Vikan


Vikan - 27.12.1984, Page 36

Vikan - 27.12.1984, Page 36
Svíf þú inn í svef ninn — Hér er stíllinn — ykkar er valið Bjart og stílhreint — handa fólki sem ekki hræðist gult, rautt, svart og blátt á einum stað. Auk björtu litanna eru skarpar línur ráðandi í þessu herbergi. Plakat á veggnum má annaðhvort vera keypt út úr búð eða heimatil- búið abstraktverk úr útklipptum pappírsörkum (helst glansandi). Náttborð eru tvenns konar, svartar súlur (heimatilbúnar) og málaðir garðstólar, og gólf- motturnar rauð og gul handklæði. Pimmar nætur — Himnesk himnasæng — með afrískum blæ fyrir þá sem eru á þeirri línunni. Meginuppi- staðan er gerðarlegt rúmteppi í dökkum litum og þrjú koddaver í sama stíl á veggnum. Bastmunir, sem eru til á mörgum heimilum, þurfa að vera dökkir og má lita þá ljósu ef hinir eru ekki fyrir hendi. Grófir blómapottar, slöngu- lampar og tréskálar ásamt örlitlum fjólubláum lit gera svo sitt til að laöa fram trumbuslátt- inn. mjúk og angurvær og næstum synd að fletta öllu „dúlleríinu” af um háttatíma. Það er nokkuð mikil vinna að baki ábreiðanna og púðanna ef þetta á að vera heima- tilbúið en þetta er eitthvað fyrir þá sem ekki láta hugfallast. Þurrkuð blóm í hvítu og bleiku eiga heima á víð og dreif, í körfum, á rúmi, í lofti og í vösum. I stað bleika lit- arins má svo nota bláan, gulan, fjólubláan eða jafnvel hvítt fyrir þá sem vilja hafa á þessu hreinan brúðarblæ. 36 Vlkan 46. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.