína fyrir bolla af vatni og fólk sem var svo sjúkt af pestum að þaö gat ekki einu sinni lyft riffli til að skjóta óvinveitta indíána. Og það var í vagnalest sem var meira en míla að lengd.” Catherine hörfaði frá, kæfði andköf og sem snöggvast var þögn. Svo sagði hún: „Ég er þakk- lát fyrir allt sem þú segir mér, hr. Buchanan. Og ég skal hafa það í huga. Jæja, en það voru vagnarnir tveir frá býlinu sem þurfti eitt- hvaðaögera við...” „Um leiö og ég kem vögnunum inn í bæinn ætla ég að laga þá í smiðjunni hans Henk Carters.” „Þú þarft einhverja hjálp.” „Hjálp? Frá hópi kvenna! ” „Svo er það Milton Eastlake. Það hlýtur að vera eitthvað sem hann getur gert í smiðjunni. Auk þess gerði það honum gott að komast burt frá öllu þessu kven- fólki.” „Það var að minnsta kosti vit í því,” urraði Buchanan. ÞAÐ VIRTUST allir í St. Joseph vera að tala um vesturferð Buchanans. Þessa viku hafði tylft annarra hópa samband við hann og grátbað um að fá að taka þátt í leiðangrinum til Kaliforníu. Hann kannaði stöðuna og að svo búnu fór hann á fund Catherine. „Jæja, hvað segirðu um það, ungfrú Davenport? ” „Ég veit ekki,” sagði Catherine hikandi. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að slást í hóp með svona mörgum öðrum.” „Það er öryggi í fjöldanum,” ráðlagði Buchanan henni. „Þú ættir að vera góður granni. Og tveir vagnar myndu vekja tölu- verðan óheilbrigðan áhuga ráns- manna. Fjórán vagnar er allt önnur saga.” „Aukavagnar? Það merkir aukagreiðslu fyrir lestar- stjórann.” „Og aukaábyrgð. Þú færð það sem þú greiðir fyrir, ungfrú Davenport.” Hún hikaði. „En hvað með tafir ?” „Ég er búinn að gera ráð fyrir því. Hinir hóparnir geta verið til- búnir eftir tvo sólarhringa. Holl- endingurinn á múldýr. Það er eng- inn skortur á bændavögnum. ” Á endanum varð Catherine að samþykkja þetta. Fyrst í stað var Milton banginn við að hjálpa til í smiðjunni svo Catherine varð um kyrrt og horfði á Buchanan styrkja bænda- vagnana tvo með aukafjölum, bæta við geymsluhólfi aftan á, tjarga svo allt timbrið til að þeir væru þokkalega vatnsheldir þegar fara þyrfti yfir ár. Eftir þetta yfirfór hann og smurði hjólin á háum öxlinum strengdi segldúk yfir járn- hringana sem Henk Carter hafði gert og lauk undirbúningnum með því að brenna nafnið EASTLAKE á hliðar beggja vagnanna. Þegar hér var komiö sögu var Milton búinn að sigrast að nokkru á feimninni og hjálpaði til eins og hann best gat. „Maður lifandi, Buchanan!” sagði hann ákafur og fylgdist með þegar vatnstunnan var fest á vagnhliðina. „Ég get ekki beðiö eftir því að leggja af stað! ” „Hr. Buchanan,” leiðrétti Catherine hann hæversklega en Buchanan heyrði til hennar og hætti verki sínu. „Buchanan dugir.” Áður en Catherine fór aftur með Milton í gistiheimiliö fitjaði hún upp á nokkru sem henni hafði verið ofarlega í huga fáeina daga. „Gætirðu gert fyrir okkur tré- kross með fáeinum orðum?” spurði hún. „Hvað hyggstu fyrir? ” Hún sagði honum það. Og þegar hún kom í smiðjuna morguninn eftir rétti hann henni snyrtilegan, sléttan trékross sem á höfðu verið brennd orðin: I KÆRRI MINN- INGU - ROBERT EASTLAKE og dagsetningarnar þegar hann fæddist og dó. Sama dag fóru þær með kross- inn á leiði Roberts og þakklæti Nancy Eastlake, þegar hún sá hann á sínum stað, veitti henni stutta fró frá sorginni. Hún keypti nokkra smávindla handa Buchanan í St. Joseph og hann tók hikandi við gjöfinni, enda að því kominn að tilkynna að píanóiö væri of þungt til að hægt væri aö flytja það á öðrum vagninum. Emmeline komst í mikið upp- nám og grátbændi hann innilega. „En þetta er það eina sem ég á eftir af tónlistinni minni! Pabbi lofaöi mér og hét að ég gæti tekið það með mér til Kaliforníu. Okkur tókst þetta í lestinni og á bátnum — vagninn tilheyrir í það minnsta okkur!” Buchanan yppti öxlum and- spænis öðru kvennabandalagi. 44 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.