Vikan - 26.07.1984, Side 45
„Þetta er þitt vandamál, ung-
frú Eastlake. Vagninn þinn
veröur ofhlaðinn. Ef sá dagur
kemur aö það þarf að kasta
umframbirgðum þá verður það þú
sem neyðist til að sparka því út! ”
Þrátt fyrir þungbúið andlit hans
var Emmeline himinlifandi.
Þau voru öll fegin að fara úr
gistiheimilinu. Þegar vagnarnir
tveir voru fullhlaðnir óku þau inn í
St. Joseph, Catherine stýrði
fremri vagninum. Nancy tók sæti
mannsins síns í aftari vagninum.
Þegar þau óku framhjá
kirkjugarðinum horfði hún hug-
rökk fram fyrir sig og barðist við
tárin.
Þau skipuöu sér sess fremst í
vagnalestinni utan við Gulldals-
krá. Þar hafði mikill og forvitinn
mannfjöldi safnast saman með
Henk Carter í fararbroddi.
Catherine hafði talið að það yrði
nægilegur tími næstu mánuði til
aö kynnast hinum fjölskyldunum
sem nú biðu ákafar eftir því að
brottfararskipun væri gefin. En
hún var furðu lostin er hún sá þrjá
reiðmenn slást í hópinn, tvo unga
menn sem hún þekkti ekki og —
auðþekkjanlegan í snyrtilegum
svörtum og silfurlitum fötum —
f járhættuspilarann Slattery.
Hann sendi henni bros og snerti
hattinn sinn er hann fór hjá og
Catherine sneri sér í uppnámi að
Buchanan.
„Hvað eru þeir að gera hér? Þú
nefndir ekki að Slattery kæmi
líka. Og mér líst ekki á mennina
tvo sem eru með honum. ’ ’
„Þeir ætla til Kaliforníu eins og
við hin. Þrír menn til viðbótar
merkir þrjár byssur til viðbótar,
ungfrú Davenport.”
Catherine lét vonbrigði sín í ljós
og skimaði svo óþolinmóð með-
fram vagnalestinni á aðalgötunni.
„Er ekki tími til kominn að leggja
af stað?”
„Ekki alveg,” sagði Buchanan.
„Þaðer eittennþá.”
Hann tók af sér hattinn með
tilþrifum og fjarlægði samanbrot-
inn peningaseðil undan svitaleðr-
inu, slétti úr honum og stefndi á
krána.
„Þú ferð ekki þama inn núna!”
mótmælti Catherine.
En hann var horfinn inn um
vængjadyrnar og birtist brátt
aftur með viskíflösku. Þegar hann
hélt henni á loft rak hópurinn upp
fagnaðaróp og hann tók sér aftur
stöðu fremst í lestinni.
Hann stakk flöskunni í hnakk-
töskuna og brosti breitt til Cather-
ine.
„Einhvern daginn þarna út
frá,” sagði hann, „þarf ég á þessu
aöhalda.”
Svo sveiflaði hann sér léttilega á
bak, veifaði hattinum sínum og
vagnalestin mjakaðist af staö við
fagnaðaróp bæjarbúa.
CATHERINE horfði hugfangin á
meðan Buchanan stjórnaði
flutningunum yfir Missouri-fljót
af fjarlægari bakkanum, stóð
hávaxinn í ístöðunum, auð-
þekkjanlegur á áberandi skjótta
hestinum sínum.
Þegar allir voru komnir yfir
reið hann meðfram vagnalestinni
til að tryggja að vagnarnir væru í
réttri röð. Hann hafði gert öllum
það ljóst frá upphafi að þeir sem
fyrstir mættu yrðu fremstir í röð-
inni. Því yröu Eastlake-vagnarnir
fyrstir til að komast til Kaliforníu.
Catherine hélt um stjórn-
taumana í fremsta vagninum,
beið eftir að aftur yrði gefið merki
um brottför og leyfði spennunni að
hlaðast upp innra með sér. Loks-
ins fannst henni heppnin brosa við
sér.
Sorgin og hugarangrið var að
baki og Eastlake-fjölskyldan
horfði áköf í vestur. Jafnvel
Nancy, sem var í öðrum
vagninum, var ákveðin og bjart-
eygð líkt og Sarah og Charity við
hlið hennar.
Rétt í þessu komu þrír knapar
meðfram vagnalestinni og
teymdu hestana. Foringinn lyfti
hattinum og nam staðar við hlið
hennar. Þetta var Slattery, klædd-
ur í svart eins og hann var vanur
nema hvað hann var í skrautlegri
hvítri skyrtu. I fasi hans var hljóð-
lát glæsimennska sem henni hvort
tveggja gramdist og fannst
aölaðandi.
„Er allt í lagi, ungfrú?” Letileg
rödd hans var rétt nægilega há til
að enginn heyrði nema Catherine.
„Já, hr. Slattery.” Catherine
heilsaði honum með stirðlegri
höfuðhneigingu, vonaði að hann
færi fljótlega.
Hann gerði það ekki.
„Ég biðst afsökunar, ungfrú
Davenport, en heldurðu ekki að
það sé kominn tími til að við kynn-
umst ÖU betur? Það er langferð
fram undan!”
Slattery benti félögum sínum
tveimur að koma nær.
„Þetta er Fancy Donahue. Og
Pete Cordell.”
Catherine kinkaði stuttaralega
kolli til mannanna. Pete Cordell
virtist ólögulegur og ljótur í
hnakknum. Hann var í laginu eins
og vatnstunna, stórar hendur hans
hrjúfar og klossaðar. Ösvífið
brosið leiddi í ljós óreglulegar,
brotnar tennur.
