Vikan - 25.04.1985, Blaðsíða 8
Vor- og sumartískan
í kvenfatnaði:
Frá Emanuelle,
Verslunin Buxnaklaufin.
Frá Dranella, Verslunin
Sonja.
Við tslendingar erum ákaflega
hreyknir af því hvað viö fylgjumst
vel með tískunni. Þó hafa útlend-
ingar haft það á orði að víst klæö-
ist íslendingar samkvæmt allra
nýjustu tísku hverju sinni, gallinn
sé bara sá að þeir klæði sig allir
eins. Þetta má að nokkru leyti til
sanns vegar færa þegar litið er á
klæðaburð fólks, einkum á götum
úti eða á skemmtistöðum. Þá má
fljótlega koma auga á hvað er
mest í tísku vegna þess að því
klæðist meira en önnur hver
manneskja.
Þegar skoðað er í glugga tísku-
verslananna og skyggnst á bak viö
þá er ríkjandi mikil fjölbreytni og
mætti draga þá ályktun að allt
væri gjaldgengt.
Tískufatnaðurinn sem mest ber
á hérlendis er aðallega ættaður
frá Danmörku, Bretlandi, Frakk-
landi, Þýskalandi, sumt framleitt
í Austurlöndum og annað er ís-
lensktaðuppruna.
Þeir litir sem eru langmest
áberandi í verslunum og verða án
efa ríkjandi í sumar eru litbrigði
af apríkósugulu og laxableiku og
svonefndir pastellitir eða litir
sem gjarnan eru kenndir við ung-
barnafatnað, það er að segja ljós-
bleikur, ljósblár, fölgulur, ljós-
grænn eins og piparmyntuís og
síðast en ekki síst föllaxableikur.
Þá má nefna flest litbrigði af
bleiku og svo aftur á móti skærir
litir eins og gulur, appelsínugulur,
grænn og grænblár og að sjálf-
sögðu hvítur eins og alltaf á
sumrin. Af þessari upptalningu
má sjá að litróf tískunnar í sumar
er breitt og nánast allt boðlegt
nema svokallaðir jarðlitir (dökk-
ir, brúnir, grænir, gulbrúnir litir
Það fer ekki fram hjá
þeim sem gægist inn
í tískuverslanir að
vorið er komið. Vor- og sumar-
fatnaöur fyllir þar allar hillur og
snaga og kennir margra grasa.
Eins og vera ber eru þunn og ljós
föt mest áberandi, enda tískan
upprunnin á suðlægari slóðum.
Við hér noröur frá reynum þó að
notfæra okkur þau eftir bestu getu
og látum það ekkert allt of mikið á
okkur fá þótt stundum blási í
gegn.
Bja rt og
skal það
létt
vera
og litbrigði), enda tilheyra þeir
fremur haust- og vetrartískunni.
Safarí- og hermannatískan virðist
með öllu hafa runnið sitt skeiö og
áhrif frá íþróttafatnaði ekki eins
sterk og undanfarin ár. Bómullar-
efnin sem svo mikið eru notuð í
sportfatnað og ganga hér á landi
undir heitinu „jogging-efni” halda
þó enn velli og vel það því þau eru
býsna áberandi í sumartískunni,
enda einkar vel fallin til sumar-
brúks. Fyrir utan boli og skyrtu-
boli er mikið farið að nota þau í
kjóla, pils, jakka og síðbuxur,
einkum eru þröng, síð pils og
„stretsbuxur” úr þannig efnum
vænleg til vinsælda á sumri kom-
anda.
Annað sem einkennir vor- og
sumartískuna eru stór, víð og
herraleg föt, svo sem stórar skyrt-
ur, víöir jakkar, víðir og síðir,
þunnir (ófóðraðir) frakkar.
Mynstruð efni, einkum rósótt, svo
og köflótt og röndótt, munu setja
svip á sumarið.
Pilsasíddin er algengust vel
niður á miðja kálfa. Buxnatískan
er með margvíslegu móti. Mest er
þó veðjað á ljósar stretsbuxur, og
víðar þunnar bómullarbuxur.
Hálsbindi og slaufur verða á
sínum stað og mikið um slæður og
hanska og stóra plastskartgripi.
Sokkarnir eru í björtum litum og
skór til daglegs brúks lághæla eða
sléttbotna, opnir, gjarnan með
gata- eða fléttumynstri í ætt við
sandala, eöa reimaðir skór úr
striga eða í sama dúr.
Það er óskandi að sumarið verði
okkur gott og lopapeysurnar og
regnúlpurnar verði ekki mest
áberandi á götum bæjanna.
8 Vikan 17. tbl.