Vikan


Vikan - 27.12.1984, Qupperneq 23

Vikan - 27.12.1984, Qupperneq 23
Hjónabandið með Taritu hefur ekki hlotið lögform- lega blessun en hún hangir á sínum kalli með því að leyfa honum að gera það sem honum sýnist. siðferðilega óhæfur til að hafa yfirráð yfir Christian, syni þeirra. Þessi átök voru meira en Movita þoldi. Hún fór til Mexíkó með drenginn. En þau Brando hittust iðulega bæði fram að skilnaði þeirra árið 1968 og eftir hann, enda hafði þeim á þessum tíma fæðst dóttirin Rebecca. Þau hafa alla tíð lagt sig fram um að vernda börnin fyrir sviðsljósi fréttahauk- anna og vinátta þeirra hefur alltaf veriðsömog jöfn. 1 upphafi sjöunda áratugarins var illa komið fyrir Brando. Velgengnin var að vísu söm og jöfn í leikstarfinu en það var ekki nóg. Tvö hjónabönd höfðu ekki megnað að færa honum varanlega hamingju. Fjárhagslega var hann öreigi — peningamir, sem mokað hafði verið í landbúnaðinn í Nebraska, höfðu gufað upp fyrir mistök föður hans. Og Brando sjálfur reyndist jafnfávís fjár- málamaður og faðir hans. Svo kom Uppreisnin á Bounty. Þar var eins og allt væri í illum álögum frá öndverðu. Þar vantaði blóraböggul og það var auðvelt aö skella skuldinni á þessa sjálfs- elskufullu, of feitu og ævintýra- gjömu kvikmyndastjömu og kenna honum um allt — tafirnar, handritsleysið, stöðug leikstjóra- skiptin og rifrildið um hlutverk milli Trevor Howard og Richard Harris — sem kunnir eru að því aö vera til vandræða þar sem þeir koma viö sögu. Það sem Marlon Brando gat hins vegar ekki svarið fyrir meðan á töku þessarar myndar stóð var faðerni að barni að minnsta kosti einnar Tahiti- dömunnar, jafnvel þótt Movita kona hans væri með honum á þessum tíma ásamt syni þeirra. Ástarleikur hjá kúnum Ein Tahitidaman, Vaea Benett, segir frá geðsveiflum Brandos og uppátækjum. Kvöld eitt, eftir að þau höföu verið að dansa, stöðvaði hann bílinn við kúahaga og sagði: „Við skulum koma og heilsa upp á þær.” Svo dró hann Vaeu út í grasið, þar sem þau dönsuðu og elskuðust, en kýrnar horfðu værðarlega á og tónlistin þrumaði úr bílaútvarpinu. Nokkrum kvöldum seinna lokaði hann Vaeu inni í herberginu hennar klukkustundum saman. Upphaflega hafði hann boðið henni í samkvæmi en snerist hugur þegar hann kom að sækja hana, einfaldlega af því hún haföi skipt um hárgreiðslu til að þóknast honum. Honum þóknaðist ekki breytingin. Loks þoldi Vaea ekki sjúklega ást hans og svarta afbrýðisemi lengur heldur flúði til Rómar þar sem hún reyndi að svipta sig lífi, heimilislaus og skuldug. Hún gat ekki hugsað sér að snúa aftur heim til foreldra sinna á Tahiti fyrr en Brando væri farinn þaðan. Stormasamur lífsmátinn skánaöi lítið við enn eitt bakslagið í sambandi hans við Önnu Kashfi. Christian sonur þeirra, sem nú var sex ára, kom að móður sinni meðvitundarlausri eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfjum — þótt hún fullyrti seinna að þetta heföi verið flogakast. Brando fékk tímabundinn yfirráöarétt yfir Christian og kom honum fyrir um tíma hjá Frances systur sinni. Hollywoodliðið, sem svo lengi hafði orðið að láta hann yfir sig ganga, gróf nú upp stríðsöxina. Bounty fór 15 milljónir dollara fram úr áætlun en þaö skilaði sér. Samt varð Brando þessi kvik- mynd dýrkeypt. Hollywoodliðiö sagði Brando að fara til fjandans. Brando sagði Hollywoodliðinu að fara til f jandans. Ef til vill hafði hann ekki nema eitt gott upp úr þessari kvikmynd: Taritu, uppþvottastúlkuna sem hann valdi til að leika ástkonu sína í myndinni. Þessi tahitíska fegurðargyðja færði honum tvö börn í viðbót og sólareyjuna. Einangrun Sú staðreynd að hann bjó sem í hjónabandi með Taritu og var giftur Movitu og átti böm með þeim báðum hneykslaði meira að segja forhert Hollywoodliðið. Það hafði hom í síöu hans fremur en nokkru sinni fyrr og setti hann í einangrun í tíu ár. Á þessum tíma geröi hann fjöl- margar ómerkilegar myndir, aðallega „meö boðskap”, en reyndi jafnframt af öllum kröftum að laga heiminn. Hann tók virkan þátt í pólitík og talaði fyrir málstað mannréttinda svartra, jafnframt því sem hann gaf þúsundir dollara til málstaðarins. Hann barðist fyrir því aö hætt væri aö hafa sér kvikmyndahús fyrir svarta og sér fyrir hvíta, hann studdi málstað indíána og fór meira aö segja á veiðar með þeim á friðuðum svæöum til að sanna fylgi sitt við málefni þeirra. Það var ekki fyrr en 1971 að Marlon Brando „kom aftur” og þá fyrir leikstjórann Frances Ford Coppola í Guöföðurnum. Þar sýndi hann að hann hafði ekkert misst af snilld sinni þegar hann penslaði á sig yfirskeggsræmu, sverti ljóst hárið, tróð út kinnarnar með pappír, fór í slitna skyrtu og sjúskaðan jakka — og kveikti svo í ítölskum vindli. Hann var Don Corleone, þessi miskunnarlausi gamli mafíu- guðfaðir, en hann var jafnframt, að skilningi Brandos, gamall, vænn karl. Guðfaðirinn skilaöi 100 milljónum dollara og talið er að Brando hafi fengið 16 milljónir af þeirri fúlgu. Síðasta kvikmynd hans í fullri lengd, Síöasti tangó í París, gerði honum ekki mikið gott. Þetta er mynd um sælu og kynferðisástríðu með ungri stúlku, sem Maria Schneider lék. Síðasti tangó í París fékk stimpilinn „rusl”. Stjarnan viðurkenndi á eftir að honum liði eins og hann hefði framið sjálfsnauðgun. Og þar með sigldi hann til Kyrrahafseyjunnar sinnar þar sem hann reyndi að setja upp túristaparadís. Það mistókst. Nú er hann aö reyna að finna aðferð til að beisla sólarorku án þess að spilla umhverfinu. Um líf sitt — það er að segja ástalíf — segir hann: „Það var eins og færiband færi gegnum megnið af ævi minni. Ef maður er ríkur og frægur er ekki erfitt að bæta bólið. Ég vissi hvað ég var að gera en ekki hvers vegna. Og ég veitþað ekkienn.” Þessa dagana koma lódökkar vinkonur og fara, og þær verða sífellt yngri. En varanlega ást finnur hann ekki, hann Marlon Brando — geðvondur, fúllyndur og gruflandi. Enn reyna karlar að líkjast honum og konur þrá ást hans. En jafnoki hans finnst ekki. Tekið saman eftir „Marlon Brando” eftir David Downing og nokkrum upp- sláttarritum. 46. tbl. Vikan 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.