Catherine leit á hinn manninn,
Fancy Donahue. Hann var nógu
ungur til að geta verið sonur Cor-
dells en andstæða hans í öllu,
vandlega rakaður, húöin björt,
ljóst hárið greitt aftur og augljóst
að hann vandaði útlit sitt mjög.
Hann brosti leiftrandi brosi og
festi augun á Emmeline.
Mennirnir þrír dokuðu við hjá
vagninum og Fancy Donahue
mjakaði hestinum sínum nær.
„Hvenær sem þú átt úr vöndu að
ráða, ungfrú Eastlake, kallaðu þá
í mig.” Hann klappaði á skamm-
byssu við hægri hlið sína.
Emmeline reigði sig og svar-
aði: „Við björgum okkur ágæt-
lega, þakka þér fyrir, hr.
Donahue.”
Milton gjammaði hinn bratt-
asti: „Ég get litið eftir Emmy
frænku minni, herra minn! ”
Fancy Donahue hló.
„Auðvitað geturöu það,
stráksi.” Háö hans hitti í mark og
Milton roðnaði en Fancy beindi at-
hyglinni aftur að Emmeline.
„Svo það var Emmy. Fallegt
nafn fyrir fallegt andlit.”
Emmeline stirðnaði upp og
hnúar hennar hvítnuðu þegar hún
greip fastar um taumana. Pete
Cordell hló.
„Sýndu nú virðingu, Pete, og þú
líka, Fancy,” sagði letileg rödd
Slatterys. „Eruð þið ekki búnir að
frétta það? Ungfrú Davenport
hérna getur sigrað hvaða mann
sem er í hvaða spili sem er. Spyrj-
iðBuchanan.”
Slattery hélt áfram að tala við
Catherine: „Þegar þú hefur tíma
til, ungfrú Davenport, getum við
kannski spilað saman póker?”
„Ég hef hvorki tíma né löngun
til að spila við þig, hr. Slattery,”
sagði Catherine. „Þetta er ekki
spilavíti.”
„Eins og ég sagði, ungfrú
Davenport, þá er löng leið fram
undan og næturnar geta orðið ansi
einmanalegar. Auk þess. . .”augu
hans blikuðu „. . .ertu of mikil
hefðarkona til að veita mér ekki
tækifæri til að vinna aftur eitthvað
af fénu sem þú vannst af mér í
Gulldalnum.”
Hann lyfti hattinum. „Komið
þið, strákar,” sagði hann við hina.
„Við viljum ekki sitja lengur en
sætter.”
Og þeir héldu aftur með lestinni.
„Þetta voru skelfilegir menn,
Cathy.” Það fór hrollur um
Emmeline. „Ekki síst þessi sjálf-
umglaði Fancy Donahue. Og
hvernig þessi Cordell starði —
mér fannst ég ekki vera í neinum
fötum. Æ, ég vildi að pabbi væri
ennálífi!”
Catherine huggaði hana en and-
mælti þessu ekki. Oftar en einu
sinni síðustu dagana hafði hún
þráð öryggiö í návist Roberts
Eastlake.
Hugur Miltons var við annað.
„Vannstu Slattery í alvöru í
spilum í kránni, Cathy?” spurði
hann fullur lotningar.
Catherine hnyklaði brýnnar.
Hún hafði ekki nefnt það við fjöl-
skylduna hvernig hún hafði fengið
Buchanan til starfa en nú neyddist
hún til að segja frá því í stórum
dráttum hvað hafði gerst.
„Maður lifandi!” Milton þótti
mikið til þessa koma. „Og þú
sagöir okkur ekki frá þessu! Ég
vildi óska þess að ég hefði verið
þarna og séðþig.”
Hún brosti og trygglyndi hans
gladdi hana. En Emmeline sá
hlutina í skýrara ljósi.
„Buchanan verður lengi að
gleyma þessu, Cathy. Það er ekki
að undra að hann var svona snú-
inn við alla í versluninni þarna um
daginn.”
Hróp aftar úr vagnalestinni
ónáðaði þær. Buchanan var að
æpa til þeirra að halda áfram.
CATHERINE hafði nægan tíma
til að hugsa meðan vagnalestin
hélt stöðugt áfram í vesturátt.
Kansas fyllti augun allan daginn,
flatt og víðáttumikið, sjóndeildar-
hringa á milli. Það var auðvelt að
ferðast á sléttunni, múldýrin
héldu stöðugum og jöfnum hraða
með klingjandi aktygi.
Þegar sólin reis hærra á himn-
inum varð Catherine heitt og hún
svitnaði. Hún fór inn í vagninn,
losaði um kjólinn sinn og byrjaði
að skrifa hjá sér athugasemdir í
svarta bók sem hún hafði keypt í
St. Joseph. Hún hafði ákveðið að
halda samviskusamlega dagbók
um ferðina þeirra, aö nokkru af
eigin áhuga en mest þó vegna
föður síns í Englandi.
„Cathy!” Milton stakk höfðinu
inn í vagninn. „Ég ætla að fara að
finna Charity; hún er að gefa mér
merki. Ertu að koma?”
„Farðu, Milt. Ég er önnum kaf-
in sem stendur.”
I gegnum opið aftan á vagninum
sá hún Milton skjótast yfir í vagn
Nancy. Hann klöngraðist upp í
hann og hvarf inn ásamt systur
sinni. Tylft annarra yfirbreiddra
30. tbl. Vikan 45