Vikan


Vikan - 27.12.1984, Qupperneq 35

Vikan - 27.12.1984, Qupperneq 35
rHarry Bökstedt Einkaréttur á Íslandi: Vikan ðvar Því var haldiö fram lengi vel að demantarnir væru myndaðir úr sjálfri kvikunni, kimberlítinu, fyr- ir um það bil 100 milljónum ára. Þessari kenningu hefur nú verið hrundið með aldursgreiningu á þeim. Hinar nýju upplýsingar er að finna í grein í tímaritinu „Nature”. Aðferðin, sem notuð var við greininguna á aldri demantanna, er hugvitsamleg. 1 flestum dem- öntum eru innilokaðar smáflygsur af öðrum steindum. I suöur-afrísk- um demöntum eru þessar fram- andsteindir stundum úr granati sem sker sig frá demantinum vegna litarmunar. Hægt er að ná þessu granati með því að mölva demantinn og það hafa vísinda- menn gert til þess að geta aldurs- greint steinana. Upprunalega er lítilsháttar af hinu geislavirka efni samarium 147 í granati. Þetta efni brotnar með tímanum og lokaefnið, sem er stöðugt, er meodym 183. Meö því að reikna hlutföllin milli þess- ara tveggja — en helmingunar- tími samariums er þekktur — er hægt að leiða líkur að aldri dem- antsins. Þá er gengið út frá því að demanturinn og granatið hafi myndast samtímis en til þess benda kristallafræðilegar athug- anir. Með þessari aðferð hefur Steph- en Richardson við tækniháskólann í Massachusetts og samstarfs- menn hans í Höfðaborg og Glas- gow komist að þeirri niðurstöðu aö demantarnir hafi myndast fyrir 3200—3300 milljónum ára. Á þeim tíma höfðu sökklar meginlandanna þegar myndast og þaöan kom mest af demöntunum. Demantar finnast sem sagt ein- ungis þar sem eru mjög gamlar meginlandsleifar. Breskir jarð- fræðingar telja sig hafa fundið skýringuna á því að demantarnir mynduöust þarna á þessum tíma. Þeir telja sem sagt að þá — í æsku jaröarinnar — hafi verið mun meira af fríu kolefni í möttlinum en síðar varð og jafnframt hafi kolefnið meö einhverju móti safn- ast nægilega saman til þess að demantar næðu að myndast. SS Draumar Atburðir á heimavist Halló, kæri draumráð- andi. Heldur þú að þú gætir ráðið einn draum fyrir mig. Það vona ég. Hann er svona: Eina nóttina dreymdi mig að ég væri á heima- vistarskóla með vinkonu minni. Við tvær vöknuðum klukkan 7.30 einn morguninn. Þá fórum við fram úr. Við fórum og stálum okkur kexi sem auðvitað mátti ekki. Þá sá yfirmaðurinn okkur og fór að elta okkur. Við stungum hann af og hlupum út í garð. Þar var skot sem við földum okkur í. Þá sá vin- kona mín konu sem hún þekkti. Hún hét S í draumnum. Vinkona mín fór að tala við hana og S sagði að við ættum að tala við sig ef við værum svangar utan matmálstíma. Hún ætlaði að borga matinn en það þurfti að gera. Við töluðum við hana og hún borgaði fyrir okkur. Svo kom allt í einu inn í drauminn að maður, sem ég þekki, væri að kaupa tívolí og væri búinn að ráða mig og vinkonu mína til að selja miða eða eitthvað svo- leiðis. Jæja, en þegar við vorum að borða morgun- matinn, ég og vinkonan, þá spurði ég hvað klukkan væri. S sagði okkur að hún væri 9-30. Ég hélt að það væri sunnudagur og það ætti að vekja klukkan 11.00 í kirkju. Svo spurði ég aftur hverjir ættu að vekja. Hún sagði að það væru einhverjar konur sem hétu L og D. Við fórum að leita um allan skóla að þeim en það var enginn inni. Þá sagði S okkur að allir væru farnir eitthvað, sennilega í leikfimi eða sund. Eg spurði hvaða dagur væri og hún sagði aðþað væri laug- ardagur. Svo fór ég upp með vinkonu minni og sýndi henni að ég gæti tekið alla nagla, sem væru í vegg, með léttum leik. Og þá vaknaði ég við að einhver var að kitla mig. Jæja,kæri draumráð- andi, heldur þú að þú getir ráðið þetta fyrir mig. Það vona ég en ekki láta Helgu gera það. Ein sem dreymir skrýtna drauma. Helga er í vinnu hjá Póstinum og hefur nóg að gera þar. Hins vegar komst draumráðandi í drauminn og ætlar að ráða hann hér með. Þú færð óvænta gjöf, heldur ómerkilega, sem þú hefur áreiðanlega gaman af af einhverjum sökum. Þú veist í raun og veru ekki hvort þú átt að taka á móti henni og einhver reynir að telja þig á að gera það ekki. Þú þykist ekki taka á móti henni en gerir það senni- lega samt. Þú kemur senni- lega upp um þig og það verður eitthvert tilstand en úr því rætist eftir misskiln- ing sem þú gerir ekkert í að greiða úr. Svo máttu í lokin búast við að þú sýnir af þér einhverja óvænta árásar- girni, líklega í framhaldi af þessu undarlega máli. Þú stendur þig sjálfsagt vel en málsatvik benda til að þetta sé það sem kallað er stormur í vatnsglasi, of mikið mál miðað við hvað það er ómerkilegt. 46. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.