Vikan


Vikan - 27.12.1984, Page 18

Vikan - 27.12.1984, Page 18
a Smásaga Catherine Mansfield 1 Fröken Brill Ó, hvað þetta var heillandi! En hve hún naut þessa! Hvad henni þótti gaman að sitja hér og horfa á þetta allt! Það var eins og leikrit. Það var alveg eins og leikrit. Þó veðrið væri svona dæma- laust gott — blár himinninn baðað- ur gulli og stórir ljósflekkir hellt- ust eins og hvítvín yfir Jardins Publique — þá var fröken Brill því fegin að hafa sett á sig loöskinnið. Loftiö var stillt, en þegar maöur opnaði munninn fann maður kuld- ann eins og kuldann frá glasi af ís- vatni áður en maður drekkur. Af og til kom laufblað svífandi, hvergi að, ofan af himninum. Fröken Brill rétti upp höndina og snerti loðskinnið sitt. Elsku anga- skinnið! Það var gott að finna fyr- ir því á ný. Hún hafði tekið það upp úr öskjunni þetta síðdegi, hrist úr því mölduftið, burstað það vel og vandlega og núið lífi í dimmu, litlu augun á nýjan leik. „Hvað hefur komið fyrir mig?” sögðu litlu döpru augun. 0, hvað það var indælt að sjá þau horfa aftur á sig neðan af rauðu dúnsæng- inni! En trýnið, sem var úr ein- hverju svörtu efhi, var alls ekki fast. Það hlaut að hafa rekist í ein- hvers staðar. Hvað með það... lít- ill dropi af svörtu innsiglisvaxi þegar að því kæmi — þegar það yrði algjörlega nauðsynlegt... Lít- ill flækingur! Já, þannig fannst henni það. Lítill flækingur sem beit í skottið á sér rétt við eyrað á henni. Hún heföi getað tekið það af, lagt það í kjöltu sér og strokið því. Hún fann fyrir stingjum í handleggjum og höndum, en það gat stafað af göngunni, hélt hún. Og þegar hún dró andann bærðist eitthvað vægt og dapurlegt — nei, nei, ekki beint dapurlegt — eitt- hvað viðkvæmnislegt í brjósti hennar. Það var slangur af fólki á ferli þennan dag, miklu fleiri en síðasta sunnudag. Og hljómsveitin virtist leika hærra og glaðværara. Þetta var vegna þess að ferðamanna- tíminn var hafinn. Því þótt hljóm- sveitin hefði leikið á hverjum sunnudegi allt árið hljómaði hún aldrei eins þegar ferðamannatím- inn stóð ekki yfir. Hún var eins og sá sem leikur aðeins fyrir fjöl- skyldu sína, alveg sama hvernig hún lék þegar engir ókunnugir voru viðstaddir. Var ekki hljóm- sveitarstjórinn líka kominn í nýj- an jakka? Hún var viss um að hann var nýr. Hann skóf með fót- unum og baðaði handleggjunum eins og hani sem býr sig undir að reka upp gól. Og hljómsveitar- mennirnir, sem sátu í grænu hringhúsinu, blésu út kinnarnar og rýndu í nóturnar. Þarna kom dálítill „flautulegur” kafli — mjög fallegt! — lítil festi sindrandi dropa. Hún var viss um að það yrði endurtekið. Það var og. Hún lyfti höfðinu og brosti. Aðeins tvær manneskjur deildu með henni bekknum „hennar”. Gamall, fínn maður, í flauels- jakka, með hendumar klemmdar utan um stóran, útskorinn göngu- staf, og stórvaxin, gömul kona sem sat teinrétt með prjónadót á útsaumaðri svuntunni. Þau töluðu ekkert. Það urðu fröken Brill nokkur vonbrigði því hún hlakkaði alltaf til samræðnanna. Hún var orðin, að því er hún hélt sjálf, sér- fræðingur í að hlusta án þess að það sæist á henni, í að smeygja sér inn í líf fólks andartak á meðan það talaði saman nálægt henni. Hún leit útundan sér á gamla parið. Ef til vill færu þau bráð- lega. Síðasti sunnudagur hafði ekki heldur verið jafnspennandi og venjulega. Englendingur og konan hans, hann með hræðilegan stráhatt og hún í hnepptum stíg- vélum. Og hún hafði suöað um þaö allan tímann að hún ætti að nota gleraugu, hún vissi að hún þyrfti þess, en það væri eins gott að fá sér þau ekki, þau myndu örugg- lega brotna og aldrei haldast kyrr. Og hann hafði verið svo þolinmóð- ur. Hann stakk upp á öllu — gull- spöngum, þeirri gerðinni sem beygð er utan um eyrun, litlum púðum á nefstykkinu. Nei, ekkert var henni að skapi. „Þau renna alltaf fram á nefið á mér!” Fröken Brill hafði langað til að hrista hana. Gamla fólkið sat á bekknum, hreyfingarlaust eins og styttur. Hvað um það, það var alltaf hægt að horfa á fólksfjöldann. Pör og hópar gengu fram og aftur fyrir framan blómabeðin og hringsvið- ið. Fólkið nam staðar til að rabba, heilsast, kaupa hnefafylli af blóm- um af gamla betlaranum sem hafði fest bakkann sinn við hand- riðið. Innan um hlupu lítil