Vikan


Vikan - 26.07.1984, Page 60

Vikan - 26.07.1984, Page 60
Candy Roxx á íslandi Það er ekki oft sem erlendar, hvað þá frægar, hljómsveitir heimsækja okkur íslendinga. Oft hefur raunin orðið sú að bullandi tap varð á fyrirtækinu og því hefur ísland ekki neinn gósenlands- stimpil á sér fyrir hina og þessa listamenn i alþýðuarmi tónlistar. Þetta kom berlega í ljós nú fyrr í sumar þegar Listahátíðarnefnd gafst upp á að reyna að fá erlenda poppskemmtikrafta hingað. Ástæðuna kváðu forsvarsmenn hennar vera þá að þetta væri einfaldlega allt of dýrt. Þegar listamenn á borð við Paul Young, Duran Duran og fleiri ákveða að spila einhvers staðar er fyrir löngu vitað að troðfullt hús verður, sjónvarpsrétturinn seldur og alls kyns aukabrask fylgir. Svona nokkuð fyrirfinnst ekki hér á skerinu, í mesta lagi mæta 3— 4000 manns, sjónvarpið (hvaða sjónvarp?) sýnir oftast lítinn áhuga og allt annað er í þessum dúr, sem sagt dauft. Því er það nokkuð athyglisvert þegar Ámundi Ámundason tekur sig til og flytur hingað sænsku glamrokksveitina Candy Roxx. Ekki veit ég um fjármálahlið þessara mála en víst er að þau eru allforvitnileg, ekki síst fyrir þær sakir að Candy Roxx hefur hingað til verið allsendis óþekkt hérna. Verður því, svona í fljótu bragði, að skoða þetta fyrirtæki sem all- djarfa tilraun til að flytja inn hljómsveit, eða þá að þetta er allt saman gert af hugsjón, það er að kynna fyrir okkur sænskt leður- rokk. Blaðasnápur Vikunnar átti kost á því að eiga spjall við einn meðlima umræddrar sveitar og þáði það náttúrlega af innbyggðri forvitni snápa, en þeim er yfirleitt borgað fyrir að vera það. Sá kallar sig Sebastian (ekkert annað) og er hljómborðsleikari grúppunnar. Hann átti hér leið um fyrir nokkrum vikum til að kanna aðstæður. „Ég byrjaöi í þessum bransa árið 1977 og gerðist þá meðlimur pönksveitarinnar Bitch Boxs. Það var ágætt um tíma en svo óx ég nú upp úr því og langaði þá að gera eitthvað meira en að vera pönk- ari. Þá fór ég aö hlusta á eitthvað annað en pönk, til dæmis Sex Gang Children (gamla útgáfan af Culture Club), Dead or Alive og margt fleira. Loks hætti ég í hljómsveitinni, sem ég var í þá, ætíi það hafi ekki verið um ’81, og ’82 varð Candy Roxx til. Síðan höfum viö gert fjórar smáskífur og erum að fara aö hljóðrita eina stóra núna.” Þetta er stutt ágrip af ævisögu Sebastians til þessa. En hvaðan úr þjóðfélagsskalanum ætli þessir gaurarkomi? „Við erum nú allir úr millistétt, nema einn. Pabbi hans er sautjándi ríkasti maður Sví- þjóðar, á fyrirtæki sem hefur lagt malbik á hálfa Svíþjóð og svoleiðis nokk.” Þetta kemur Candy Roxx reyndar ekkert við og þess vegna höldum við bara áfram að tala um eitthvað sem kemur því við. Hveraig hefur Candy Roxx gengið? „Við erum allir vel þekktir heima. Við byrjuðum á því að gera fyrstu smáskífuna okkar hjá gömlum vini mínum en þaö fyrir- tæki var ekki nógu stórt þannig að við fluttum okkur yfir á annað merki sem var miklu stærra. Þar fengum við alvöru pródúsenta, til dæmis pródúseraði Mick Tucker, sem var einu sinni í Sweet, tvo síðustu singlana hjá okkur. Við erum núna orðnir atvinnumenn í þessu, þetta er vinnan mín og ég tek hana alvarlega.” Þetta sýnir nú ágætlega hvernig þeim hefur gengið, en til að fá upp- hafið aðeins betur á hreint spurði ég: Hveraig er að byrja með hljóm- sveit í Svíþjóð? „Það er alveg hrikalega erfitt. 1 Svíþjóð eru um það bil tuttugu útgáfufyrirtæki og þau gera um þaö bil einn einasta samning við nýja listamenn á ári hverju. Þaö eru örugglega fimmtíu þúsund hljómsveitir í Svíþjóð. Þú verður að koma með akkúrat það sem þeir eru að hugsa um. Þeir líta til Englands og síðan verðum við að gera eins og okkur er sagt. Reyndar er ekki allt sem þeir vilja breskt, til dæmis er glamrokkið okkar flutt til 60 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.