Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 56
Vonin er enn í St. Denis ,
Flestir kannast vid goðsögnina um frönsku gleðikonuna sem hetur anœgju at
starfinu — vinnur eins og um hugsjón vœri að rœða. En hver skyldi vera
sannleikurinn í málinu? Borghildur Anna átti opinskátt viðtal við starfandi
vœndiskonu í París, en aðsetur hennar er í miðri St. Denis, þeirri illrœmdu
götu vœndis og afbrota. Frásögn og myndir eru á tveimur opnum í nœstu
VIKU.
Nýtt hús í grónu umhverfi
Flestum er kunnugt að mikið er afgömlum húsum á Akureyri. Enþar er líka
fjöldi afnýjum húsum. í nœstu VIKU litumst við um í húsi þeirra Kristjáns
Jóhannessonar og Helgu Jóhannsdóttur. Það er eiginlega fyrir mnan bœ a
Akureyri en samt rétt við gömlu byggðina. Þetta hús fellur merkilega vel að
umhverfinu en er samt nýtt og nýtískulegt.
Kalt blóð og heitt
Yfirleitt hefur ekki verið mikið framboð af íslenskum, harðsoðnum spennu-
sögum en í nœstu VIKU verður fyrri hluti þannig sögu birtur í Vikunni.
Þetta er saga eftir Áslaugu Ólafsdóttur og fjallar um morð, eiturlyfjabrask
og þess háttar, með hœfilegu ívafi af nœrgöngulum ástarsenum. Þetta er
saga sem enginn má láta fram hjá sér fara.
Skoðanakönnun - kosningakönnun
Íjúlíbyrjun litu dagsins Ijós niðurstöður úr hluta af viðamikilli og vísinda-
legri skoðanakönnun þar sem grafist var fyrir um stjórnmálaviðhorfþjóðar-
innar. Könnun þessi er þáttur í doktorsritgerð Ólafs Þ. Harðarsonar, lektors
við Háskóla íslands. Við fregnum í næstu VIKU hjá Olafi hvaða atriði það
eru sem skipta máli við gerð skoðanakannana.
Lúxusíbúð á fjórum hjólum
Maður tekur einn undirvagn með öflugri dísilvél, stofu, svefnherbergi, kló-
setti, sturtu og stjórntœki — hristir allt saman í verksmiðju í Vestur-Þýska-
landi og sjá — yður er í nœstu VIKU boðið að litast um íþessu haglega gerða
farartœki sem gœti jafnvel dugað í heimsreisuna. . .
Græn peysa
ínœstu VIKUerum við enn meðpeysu áprjónunum og aðþessu smni veglega
útprjónaða peysu sem hentar vel við ýmis tœkifœri.