börn og hlæjandi. Litlir drengir með stór- ar, hvítar slaufur undir hökunni, litlar stúlkur, litlar franskar brúð- ur, klæddar í flauel og kniplinga. Og stundum kom örsmár angi kjagandi á óstyrkum fótum fram undan trjánum út á opna svæðið, nam staðar, starði og settist svo allt í einu niður „pomp”, þar til stórstíg móðirin kom eins og unga- mamma þjótandi með umvandan- ir honum til hjálpar. Aðrir sátu á bekkjunum og í grænu stólunum, en það var næstum alltaf sama fólkið sunnudag eftir sunnudag og — fröken Brill haföi oft tekið eftir því — það var eitthvað skrítið við næstum því alla. Þeir voru ein- kennilegir, þögulir, næstum allir gamlir og út af því hvernig þeir störðu, á svipinn eins og þeir væru nýsloppnir úr litlum myrkra- kompum eða jafnvel — jafnvel skápum! Fyrir aftan hringsviðið voru spengileg trén með gulum drúp- andi laufum, og á milli þeirra grillti í hafsbrún og þar fyrir handan bláan himininn með gull- brydduðum skýjum. Tum-tum tara-rumm-dumm- dumm! tumm tara rumm dumm ta! blés hljómsveitin. Tvær rauðklæddar stúlkur fóru hjá og tveir bláklæddir hermenn rákust á þær. Þau hlógu og mynd- uðu pör og gengu burt arm í arm. Tvær sveitakonur með skrítna stráhatta gengu framhjá, alvar- legar í bragði, og teymdu fallegan gráan asna. Kuldaleg, fölleit nunna hraðaði sér fram hjá. Fög- ur kona kom gangandi og missti fjóluvöndinn sinn. Lítill drengur hljóp á eftir henni til þess aö rétta henni hann. Hún tók blómin og kastaði þeim frá sér eins og þau væru eitruð. Ja hérna! Fröken Brill vissi ekki hvort hún ætti að dást að þessu eða ekki! Og nú hitt- ust hreysikattarhúfa og gráklædd- ur herramaður beint fyrir framan hana. Hann var hávaxinn, stífur og virðulegur. Hún var með hreysikattarhúfuna sem hún hafði keypt sér þegar hárið var gyllt. Nú var allt, hárið, andlitið og meira að segja augun eins á litinn og skítugt hreysikattarskinnið, og hanskaklædd höndin á henni, sem hún lyfti upp til að þerra varir sín- ar, var dálítil gul loppa. 0, hvað hún var glöð að sjá hann — hjart- anlega ánægð! Hún hafði frekar búist við því að þau myndu hittast í dag. Hún lýsti því hvar hún hefði verið — alls staðar, hér, þar og við sjóinn. Dásamlegt veður — fannst honum ekki? Og vildi hann ef til vill?... En hann hristi höfuð- ið, kveikti sér í sígarettu, blés hægt stórum djúpum reyk framan í hana og jafnvel þó hún væri enn að tala og hlæja fleygði hann frá sér eldspýtunni og gekk burtu. Hreysikattarhúfan var ein eftir. Hún brosti bjartar en nokkru sinni. En jafnvel hljómsveitin vissi hvernig henni leið og lék mjúklegar og angurværar og tromman dundi „Ruddinn! Rudd- inn! ” aftur og aftur. Hvað átti hún að gera? Hvað myndi nú verða? En þar sem fröken Brill braut heilann um þetta sneri hreysi- kattarhúfan sér við, lyfti hendinni eins og hún hefði séð einhvern annan, miklu betri, rétt þarna hin- um megin, og trítlaði burt. Og aft- ur breytti hljómsveitin um, lék hraðar og fjörugar en nokkru sinni. Gömlu hjónin á bekknum hennar fröken Brill stóðu upp og þrömmuðu burtu og skrítinn, gamall karl með langa barta hökti í takt við tónlistina og var nærri hrint um koll af fjórum stúlkum sem gengu hlið við hlið. 0, hvað þetta var heillandi! En hve hún naut þessa! Hvað henni þótti gaman að sitja hér og horfa á þetta allt! Það var eins og leikrit. Það var alveg eins og leikrit. Hver gæti trúað því að himinninn á bak við væri ekki málaöur? En það var ekki fyrr en lítill brúnn hundur vappaði hátíðlega fram og kjagaði síðan hægt frá, eins og lítiU „leikhúshundur” sem hafði verið gefið lyf, að fröken BriU gerði sér ljóst hvað það var sem gerði þetta svona spennandi. Það voru allir á sviði. Ekki aðeins gestir, ekki aðeins áhorfendur, heldur sem leikendur. Meira að segja hún fór með hlutverk og kom á hverjum sunnudegi. Áreið- anlega hefði einhver tekið eftir því ef hún hefði ekki komið. Hún var þrátt fyrir allt hluti af sýningunni. En einkennilegt að henni skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr! Og samt var þetta skýringin á því hvers vegna henni var svona mik- ið í mun að leggja af stað að heim- an á sama tíma í hverri viku — eins og tU þess að verða ekki of 18 Vikan 46. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.