Vikan


Vikan - 27.12.1984, Síða 22

Vikan - 27.12.1984, Síða 22
Ástin breyttist á skömmum tíma í dómstólaþvarg milli Marlons Brando og fyrstu konu hans, önnu Kashfi. um til aö þenja þær út og brúnar kontaktlinsur yfir gráu augunum, lék mexíkanskan byltingarsegg á móti Anthony Quinn. Movita er móðir tveggja barna hans, Rebeccu og Michael — en Michael er jafngamall Christian, syninum sem hann á meö Önnu Kashfi. Nautpeningur og lönd Öll þessi ár, sem Brando var stöðugt aö verða frægari og auð- ugri, afhenti hann föður sínum samviskusamlega launin sín, að undanskildum 50 dollurum á viku. Fyrir þessa 50 dollara liföi hann eins og ræfill með þvottabirninum sínum í subbulegri íbúð í New York. Marlon Brando eldri sá um fjárfestingar fyrir son sinn og keypti í hans nafni nautpening og lönd í Nebraska fyrir allt sem til féll. En það var í íbúðarkytruna í New York sem 17 ára gömul dóttir fransks fiskimanns, Josanne Mariani Berenger, heimsótti hann áriö 1954: „Marlon setti lágværa, seiöandi tónlist á fóninn og kom svo til mín meö flösku af ilmolíu. Hvorugt okkar mælti orð af vörum meðan hann lagði trefil yfir borðlamp- ann, tók hægri hönd mína í vinstri hönd sína og smurði á okkur hend- urnar með olíunni. Svo tók hann trefilinn, heitan af lampanum, og batt hendur okkar saman. Svo dró hann mig að sér og kyssti mig undurblítt.” En Josanne komst fljótt aö því að þessi blíði elskhugi, sem lagði stund á búddisma, var líka „kvalinn og klofinn” og gerði stúlkur svo óhamingjusamar að þær vildu ekkert nema deyja. En þessi kvikmyndastjarna, sem konur dáöu svo mjög og fékk einkunnina „óviðjafnanlegur” sem elskhugi, gat enga elskað með hjartanu eftir því sem hann sagði Josanne einhvern tíma. Fráfall móður hans varö honum þungt högg. Þau voru alltaf mjög nátengd. Þegar hún dó sagði Brando við Josanne: „Veistu að ég gat aldrei fengið mig til að segja henni hvað mér þótti vænt umhana.” Og Josanna heldur áfram aö rifja upp endurminningarnar: „Eitt kvöldið, þegar viö vorum að dansa, náfölnaöi hann allt í einu. Hann gerði sér grein fyrir að ég var meö ilmvatnstegund sem móðir hans hafði notað kvöldið sem hún dó. „Þetta er hræðilegt! Ég þoli það ekki,” sagði hann. „Ég held að við ættum að skiljast.” Kóngulær á lofti Josanne veslingurinn komst að því að lífiö með Brando var stund- um ljúft, stundum skelfilegt. Hún vissi aö hann hafði aðrar konur jafnframt, en hún þoldi ekki þegar hann hamraði á bongótromm- urnar eða geðveikislega hegðun hans á köflum — eins og að halda lifandi kóngulóm yfir andlitum sofandi gistikvenna uns þær vöknuðu meö hryllingsveini. Um skeið bjuggu þau Josanne og Marlon saman og voru meira að segja trúlofuð þar til hann sparkaði henni. Árið 1958 var því öllu lokið. Hann gat einhvern veginn ekki haldiö varanlegt ástarsamband við konur. Hins vegar hafði hann líka notið ásta austrænna kvenna. Sú fyrsta var japanska balletmærin Marie Cui sem hann kynntist við tökuna á Tehúsi ágústmánans. Svo kom hann auga á stúlku með austrænt yfirbragð. Hún sagðist heita Anna Kashfi og vera indversk. Og rómantíkin tók að blómstra. Ekki kom það þó í veg fyrir að Brando brygði ærlega fyrir sig betri fætinum í París ásamt Dean Martin þegar þeir unnu saman að töku myndarinnar Ungu ljónin. Þessir tveir gleði- menn voru sífellt á skemmti- stöðum borgarinnar með frönskum fegurðargyðjum. Einu sinni sátu þeir tveir á bar George V hótelsins meö tveimur smástirnum. Brando var aö sötra te, Martin eitthvað sterkara. Allt í einu, og alveg óviljandi, hvolfdi Martin tebollanum ofan í klofið á Brando, með sjóðheitu teinu. Marlon stökk upp, öskrandi og for- mælandi, leysti ofan um sig í flýti og sprautaði úr sódakönnu yfir kalónuð líffærin. Síðan voru brunasárin meðhöndluð á kaþólskum spítala og það leyndi sér ekki að nunnurnar þyrptust að þegar skipt var um umbúöir á gullinu. En heima í Hollywood blómstraði Kashfi-Brando róman- tíkin. Og 11. október 1957 gengu þau í hjónaband. Þá sprakk blaðran. Illgjarnir blaðamenn afhjúpuðu þá staðreynd að vega- bréf Önnu var gefið út á nafn Joan O’Callaghan frá Cardiff í Wales. Brando varö brjálaður. Tveim mánuðum seinna var hjónabandið farið í hundana og hin nýja frú Brando tilkynnti aö hún væri ólétt. Sjö mánuðum seinna fæddist Christian sonur þeirra. Brando viöurkenndi að hann hefði gengið í hjónaband bara til þess að fá skilnaö. Anna kallaði hann „tillits- lausan sjálfselskubrjálæðing”. Urskurðurinn 1959, þegar Brando var dæmdur til að greiða Önnu 560 þúsund dollara í skilnaðarbætur, var aðeins fyrsti áfanginn í 14 ára orrustu þeirra fyrir rétti og utan hans. Svo kom tímabil með hinni unaðslegu France Nuyen, fransk- kínversku stúlkunni sem lék hina lánlausu Liat í South Pacific. Þegar France frétti aö hann væri að leika sér með öðrum lódökkum ljúflingum við töku myndarinnar One-Eyed Jack, sem hann stjórnaði líka, flaug hún frá Frakklandi til Bandaríkjanna til að reyna að vinna hann aftur. Henni tókst það í nokkrar vikur en tapaði fyrir bragöið hlutverki sínu í The World of Suzie Wong sem hún hafði leikið á sviði með eftir- minnilegum glæsibrag. A tlaga með hnífi Allan þann tíma sem verið var aö taka þessa mynd lögðust atvinnuvandamál Brandos — hann fór fjóra mánuði og fjórar milljónir dollara fram úr áætlun — á eitt með opinberri baráttu við Önnu Kashfi út af syni þeirra, sem þá var þriggja ára. Sagt er að hún hafi ruðst inn í íbúð hans, komið aö honum með annarri konu og lagt til hans með hnífi. Þegar á allt er litiö má furöulegt teljast að Brando skyldi lánast að ljúka við þessa kvikmynd. Því jafnframt virðist svo sem hann hafi leyni- lega gengið að eiga sína gömlu vinkonu, Movitu, sem hann átti soninn Michael með. Og Anna Kashfi var í hernaöi og notaði þetta til að sanna að Brando væri 22 Víkan 46. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.