Vikan - 27.12.1984, Qupperneq 34
Vísindi fyrir almenning
Demantar eldrí en talí
Þverskuröarmynd af gfgtappa úr kimberlíti. Myndin sýn-
ir tappann eins og hann mun hafa litið út skömmu eftir aö
hann myndaðist og sýnt er yfirborðið eins og það er nú.
‘V
34 Vikan 46. tbl.
• >
Eign sem heldur verðgildi sínu
heitir það í auglýsingunum. Það
er að minnsta kosti satt að
demantamir sjálfir hafa nú þegar
verið lengi til. Þeir eru eldri en
flest annað á jörðinni.
Þegar tókst í fyrsta sinn að ald-
ursgreina demanta kom í ljós að
þeir eru eldri en þriggja milljarða
ára. Þeir mynduðust efst í möttl-
inum, á um það bil 200 kílómetra
dýpi. Seinna færðust þeir til yfir-
borðsins með hinum strokklaga
bergmyndunum sem kallaðar eru
kimberlítar.
Kimberlítarnir eru gígfylling.
Þeir eru sjaldgæfir en finnast í
flestum heimshlutum þótt hvergi
sé eins mikið af þeim og í Suður-
Afríku.
Það var um 1870 sem þaö upp-
götvaðist að demanta var að finna
í gömlum gígfyllingum. Þessi upp-
götvun var gerð skammt frá bæn-
um Kimberley og drógu þessir
gömlu gígtappar síðan nafn sitt af
þessum bæ.
Við Kimberley og á nokkrum
öðrum stöðum höfðu menn fundiö
demanta í gömlu vatnaseti og ár-
möl. Þangað höfðu þeir borist frá
rofnum gígtöppum. Nú er talið að
allir demantar séu þannig til-
komnir, jafnvel á stöðum þar sem
engin slík náttúrufyrirbæri sjást
lengur á yfirborðinu eins og í
Brasilíu. Þar er talið að gígtapp-
arnir liggi grafnir undir yngri set-
lögum.
Ef kimberlítamir eru bomir
saman við aðrar eldstöðvar eru
þeir ekki tilkomumiklir. Þeir eru
aldrei víðari en tveir kílómetrar
við yfirborðið og venjulega aðeins
nokkur hundruð metrar í þver-
mál. Þeir eru trekklaga og þrengj-
ast þegar neðar dregur.
Gosin sem mynduðu þessi
skrýtnu fyrirbæri urðu á stuttu
skeiði í jarðsögunni sem stóð frá
því fyrir um það bil 130 milljónum
ára þar til fyrir 70 milljónum ára.
Þetta var um sama leyti og risa-
eölurnar lifðu sitt fegursta.
I dag er lítið eftir af fyrri reisn
þessara eldstöðva. Þær hafa rofist
mikið niður og í Kimberley hafa til
dæmis horfið 1400 metrar ofan af
yfirborðinu frá því gosi lauk fyrir
100 milljónum ára. Efniö sem rof-
ist hefur burtu liggur nú í setlög-
um vítt og breitt um nágrennið —
og þar eru líka demantar.
Ummyndunin hefur líka leikið
gostappana illa. Efst eru þeir
orönir að því sem heimamenn
kalla „gula jörð” og „bláa jörð”.
Það er fyrst þegar komið er niður
fyrir þetta ummyndunarbelti sem
maður kemur í eiginlegt kimberlít
sem er hörð, blá og grá bergteg-
und, upphaflega hraun af miklu
dýpi — 250 kílómetra eða meira.
En það er ekki kimberlítið
sjálft sem er merkilegt heldur þaö
sem það hefur borið með sér upp
hraunrásina. Framandsteinarnir
eru tvenns konar. Annars vegar
eru það demantarnir en hins veg-
ar eru últramafískir framand-
steinar. Hinir síðarnefndu eru
kallaðir svo vegna þess að þeir
koma djúpt úr iðrum jarðar og eru
gerðir úr möttulefni, aðallega
magnesíum- og járnsilikötum.
Flestir þeirra úr úr perdótít
sem er aðalefnið í efri hluta mött-
ulsins. (Möttullinn tekur við þar
sem jarðskurnið endar, á 35—70
kílómetra dýpi undir meginlönd-
unum en á 5—20 kílómetra dýpi
undir úthöfunum og úthafseyjum
eins og Islandi.)
Þessi möttulbrot eru ágæt sýn-
ishorn, raunar þau einu af möttlin-
um, og veita því mikilvægar upp-
lýsingar um efniviðinn í jörðinni.
Framandsteinar af þessari
gerö finnast einungis í kimberlít-
um en ekki í hraunum eöa kviku
yfirleitt þótt hún eigi uppruna á
miklu dýpi. Hvernig stendur á
því? Því er haldið fram að skýr-
ingarinnar sé að leita í hinum
mikla hraða sem var á kimberlít-
inu þegar það steig upp til yfir-
borðsins. Möttulhnyðlingarnir
stigu til yfirborös á örfáum dægr-
um, kannski jafnvel bara nokkr-
um tímum. Þeir eru mjög gamlir
— um það bil 3500 milljón ára.
Hvernig komust þá verðmætin,
demantarnir, í kimberlítiö?
Vitað er að demantar myndast
við mikinn hita og þrýsting. Skil-
yröi til myndunar þeirra eru ekki
fyrr en niðri á 125—150 kílómetra
dýpi þar sem þrýstingurinn er ná-
lægt 50.000 loftþyngdum.