Vikan


Vikan - 27.12.1984, Síða 40

Vikan - 27.12.1984, Síða 40
Gylmir SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKÍFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selj'a allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, það er margt I gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuðum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... 2 70 22 Við birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 1 I. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ r tímarít fyrír atta - fæst á næsta b/aðsö/ustað Fimm minútur með l/l Stúlkan í snyrtivö Ég átti erindi í snyrtivöruversl- un í gær þegar ég var í bænum. Allt var ilmandi af Elizabeth Ard- en, Pierre Robert, Shalimar, furu- nálum og nýlöguðu kaffi. Síðast- nefnda lyktin kom frá bleiku plast- hengi sem huldi til hálfs langan gang og í honum, innst, sá í eitt- hvað sem virtist vera bakher- bergi. Ég beið þolinmóður í nokkr- ar mínútur, gerði kurteislega vart við að ég væri þama en var aleinn engu aö síður áfram. Síðan ræskti ég mig hærra. Éngin afgreiðsla. Svo reyndi ég annað ráð. Það er nefnilega um margt að velja þeg- ar maður stendur einn og sér í mannlausri búð, án afgreiðslu og hefur fullan hug á að fá afgreiðslu. Ég opnaöi búðardyrnar og lokaði af og til. En engin afgreiðsla samt. Ég heyrði glymjandi þunga- rokk frá útvarpi í bakherberginu. Kröftug röddsöng: — Give me a chance. . . let me see you dance.. . Stúlkukindin dansaði fram hjá miðdyrunum með kaffikönnu í hendi. Hún virtist vera sautján. Stretsbuxur og kóngablá víð peysa. Rauðhærð stúlka. Hár- greiðslan var svipuð og á brodd- gelti með langa brodda á fengi- tímanum. Ég flýtti mér að ræskja mig í þriðja sinn og hringlaði svolítið í nokkrum glösum sem voru fyrir framan mig á borðinu, því miður með þeim árangri að eitt þeirra brotnaði. Sterk ilm- vatnslykt barst um alla búðina. Það var laufailmur og hann virtist berast alla leið inn í bakherbergið. En þá hringdi síminn. Hann var á ganginum, rétt bak viö plastheng- ið. Stúlkukindin ansaöi. — Andartak! sagöi hún og leit á mig, snöggt. Ég kinkaði kolli skilningsríkur á svip og var glaður yfir því að hafa loks verið upp- götvaður. Röddin í símanum sagði til nafns. — Nei, ert það þú, Rúdolf? H-æ- æ! Og ástarþakkir fyrir síðast. Við skemmtum okkur nú vel, fannst þér ekki? Nei, ekki aldeilis. Þú veist að ég er alltaf hress að tala við þig. Já, það finnst mér líka. Æ-ð-i! Hún lækkaði röddina og fór að hlusta. — Er það, Rúdolf? Ertu viss? Eöa segirðu þaö viö allar stelpumar? Já, en þú veist það nú, auövitað geri ég það, Rúdolf. Maður ætti ekki að játa þaö en ég er nú líka alveg ofsalega hrifin af þér. Ertu virkilega ekki búinn aö fatta það, þorskhaus! Þú varst nú ekkert sérlega uppveðraður í gær- kvöldi, annars. Nei, ég get það ekki. Ekki í kvöld. Ég lofaöi Jónu að koma í partí. Súsanna og Ulla ætla líka. En kannski annað kvöld — ef þú ert ekkert annað að gera? Er það? 0, hættu nú, Rúdolf. Svona spyr maður stelpur ekki.. . í síma að minnsta kosti.. . Ég ræskti mig aftur. Og hóst- aði. — Bíddu aðeins, Rúdolf, það er maður hérna sem þarf að fá af- greiðslu. Hún stakk höfðinu fram undan plasthenginu, broddgaltarklipp- ingunni réttara sagt. — Hvað ætlaðir þú aö fá? — Ég get beðið þangað til þú ert búin í símanum. — Ef þú ert að hugsa um rak- sápu þá geturðu sjálfur tekið þér brúsa þarna. Þeir eru þarna. Þeir kosta þrjátíu krónur og upp í átta- tíu. Það stendur á þeim. Þú getur sett peninginn á borðið. — Ég ætla ekki að fá raksápu. Ljúktu bara samtalinu. Ég bíð. Hún hvarf bak við hengið. Já, ég er komin aftur, Rúdolf. Nei, eins og ég var aö segja, þá bara get ég það ekki í kvöld. 0, Rúdolf. . . ég get ekki bara staðið hér og sagt það! Ég er með við- skiptavin í búðinni. Nei, auðvitað er það ekki það. . . ég segi þér satt, þetta er bara viðskiptavin- ur. Auðvitað ekki, Rúdolf, ég sver! Ég hef ekki einu sinni séð Konna síðan þetta kvöld þarna á diskóinu. Hver? Viðskiptavinur- inn? Það veit ég ekki! Ég hef aldrei séð hann áður. Eg var að segja þér það. Eg sver! Hvað sagðirðu? Já, en maður getur ekki sagt það hérna. Þaö heyrist hvert einasta orð inn í búð. Bíddu að- eins. . . Hún stakk hausnum aftur fram undan plasthenginu. — Hvað ætlaðirðu annars að fá? — Ljúktu símtalinu bara, fröken. Eg get beðið. Ég held að augnaráðið, sem hún sendi mér, hefði getað drepið mig eða hafi að minnsta kosti ver- ið hugsað til aö koma mér um- svifalaust burt úr búðinni. Ég hélt 40 Vikan 46. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.