Vikan


Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 8

Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 8
Vor- og sumartískan í kvenfatnaði: Frá Emanuelle, Verslunin Buxnaklaufin. Frá Dranella, Verslunin Sonja. Við tslendingar erum ákaflega hreyknir af því hvað viö fylgjumst vel með tískunni. Þó hafa útlend- ingar haft það á orði að víst klæö- ist íslendingar samkvæmt allra nýjustu tísku hverju sinni, gallinn sé bara sá að þeir klæði sig allir eins. Þetta má að nokkru leyti til sanns vegar færa þegar litið er á klæðaburð fólks, einkum á götum úti eða á skemmtistöðum. Þá má fljótlega koma auga á hvað er mest í tísku vegna þess að því klæðist meira en önnur hver manneskja. Þegar skoðað er í glugga tísku- verslananna og skyggnst á bak viö þá er ríkjandi mikil fjölbreytni og mætti draga þá ályktun að allt væri gjaldgengt. Tískufatnaðurinn sem mest ber á hérlendis er aðallega ættaður frá Danmörku, Bretlandi, Frakk- landi, Þýskalandi, sumt framleitt í Austurlöndum og annað er ís- lensktaðuppruna. Þeir litir sem eru langmest áberandi í verslunum og verða án efa ríkjandi í sumar eru litbrigði af apríkósugulu og laxableiku og svonefndir pastellitir eða litir sem gjarnan eru kenndir við ung- barnafatnað, það er að segja ljós- bleikur, ljósblár, fölgulur, ljós- grænn eins og piparmyntuís og síðast en ekki síst föllaxableikur. Þá má nefna flest litbrigði af bleiku og svo aftur á móti skærir litir eins og gulur, appelsínugulur, grænn og grænblár og að sjálf- sögðu hvítur eins og alltaf á sumrin. Af þessari upptalningu má sjá að litróf tískunnar í sumar er breitt og nánast allt boðlegt nema svokallaðir jarðlitir (dökk- ir, brúnir, grænir, gulbrúnir litir Það fer ekki fram hjá þeim sem gægist inn í tískuverslanir að vorið er komið. Vor- og sumar- fatnaöur fyllir þar allar hillur og snaga og kennir margra grasa. Eins og vera ber eru þunn og ljós föt mest áberandi, enda tískan upprunnin á suðlægari slóðum. Við hér noröur frá reynum þó að notfæra okkur þau eftir bestu getu og látum það ekkert allt of mikið á okkur fá þótt stundum blási í gegn. Bja rt og skal það létt vera og litbrigði), enda tilheyra þeir fremur haust- og vetrartískunni. Safarí- og hermannatískan virðist með öllu hafa runnið sitt skeiö og áhrif frá íþróttafatnaði ekki eins sterk og undanfarin ár. Bómullar- efnin sem svo mikið eru notuð í sportfatnað og ganga hér á landi undir heitinu „jogging-efni” halda þó enn velli og vel það því þau eru býsna áberandi í sumartískunni, enda einkar vel fallin til sumar- brúks. Fyrir utan boli og skyrtu- boli er mikið farið að nota þau í kjóla, pils, jakka og síðbuxur, einkum eru þröng, síð pils og „stretsbuxur” úr þannig efnum vænleg til vinsælda á sumri kom- anda. Annað sem einkennir vor- og sumartískuna eru stór, víð og herraleg föt, svo sem stórar skyrt- ur, víöir jakkar, víðir og síðir, þunnir (ófóðraðir) frakkar. Mynstruð efni, einkum rósótt, svo og köflótt og röndótt, munu setja svip á sumarið. Pilsasíddin er algengust vel niður á miðja kálfa. Buxnatískan er með margvíslegu móti. Mest er þó veðjað á ljósar stretsbuxur, og víðar þunnar bómullarbuxur. Hálsbindi og slaufur verða á sínum stað og mikið um slæður og hanska og stóra plastskartgripi. Sokkarnir eru í björtum litum og skór til daglegs brúks lághæla eða sléttbotna, opnir, gjarnan með gata- eða fléttumynstri í ætt við sandala, eöa reimaðir skór úr striga eða í sama dúr. Það er óskandi að sumarið verði okkur gott og lopapeysurnar og regnúlpurnar verði ekki mest áberandi á götum bæjanna. 8 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.